Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ Magnús Guð-mundsson fæddist á Ásbjarn- arstöðum í Vestur- Húnavatnssýslu 30. júlí 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 17. október 2011. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorbjörn Sig- urgeirsson, f. 28. október 1894, d. 6. apríl 1977, og Valgerður Magnúsdóttir, f. 28. febrúar 1905, d. 9. maí 1994, en þau hófu búskap á Hvammstanga og áttu síðan heima á Drangs- nesi frá 1935. Magnús á einn bróður, Sigurgeir Helga Guð- mundsson, f. 18. ágúst 1932. Magnús kvæntist 24. apríl 1953 Sigurmundu Snæland Guðmundsdóttur, f. 11. júlí 1932, d. 21. janúar 1993, og bjuggu þau á Drangsnesi. Magnús og Sigurmunda eign- uðust þrjú börn, þau eru: 1) Valgerður Guðmunda, f. 20. Magnús og Sigurmunda í Hamravík hjá foreldrum Magn- úsar en gerðu síðar upp gamla og gluggalausa veiðarfæra- geymslu sem nú kallast Borg og bjuggu þar saman þar til Sigurmunda lést. Magnús sinnti fjölmörgum störfum um ævina. Fyrst við beitningar og sjó- mennsku frá Drangsnesi, þá sinnti hann verslunar- og skrif- stofustörfum hjá Samvinnu- félaginu Björgu á Drangsnesi um árabil, sá um skipa- afgreiðslu Ríkisskipa, kenndi við Barnaskólann á Drangs- nesi, var lengi ökukennari, annaðist umboð fyrir trygg- ingafélag og í 32 ár var hann með olíuumboð fyrir Shell á Drangsnesi. Árið 1965 hóf hann störf hjá Vegagerð rík- isins og frá 1970 til 1996 starf- aði hann sem vegaverkstjóri og síðar rekstrarstjóri Vegagerð- arinnar í Strandasýslu. Magnús tók þátt í ýmsum félagsstörfum á sinni ævi. Hann tók þátt í starfi ungmennafélags, sat í hrepps-, skóla-, hafnar- og sóknarnefndum á Drangsnesi auk þess að stunda dans og syngja í kórum. Útför Magnúsar fer fram frá Drangsneskapellu í dag, 29. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. ágúst 1950, gift Ásbirni Magn- ússyni, börn þeirra eru Sigurmunda Hlín, Magnús Öl- ver og Þuríður. 2) Guðmundur Björg- vin, f. 1. febrúar 1952, kvæntur Guðrúnu Guðjóns- dóttur, börn þeirra eru Ragnheiður Birna, Drífa og Magnús. 3) Sigríður Birna, f. 12. apríl 1958, gift Arinbirni Bernharðssyni, börn þeirra eru Arnar, Bernharð og Tinna. Sambýliskona Magnúsar frá 1996 er Ester Úranía Friðþjófs- dóttir. Fyrstu æviárin bjó Magnús á Hvammstanga og í Hafnarfirði en flutti til Drangsness árið 1935. Eftir grunnskólanám lauk hann námi við Héraðsskól- ann á Reykjum í Hrútafirði. Hann fékk réttindi í leigu- bifreiðaakstri og sem ökukenn- ari auk fjölmargra námskeiða í vegagerð. Í fyrstu bjuggu Elsku vinur. Nú er komið að kveðjustund eftir langa baráttu við alzheimersjúkdóminn sem tók smátt og smátt frá þér lífs- viljann og þrekið. Þú varst svo sterkur og þolinmóður og hélst lengi öllum þínum persónuein- kennum í veikindunum. Okkar kynni hófust fyrir sex- tán árum, dansinn leiddi okkur saman og öll þau áhugamál sem við áttum sameiginleg. En við höfðum bæði áhuga á ferðalög- um, söng og dansi. Við sungum bæði í kórum og höfðum gaman af því að dansa. Við fórum í söng- ferðalög saman, bæði innanlands og erlendis. Við kynntumst svo mörgu góðu fólki en þú varst svo fljótur að laða að þér fólk enda áttirðu marga góða vini. Þú varst svo traustur, tryggur og góður vinur. Einnig ferðuðumst við mikið innanlands og á ferðalög- unum okkar varstu alltaf með myndavélina. Þú tókst mikið af myndum og sást oft margar furðuverur í klettum og lands- lagi. Einnig voru myndir af flest- öllum kirkjum landsins í mynda- safni þínu. Þú varst mjög fróður um land- ið og sagðir mér svo margt um vegi og fjöll á