Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ GuðmundurSigurjón Jóns- son fæddist á Ær- læk í Öxarfirði 8. júní 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi 18. október. Foreldrar hans voru Halldóra Gunnlaugsdóttir frá Hafursstöðum í Öxarfirði og Jón Sigfússon frá Ærlæk. Systkini Guðmundar eru Svava, f. 4. ágúst 1928, Sigfús, f. 2. febrúar 1930, d. 14. janúar 1999, og Oddný Rakel, f. 20. febrúar 1936, d. 21. júlí 2010. Fóst- urbróðir Sigurður Anton Jóns- son, f. 28. maí 1929, d. 30. júní 2011. Auk þess ólst upp með þeim Jóhann Hjartarson, f. 25. júní 1922, d. 18. mars 2010. Nú er Svava ein eftir af þessum systkinahópi. Árið 1956 kvæntist Guð- mundur Guðnýju Jónu Tryggva- dóttur frá Húsavík, f. 3. október 1927. Börn þeirra eru Jón Hall- dór, f. 1958, Soffía Guðrún, f. 1961, og Tryggvi Arnsteinn, f. 1964. Áður átti Guðmundur dóttur, Guðrúnu, f. 1951. Guðrún býr á Húsa- vík með manni sín- um, Gísla Halldórs- syni. Börn þeirra eru Brynhildur, Valgerður og Hall- dór Jón. Jón Hall- dór býr á Ærlæk ásamt konu sinni, Guðnýju Maríu Sig- urðardóttur frá Snartarstöðum. Börn þeirra eru Sigurður Ægir, Sigríður Harpa og Sylvía Dröfn. Soffía Guðrún var gift Kristjáni Þráinssyni frá Húsavík. Börn þeirra eru Guðný Jóna og Guð- mundur Þráinn. Soffía lést 1. júlí 2003. Tryggvi Arnsteinn býr á Akureyri ásamt konu sinni, Guðrúnu Torfadóttur frá Ak- ureyri. Börn þeirra eru Torfi Þór, Thelma Rut og Guðný Vala. Fyrir átti Guðrún son, Daníel Starrason. Barnabarnabörnin eru nú orðin sex. Útförin fer fram frá Skinna- staðarkirkju í Öxarfirði í dag, laugardaginn 29. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Það var ekki amalegt fyrir litla stelpu að fá að fara í sveitina á vorin til afa og ömmu á Ærlæk. Þar tók afi á móti mér á hlaðinu í vinnubuxum, köflóttri vinnu- skyrtu, gúmmískóm og í bláum anórakk með stórum vasa fram- an á. Í þessum vasa mátti finna ýmsar nauðsynjar eins og baggabönd og alltaf átti hann brjóstsykur til að lauma að mér. Þessa daga var ég eins og lítill andarungi og fékk að fylgja afa hvert sem hann fór, hvort sem það var að vitja um net upp við Hafurstaði, smala fé við Víðines eða gefa öndunum. Þetta voru frábærar stundir fyrir lítið stelpuskott, sem fannst eins og hún væri miðdepill athyglinnar. Ekki er gott að vita hvort okk- ar talaði meira en við vorum sammála um það síðar, að við bæði værum reynslunni ríkari. Ég var nú reyndar ekki ein um það að hafa verið í sveit hjá þér, því það voru alltaf nokkrir piltar hjá þér líka á vorin sem höfðu gott af dvölinni hjá þér. Enda hafðir þú mjög gott lag á ungu fólki og talaðir við það sem jafn- ingja. Þú hafðir stóra og góða nærveru og það fór ekki framhjá manni ef þú varst í nágrenninu, maður gat hreinlega gengið á hljóðið, því þú hafðir sterka og mikla rödd. Þegar þú svo sást mig komstu askvaðandi og kysstir mig hressilega og til- kynntir öllum viðstöddum hver ég væri. Þetta var nú aðeins pín- legt rétt á meðan ég var ungling- ur, en ég kunni svo sannarlega að meta þetta síðar. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig reiðan eða skipta skapi því vissulega hafðir þú skap. Í minningunni ertu alltaf brosandi og að gera að ganni þínu og grín- ast eitthvað og alltaf hlæjandi. Elsku afi: Takk fyrir allar fal- legu minningarnar sem ég á úr sveitinni, þær geymi ég og þær hafa klárlega gert mig að betri manneskju. Hvíl í friði. Þín afastelpa, Brynhildur Gísladóttir. Elsku afi minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég trúi ekki að ég eigi aldrei eft- ir að rekast á þig úti við fjárhús eða koma í kaffi til ykkar ömmu á Ærlæk I. Þú vildir alltaf það besta fyrir okkur