Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 11
Nú um helgina fer af stað hin árvissa garðfuglaskoðun á vegum Fugla- verndar, þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla einn klukkutíma á dag í görðum sínum yfir vetrarmánuðina. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar og fjölda innan tegunda, en einnig að vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Gott er að laða að fugla með því að fóðra þá en upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vef Fuglaverndar: fuglavernd.is og á Garðfuglavefnum: fsu.is/~ornosk/ gardfuglar/. Talning stendur til 28. apríl 2012. Nánari upp: Ólafur (s.8999744) og Örn (s. 8999744). Garðfuglaskoðun á vegum Fuglaverndar hefst um helgina Skoðið og skráið fuglana sem staldra við í görðum ykkar Ljósmynd/Örn Óskarsson Matarveisla Skógarþröstur, gráþröstur og Stari gæða sér á epli. Morgunblaðið/Ómar Einn í brauði Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur ætlar að kenna fólki undirstöðuatriðin við ísgerð. læra mjólkurfræði. Um svipað leyti keypti hann sér líka litla heimilis- ísvél og fór að fikta við ísgerð. Síðan þá eru liðin ein 15 ár en hann er nú búinn að endurnýja gömlu vélina og kaupa sér stærri. „Ég hef prófað mig áfram með það hvernig maður geti gert svona heimilisís þannig að hann mýkist dá- lítið og ekki séu ísnálar í honum. Ég hef sett allt mögulegt út í ísinn og búið til allt frá þessum týpíska van- illu- og súkkulaðiís yfir í kampavíns- sorbet og basilís. Ég hef líka notað alls konar líkjöra og svo dettur mað- ur alltaf í klassískan Toblerone jóla- ís inn á milli,“ segir Jón Brynjar. Hann segir mikinn ísáhuga ríkja á heimilinu og fjölskyldan taki öll þátt í ísgerðinni. Stílað inn á áhugafólk Jón Brynjar segir námskeiðið í ísgerð vera fyrir áhugafólk en hann reyni þó líka að koma inn á hvernig hægt sé að fjöldaframleiða. Þannig hafi hann til að mynda heyrt að veit- ingafólk ætli sér að koma á nám- skeiðið. „Ég reyni að samþætta þetta þannig að fólk fái almennilega fræðslu út úr þessu og námskeiðið verði hvorki of tæknilegt né of al- mennt,“ segir Jón Brynjar. En á námskeiðunum verður farið í val hráefna og þróun uppskrifta, auk þess sem þátttakendur fá að kynn- ast ísgerð og smakka á afurðunum. Í þátttökugjaldinu er einnig innifalin Ísbókin sem Jón Brynjar gaf út nú á dögunum og inniheldur bæði upp- skriftir og fróðleik. Jón Brynjar seg- ir sífellt fjölga fólki sem eigi litlar ís- vélar heima hjá sér. Hann stíli inn á það fólk á námskeiðinu en útskýri samt allt þannig að ef fólk eigi ekki slíkar græjur komi það ekki að sök. Það taki aðeins lengri tíma að búa ís- inn til án vélar en fólk fái sömu út- komuna. Spennandi þróun Jón Brynjar segir skemmtilega og spennandi þróun hafa orðið í ís- menningu Íslendinga undanfarin ár. „Fyrir nokkrum árum byrjuðu bændur eins og í Holtseli að fram- leiða ís og síðan hafa bæst við nokkr- ir í viðbót. Þar er á ferðinni ekta þykkur rjómaís með eggjum og miklum rjóma. Svo hefur þróunin líka færst alveg yfir í hina áttina þar sem fólk er farið að framleiða jóg- úrtís í ísbúðunum sem er nánast fitulaus. Það er gaman að sjá að það er orðin meiri flóra í ísgerðinni og spennandi hvað margir eru farnir að prófa sig áfram með þetta í smá- framleiðslu,“ segir Jón Brynjar. Sjálfur segist hann ekki vera mikið fyrir rjómaísinn hefðbundna, heldur leggi hann áherslu á það á námskeiðinu að fólk geti sleppt því að þeyta rjóma og blanda saman við egg. Lítið mál sé að gera jógúrtís, sorbet og góðan mjólkurís og mun hann einbeita sér að slíkri ísgerð þar sem dregið er úr sykri og fitu. Slíkur ís sé alls ekki verri ís og jafnvel betri ef eitthvað er. Jón Brynjar heldur sjálfur einna mest upp á möndluís sem hann gerir stundum. Hann er með dökku súkkulaði og smá mars- ipani. Hitastigið mikilvægt Loks leikur blaðamanni forvitni á því hvað þurfi helst að hafa í huga við ísgerðina. „Það er helst að hafa þolinmæði við ísgerðina og eins að passa upp á hitastigið í frystinum. Það er ekkert verra en ís sem hefur fallið og betra að geyma hann ekki of ofarlega í frystikistunni. Þetta á líka við ef fólk er að kaupa ís úti í búð þá er best að kaupa ekki ís sem er alveg upp við frystilínuna. Þetta er lúxusvara sem maður vill að sé góð. Ís með grófum ísnálum eyðileggur alveg stemn- inguna af því að borða ís en auðvelt er að koma í veg fyrir slíkt,“ segir Jón Brynjar. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast á www.lbhi.is/ namskeid. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Mán - mið 10-18:30, fim 10-21, fös 10-19, lau 10-18, sun 13-18 | Sími 517 9000 Átt þú svona gjafakort? Vegna kerfisbreytinga munu gjafakort Kringlunnar í þessu útliti falla úr gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hægt verður að skipta gjafakortinu út fyrir nýtt kort á þjónustuborði Kringlunnar án kostnaðar. Kringlan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna þessa. Nú er komið að teiknifæru fólki að láta ljós sitt skína en Listasafnið blæs um þessar mundir til teikni- samkeppni. Byggist hún á sömu hug- mynd og klippimyndasamkeppni sem safnið hefur áður haldið. Markmið samkeppninnar er að auka skilning, þekkingu og áhuga al- mennings og nemenda á teikningu sem listformi. Hvetja má foreldra sér- staklega til að ýta við listrænu ung- viði sínu en grunnskólanemum í 7. bekk og á unglingastigi (8.-10. bekk- ur) um land allt er boðið að taka þátt í samkeppninni svo og almenningi 16 ára og eldri. Samkeppnin felst í því að senda inn teikningu á pappír sam- kvæmt verkefnalýsingu (stærð, efni, o.s.frv.). Veitt verða vegleg verðlaun í hvorum flokki, auk heiðursins af því fá að sýna í safninu en alls verða 60 verk valin úr innsendum teikningum til sýningar í F-sal Hafnarhúss. Skila- frestur er til 1. nóvember. Teiknisamkeppnni Teikningar Keppnin er kjörið tæki- færi fyrir listræna unglinga. Áhugi almenn- ings vakinn Það er alltaf gaman að skreppa í sveitina og njóta þess sem þar er í boði. Ekki tekur nema rétt rúman klukkutíma að renna austur fyrir fjall og líta inn á Kaffi Kletti í Reykholti í Biskupstungum. Í kvöld ætlar að stíga þar á pall trúbadorinn Rúnar Gunnarsson og spila fyrir gesti og gangandi. Í tilefni af komu hans verð- ur „happy hour“ milli klukkan ellefu og eitt og einhver tilboð á barnum. Fyrir þá sem ekki komast í kvöld þá ætlar Rúnar einnig að spila á morg- un, sunnudag, klukkan tvö. Endilega … … kíkið á Klett- inn í sveitinni Kósí Umhverfi Kletts er notalegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.