ferðum okkar um landið. Þar sem atvinna þín tengdist vegagerð og ferðalögum varstu mjög fróður um allt sem tengdist því og mikið áhugamál hjá þér. Á þeim tíma sem þú vannst við vegagerð urðu miklar breytingar á vegagerð á Íslandi og þú mjög stoltur af þeim breyt- ingum og framförum sem urðu á þínum starfstíma. Þú naust þess mikið að dansa og fara á dansleiki. Þú varst mik- il dansari og söngmaður enda hélstu söngröddinni fram undir það síðasta. Ég á þér mikið að þakka en þú gafst mér svo mikið af gleði og hlýju. Okkar tími saman var ynd- islegur og minningin um þig mun ylja mér. Ég vil þakka starfsfólkinu á Eir, sem annaðist þig vel og veitti þér mikla og góða umönn- un fram til síðasta dags. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Guð blessi minningu þína. Þín Ester Úranía. Nú þegar Magnús tengdafaðir minn hefur ekið veginn á enda vakna með mér minningar um mann sem var traustur, tryggur og vandvirkur. Þegar ég kynnist Magnúsi er hann í blóma lífsins, heimilisfaðir og vegaverkstjóri hjá Vegagerð- inni. Heimilið var eins og um- ferðarmiðstöð þar sem margir komu að erinda við Magnús. Hann rak bensínstöð og var með tryggingaumboð auk vegaverk- stjórnar sem var honum mjög hugleikin. Simma kona hans stóð vaktina í eldhúsinu heima og í vegavinnuskúrunum, sem var starfsvettvangur þeirra á sumr- in. Magnús var verkstjóri hjá Vegagerðinni í mörg ár og stjórnaði uppbyggingu vega um alla Strandasýslu allt norður í Árneshrepp. Þar kunnu þau hjónin vel við sig, það kom alltaf annar hljómur í rödd hans þegar talað var um dvölina þar. Það var stundum ágreiningur um vega- lögn, verktaka, bílstjóra og þess háttar sem reyndi mikið á hann, en honum þótti vænt um alla þessa menn og bar virðingu fyrir þeim og skoðunum þeirra. Hann var trúr sínum yfirmönnum, bar mikið traust til samstarfsmanna sinna og mynduðust oft sterk vinabönd á milli þeirra. Skrif- stofa Vegagerðarinnar var lengi á heimili þeirra hjóna. Þar hljóm- aði talstöðin frá morgni til kvölds: „Veghefill 75, hvar ert þú Jói? Skipti.“ Þá var verið að ryðja snjó eða hefla vegi í sýsl- unni. Vinskapur og traust manna var honum mikið hjartans mál, skólabræður frá Reykjaskóla voru oft í umræðunni, gamlir vegagerðarmenn og sveitungar. Hann var mikill Drangsnesingur og fór ekki í felur með það og vildi byggðinni allt hið besta. Milli hans og Geira bróður hans var mikil og góð vinátta. Magnús var myndarlegur á velli, sterkbyggður og þrekmik- ill, hafði gaman af íþróttum og hafði mikið keppnisskap. Magn- ús og Simma voru glæsileg hjón sem nutu vináttu og trausts sam- ferðamanna. Þau ferðuðust mik- ið um landið, tóku mikið af myndum, fóru í ferðir til útlanda með vegagerðarmönnum og skemmtu sér vel. Hann var barn- góður og naut þess að fylgjast með barnabörnum sínum, lék og talaði mikið við þau. Það var Magnúsi mikið áfall þegar Simma lést fyrir 18 árum. Þá fannst mér honum oft líða illa, en hann kvartaði aldrei yfir sínu hlutskipti í lífinu. Hann fluttist suður og hélt áfram að vinna hjá Vegagerðinni í hlutastarfi, stundaði dans með eldri borgur- um og söng með kórum. Þegar við Sigga vorum að byggja hjálp- aði hann okkur mikið og hafði gaman af látunum í kringum það. Árið 2002 greindist hann með Alzheimer. Eftir það fer að halla undan og leggst hann inn á Hjúkrunarheimilið Eir í febrúar 2007 þar sem hann naut góðrar umönnunar. Eftir að hann flutt- ist suður bjó hann um árabil með Ester Úraníu Friðþjófsdóttur. Ég mun minnast Magnúsar sem heiðarlegs keppnismanns sem vildi hafa allt sitt á hreinu