barnabörnin og varst líka svo ólýsanlega stoltur þegar við afrekuðum eitt- hvað. Þú varst svo ánægður þeg- ar þú fékkst afrit af einkunna- spjöldunum, sást okkur sýna leikrit eða syngja uppi á sviði. Einhvern tímann í fyrra eða hittiðfyrra fann ég möppu heima hjá ykkur þar sem þú hafðir skráð hjá þér lítil gullkorn og gömul afrit af einkunnaspjöldum barna og barnabarna þinna. Þeg- ar ég las það sem var í þessari möppu fann ég fyrir svo mikilli væntumþykju af því þú varst svo innilega góður og stoltur afi. Líf- ið verður ekki eins án þín. Það er svo erfitt að kveðja þig og ég mun aldrei, svo lengi sem ég lifi, gleyma þér. Ég mun sakna þín ólýsanlega mikið, elsku besti afi minn, en ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert. Ég veit að þú munt alltaf fylgjast með okkur og óska okk- ur alls hins besta. Vertu sæll, afi minn. Sylvía Dröfn. Elsku afi minn. Þá var þinn tími kominn, þá varst þú kallaður á brott. Mikið sakna ég þín. Ég á margar minningar þar sem þú átt hlutverk. Sem barn rölti ég með þér um fjárhúsin og sinnti bústörfum, tók þátt í sauð- burði og göngum. Alltaf hafðirðu nóg að gera og aldrei var logn- molla í kringum þig. Þú fæddist og ólst upp á Ærlæk í Öxarfirði, bjóst þar allt þitt líf og hafðir mikla ást á heimahögunum. Þér þótti sjaldnast ástæða til að fara úr Ærlækjarlandi. Örlítið af þeirri ást hef ég erft því alltaf hefur mér þótt best að koma heim í Ærlæk til ömmu og afa. Þar var alltaf mikill gesta- gangur og nóg að hafa fyrir stafni en samt svo mikil ró og friður. Ég man eftir ófáum ökuferð- um um sveitina þar sem við lög- uðum til og tíndum upp rusl meðfram vegunum. Við fórum margar veiðiferðirnar upp að Hafurstaðavatni og veiddum sil- ung, ýmist í net eða á stöng. Þrjú sumur bjó ég hjá ykkur á Ærlæk og vann sem landvörður í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljú- frum. Mikið þykir mér vænt um þann tíma. Sögurnar sem þú sagðir mér af svæðinu gat ég notað í göngurnar mínar og vitn- aði ég óspart í þig. Þér var mjög umhugað um mig og okkur barnabörnin. Ósjaldan keyrðir þú með nest- ispakkann til mín ef ég gleymdi honum eða komst við með súkkulaðistykki eða eitthvað að drekka ef þú sást mig vinna ein- hvers staðar úti við. Oft fann ég þig í fjóshlöðunni þegar ég kom heim, þar gastu eytt miklum tíma. Þú hugsaðir mikið um öryggi okkar allra. Vildir vita að við værum komin á leiðarenda og í örugg hús. Þú vildir vita hvar þú hafðir þitt fólk. Oft þegar við töluðum í síma sagðir þú að þú vildir að ég vissi að þú hugsaðir til mín til Danmerkur. Ég vissi það. Þú safnaðir og skrifaðir niður ljóð, sögur og teikningar eftir mig sem barn. Þær dróstu fram eftir að ég varð fullorðin og sýndir mér. Þú varst svo stoltur afi og mér þótti svo vænt um að vera barnabarnið þitt. Í sumar kom ég heim til Ís- lands og var mánuð með ykkur á Ærlæk. Þá var ég nýbökuð móðir og kom heim með þá 6 mánaða strákinn minn til að láta skíra hann og giftast Henningi mínum. Þú gast fylgst með litla Krist- jáni Storm leika sér á gólfinu í langan tíma og hafðir gaman af. Þegar ég var eitthvað að ves- enast með litla strákinn minn sagðir þú mér að þetta væri mikil vinna en bættir svo við að hún borgaði sig, því börnin væru það besta. Þessi orð þín snertu mig mjög og ég mun allt- af muna þau og tóninn í rödd- inni þinni. Þú sagðir okkur barnabörn- unum oft sögur af þínum yngri árum og mig grunar að þú hafir kryddað þær vel, því skemmti- legar gátu þær verið. Sögurnar af þér í löggunni, á rjúpnaveið- um, hvernig uglan varð að stof- ustássi, álfunum/huldufólkinu í hólunum og ýmsar aðrar eru minnisstæðar. Þú varst svo glettinn þegar sá gállinn var á þér, blikkaðir, rakst út úr þér tunguna og kink- aðir kolli með prakkarasvip drengs í augunum. Elsku afi, þegar mesta sorgin er yfirstaðin á ég eftir að minn- ast þín með bros á vör og gleði í hjarta. Ég á eftir að segja mín- um börnum og jafnvel barna- börnum frá afa mínum á Ærlæk og þeim góða tíma sem við átt- um saman. Guðný Jóna Kristjánsdóttir. Guðmundur Sigurjón Jónsson Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN RÍKARÐSDÓTTIR, Öldugranda 15, varð bráðkvödd á heimili sínu. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Guðmundur Helgi Bragason, Inga Sólveig Steingrímsdóttir, Dagmar Bragadóttir, Bjarni Finnbogason, Bjarki Bragason og ömmubörn. ✝ Öllum þeim sem vottuðu Gunnarsstaða- bóndanum virðingu og sýndu hluttekningu við andlát og útför GUNNARS HALLDÓRSSONAR, Gunnarsstöðum, færum við okkar bestu þakkir. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, AGNARS R. HALLVARÐSSONAR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Magnúsína Ólafsdóttir, Ómar R. Agnarsson, Kristín M. Sigurðardóttir, Hallvarður Agnarsson, Guðrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, FRANKLÍN FRIÐLEIFSSON, Nónhæð 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 2. nóvember kl. 11.00. Heiðbjört Harðardóttir, Sólveig Franklínsdóttir, Ernir Kr. Snorrason, Valgerður Franklínsdóttir, Andri Már Ingólfsson, Halla Ágústsdóttir, Franklín Ernir, Alexander Snær og Viktor Máni. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálpsemi vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og afa, SIGURÐAR ÁSGEIRSSONAR húsasmíðameistara, Dalhúsum 91, Reykjavík. Guðrún Björt Zophaníasdóttir, Heiða Lind Sigurðardóttir, Bjarni Ágúst Sigurðsson, Hildur Eva Sigurðardóttir, Ásgeir Jóhann Ásgeirsson, Aldís Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Steingrímsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Ívar Zophanías Sigurðsson, Ásta Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum Foss- vogi miðvikudaginn 12. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hulda Snorradóttir, Soffía Snorradóttir, Ásdís Lillý Snorradóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg háöldruð móðir okkar og ættmóðir fjögurra ættliða, Hansína F. Guðjónsdóttir, áður búsett á Grandavegi 47, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Skjóls fyrir dásamlega umhyggju og hlýju. Þökk sé öllum sem hafa sýnt vinar- og samúðarhug. F. h. afkomenda, Þröstur Sveinsson, Rúnar Sveinsson, Inga Björk Sveinsdóttir, Halldór Sveinsson. Það er mikill söknuður að missa þig elsku systir mín. Þú hringdir í mig á hverjum morgni eftir að ég flutti til Reykjavíkur og þótti mér alltaf svo vænt um það og gott að heyra í þér. Þið Jón voruð svo umhyggju- söm og tókuð okkur hjónin með Guðbjörg Kristjana Guðmundsdóttir ✝ GuðbjörgKristjana Guð- mundsdóttir fædd- ist í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp 23. desember 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 13. október 2011. Guðbjörg var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 26. október 2011. ykkur í Korpuúlf- ana, félagssamtök aldraða í Grafar- vogi, þar sem við eyddum mörgum stundum saman við spil, dans og golf. Þú varst einstök kona, ljúf og alltaf svo jákvæð og sást alltaf það besta í öllu og öllum. Það var sama hverju ég klæddist, þú hafðir allt- af orð á því hvað ég væri fín og falleg. Það lýsir þér vel. Ég hef alltaf litið upp til þín elsku stóra systir mín og nú ert þú á leið til hans Jóns þíns sem þú elskaðir svo heitt. Ég bið guð að blessa elskulegu börnin þín. Góða ferð. Þín systir, Þóra Benediktsdóttir. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.