og skulda engum neitt. Minning Magnúsar lifir með okkur. Arinbjörn Bernharðsson. Elsku afi minn, þá er komið að kveðjustundinni okkar. Mikið er ég þakklát fyrir það að börnin mín fjögur fengu að kynnast þér og hitta þig. Ég á ótal minningar, elski afi, um okk- ur frá því að ég var lítil stelpa á Drangsnesi og ég á líka fullt af fallegum minningum eftir að ég varð fullorðin og kom með mína fjölskyldu að heimsækja þig. Mínar minningar tengjast vega- vinnunni og skúrunum og þegar ég var lítil stelpa og fékk að fara með þér til Reykjavíkur þá fræddir þú mig um alla sveitabæi, hóla og hæðir á leið- inni og þótti mér alltaf gaman að fara með þér í bíl. Alltaf varstu svo yndislegur við okkur þegar við komum í heimsókn í Hvassaleitið til ykkar Esterar. Núna ert þú búin að fá hvíldina þína, elsku afi minn, og kveð ég þig með miklum söknuði. Ég er svo glöð að hafa getað heimsótt þig síðustu dagana þína hér og haldið í höndina þína, tal- að við þig og verið með þér. Ég á eftir að sakna þín, elsku afi minn, en samt er ég þakklát fyrir það að þú hafir fengið hvíld- ina frá erfiðum sjúkdómi sem fylgdi þér síðustu árin og kveð ég þig með þessum fallega texta og trúi því að nú sért þú kominn heim. Er völlur grær og vetur flýr, og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit, sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart yfir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig, sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Afi minn, við kveðjumst núna og við hittumst seinna á nýjum stað. Með ást, þín afastelpa, Drífa og hennar fjölskylda. Það eru forréttindi að hafa fengið að umgangast afa og ömmu jafnmikið og ég fékk að gera. Ég fékk að fara með þeim í útilegur í Vaglaskógi, í sumarbú- staði hér og þar, og alls konar sem ég man ekki eftir, því ég var svo lítill. En þegar maður er lítill þá líka getur maður laumast. Ég laumaðist einu sinni inn í stofu hjá ömmu og afa á Borg. Senni- lega var ég í einhverjum njósna- leik og sá að afi var að kíkja í vín- skápinn. Þangað var mér bannað að kíkja, en það var skrítin lykt úr skápnum. Stuttu seinna sá ég afa kyssa ömmu á munninn og halda utan um hana. Þau sáu mig örugglega ekki, ég var svo lítill þá. Þetta fannst mér skrítið. En í dag finnst mér það fallegt. Þeim þótti svo vænt hvoru um annað. Það var gaman að ferðast með ömmu og afa um landið, og afa eftir að amma dó. Hann þekkti landið svo ótrúlega vel. Þegar ég var lítill fannst mér afi svo klár að vita alltaf hvað næsti bær sem við keyrðum framhjá héti, löngu áður en skiltið við bæinn kom í ljós. Hann vissi líka hverjir bjuggu þar og hvernig hafi geng- ið að leggja veginn sem við keyrðum. Svo vissi hann hver það var sem heflaði veginn síð- ast. Ég held að Jói Skúla hafi verið uppáhaldsveghefilsstjórinn hans, svo mér fannst það bara líka. Þegar jafnaldrar mínir héldu upp á einhverja fótbolta- menn hélt ég sko upp á veghef- ilsstjóra og vörubílstjóra. Það voru hetjurnar mínar, en ég var líka svo lítill þá. Svo fannst mér alltaf spenn- andi þegar afi fór í eldhúsið á kvöldin. Hann blandaði nefnilega saman alls konar mat sem var til í ísskápnum og leyfði mér að smakka. Kannski rúgbrauð með smjöri, gráðaosti, reyktum rauð- maga og kannski einhverri sósu líka, þetta var alltaf gott hjá afa. Þegar ég svo fór að prófa þetta sjálfur síðar tókst mér alls ekki nógu vel upp. BBQ-sósa á rjóma- ís er t.d. ekkert góð blanda. Þetta var alltaf best hjá honum. Afi hafði marga góða siði sem margir landsmenn hefðu mátt læra af honum, þar á meðal ég. Þar má nefna að taka aldrei lán, heldur að safna sér fyrir hlut- unum áður en þeir eru keyptir. Að halda dagbók til að skrá lífs- hlaup sitt er líka góður siður, sem getur komið sér vel þegar rifja þarf upp liðna tíð. Það er líka góður siður að temja sér ná- kvæmni. Aldrei skildi ég þó af hverju afi straujaði sokkana af jafnmikilli nákvæmni og skyrt- una, nú eða af hverju hann straujaði sokkana yfirhöfuð! Að horfa upp á fólk líða þján- ingar er erfitt. En að horfa upp á afa sinn þjást er enn erfiðara. Því hafa undanfarin ár reynst erfið fyrir fjölskylduna. En nú er loks- ins komið að leiðarlokum og ég er þess þakklátur að afi hafi fengið hvíldina löngu. Ég held að amma hafi beðið hans lengi, og kannski kyssast þau núna og halda utan um hvort annað, eins og ég sá þegar ég var lítill að laumast í stofunni hjá þeim. Ég vona það. Arnar Arinbjarnarson. Það er erfitt að kveðja afa sinn, minningarnar eru fjölmarg- ar allt frá því ég var lítill strákur. Það var samt ekki fyrr en í kringum aldamótin síðustu sem ég kynntist afa fyrst almenni- lega, ungi sveitastrákurinn kom stundum einn til Reykjavíkur og gisti hjá afa og Ester. Við sátum oft saman á kvöldin og afi sagði mér gamansamar sögur og fór- um yfir málin, borðuðum krydd- köku og drukkum sykurlaust appelsín með. Ég sá síðan yfir- leitt um að koma sjónvarpinu í lag og afi reyndi að kenna mér að strauja ýmsan fatnað í staðinn. Ég hugsa til þessara tíma með hlýju í dag, þetta var svo stuttu áður en veikindin fóru að gera vart við sig. Ég kveð þig með miklum söknuði elsku afi minn. Magnús Guðmundsson. Magnús Guðmundsson, sam- býlismaður tengdamóður minn- ar, fékk loks hvíld eftir langvinn veikindi. Mér er minnisstætt þegar Ester kynnti Magnús fyrir okkur, vegavinnuverkstjóra af Ströndunum frá Drangsnesi. Magnús var þannig að við fyrstu kynni líkaði manni vel við hann. Hreinn og beinn, einlægur og traustur persónuleiki. Magnús stóð fyllilega undir þessu mati þegar kynni okkar urðu nánari og hann öðlaðist á skömmum tíma mikla virðingu innan fjölskyldunnar. Hann var mjög nákvæmur og hafði áber- andi sterka réttlætiskennd og hlýja nærveru. Setti ekki á langa orðræðu til þess að koma skoð- unum sínum á framfæri, en öll- um var fyllilega ljóst hverjar þær væru. Hann fylgdist vel með ástand- inu í samfélaginu, en var þó um- fram allt vegavinnumaður og fylgdist vel með á þeim vett- vangi. Landið er dýrmætasta eignin. Maður býr ekki til land. Þess vegna varðveitir maður land. Þar getur maðurinn lifað og framfleytt sér. Það eru verðmæti að hafa þessi viðhorf, kunna að lesa náttúruna og vinna með henni þau auðæfi sem hún gefur. Ég hafði gengið nánast alla slóða Hornstandanna þegar við Magn- ús kynntumst, í samtölum okkar fann ég fljótt að mat okkar á náttúrunni og virðing fyrir henni var gagnkvæm. Sól og blíða var ekki endilega forsenda þess að hægt væri að njóta útiverunnar. Víðáttan og vegleysurnar voru uppsprettur á margskonar andans glímum og vangaveltum. Strandirnar bjóða upp á margbreytilegt umhverfi. Fuglalíf er með fádæmum fjöl- breytt. Á klettum úti fyrir ströndinni eru selir ósnortnir af ys og þys þjóðfélagsins eða liggja á klettunum horfandi í stóískri ró upp í himinhvolfið. Refur sést víða og þarf hann ekki að hafa mikið fyrir lífinu, fuglinn nánast flýgur upp í hann. En svo fór að sækja að Magn- úsi minnisleysið sem leiddi hann inn á hjúkrunarheimilið Eir. Hann var þar á sama gangi og mamma, þannig að við Helena hittum hann oft. Magnús hélt sinni virðingu alla tíð, var alltaf jafneinlægur þó svo sjúkdómur- inn tæki hann sífellt sterkari tök- um. Við kveðjum góðan vin með söknuði. Þökkum fyrir margar góðar stundir og þau forréttindi að hafa fengið að verða samferða honum þennan tíma. Við Helena sendum Ester, bróður Magnúsar og börnum hans og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. form. Rafiðn- aðarsambandsins. Það voru sorgartíðindi sem bárust mér til eyrna seinnipart dags þann 17. október, Magnús Guðmundsson frá Drangsnesi hafði látist fyrr um daginn. Til- finningarnar voru blendnar. Andlát hans kom í sjálfu sér ekki á óvart, því að Magnús hafði nú síðari ár átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, en ei að síður fylltist hugurinn af söknuði og sorg þeg- ar ótal samverustundir rifjuðust upp. Það er sorglegt að Magnús skyldi þurfa að lifa síðustu ár ævinnar á spítala, eins hraustur og sprækur og hann var áður en hann veiktist. Frá unglingsárum mínum er mér mjög minnisstætt þegar þau hjón Magnús og Sigurmunda konan hans fengu sér sjónvarp, þau voru með þeim fyrstu, ef ekki fyrst til að fá sér sjónvarp á Drangsnesi. Það var mjög spennandi fyrir okkur að fá að koma og horfa á sjónvarpið hjá þeim. Ég man sérstaklega eftir því þegar myndin 79 af Stöðinni var sýnd, þá fylltist húsið af fólki, setið var í hverjum stól og marg- ir á gólfinu, það var troðið út úr dyrum og allir skemmtu sér kon- unglega. Maggi og Simma, eins og þau voru alltaf kölluð, voru gestrisin og elskulegt fólk og er ég mjög þakklátur þeim fyrir að krydda tilveru okkar. Magnús Guðmundsson var verkstjóri Vegagerðarinnar í Strandasýslu í mörg ár. Vorið 1971 auglýsti hann eftir unglingi til vinnu og sótti ég um og fékk starfið. Magnús var yfirmaður minn í rúm 20 ár, traustur maður í hvívetna og mikill vinur vina sinna. Hann var góður stjórnandi og var annt um okkur sem unn- um hjá honum í Vegagerðinni. Það var Magnúsi mikils virði að menn hans væru duglegir og vandvirkir, að verkin væru vel unnin. Það var mikið ævintýri fyrir ungling að koma inn í samfélag eins og Vegagerðin var á þessum árum. Vegagerðarskúrarnir voru okkar annað heimili yfir sumar- tímann og Magnús var oft á tíð- um með 12 til 15 vörubílstjóra og 5 til 7 vélamenn svo það var oft mikið fjör í skúrunum og eitt og annað var látið fjúka yfir kaffi- bolla. Simma var ráðskona í skúrunum nánast allan þann tíma sem þeim var haldið úti á þessum árum. Hún var indæl og góð kona, glettin og brosmild við okkur karlana sem vorum í fæði hjá henni og með henni var dótt- irin Sigga sem byrjaði að hjálpa til um leið og hún gat og hafði aldur til. Maturinn var frábær hjá þeim mæðgum og ég man að þær bökuðu nánast allt kaffi- brauð sem á borð var borið, þær voru rómaðar fyrir góðgerðirnar og raunar stórmerkilegt hvað þær gátu töfrað fram úr jafn ófullkomnu eldhúsi! Við sem unnum í Vegagerðinni hjá Magn- úsi og bjuggum í skúrunum vor- um eins og ein stór fjölskylda. Við fórum með Magnúsi um alla Strandasýslu enda var mikil uppbygging á vegum í sýslunni á þessum árum. Vinnusvæði hans náði frá Brú í Hrútafirði og norð- ur í Árneshrepp. Magnús var fróður um örnefni á svæðinu og öllu verklagi í vegagerð sem ég lærði af honum, og er margt að þakka. Nú þegar Magnús er allur kemur upp í hugann þakklæti fyrir þá vináttu og hlýhug sem hann bar til mín og minna alla tíð. Ástvinum Magnúsar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Guðmundssonar. Kær vinarkveðja, Jóhann B. Skúlason. Meira: mbl.is/minningar Magnús Guðmundsson • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.