Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Það er ávinningur fyrir byggð- arlagið þegar ungt fólk snýr aftur heim á æskustöðvarnar með starfs- krafta sína og menntun, eftir margra ára búsetu fjarri heima- byggðinni, en sú er raunin hér á Þórshöfn nú í seinni tíð. Til starfa komu leikskólastjóri, kennari, skrif- stofustjóri og snyrtifræðingur sem opnaði nýverið snyrtistofu á staðn- um og fleira gott fólk, sem allt á rætur að rekja hingað á Langanes- ið og hefur nú sest að með fjöl- skyldur sínar. Margir nefna það sem stóran kost að vera laus við umferðarasann, svo ekki sé talað um tímann og kostnað sem fylgir því að þurfa að aka langar vega- lengdir til vinnu og með börn í gæslu.    Ágætri sumarvertíð er lokið hjá Ísfélaginu hér á Þórshöfn og mikil vinnutörn að baki, þar sem bæði heimafólk og aðkomnir keppt- ust við að bjarga verðmætum og lögðu þar nótt við dag. Vertíðin var sérstök að því leyti að sjaldan eða aldrei hefur jafnhátt hlutfall aflans farið í frystingu, um 97% af 13.000 tonnum af síld ásamt makrílfryst- ingu svo þarna urðu til verðmætar afurðir til manneldis. Ísfélag Vest- mannaeyja hefur staðið vel að upp- byggingu fyrirtækisins á Þórshöfn og nú stendur yfir bygging á ket- ilhúsi og gufukatlar hafa verið end- urnýjaðir. Fyrsta loðnan á vetr- arvertíðinni kom á land í vikunni og fór í bræðslu en bolfiskvinnsla verður í frystihúsinu þar til loðna kemur í einhverju magni.    Eftir annríki sumars og hausts er tími til að létta sér upp en und- irbúningur er hafinn fyrir Smala- bita bændanna og sameiginlega há- tíð björgunarsveitar og leikfélags sem báðar verða í nóvember með matarveislum, skemmtidagskrá og dansleikjum.    Framhaldsskóladeildin í Menntasetrinu hóf þriðja starfs- árið sitt í haust í nýju og stærra húsnæði en þar er Þekkingar- netið einnig til húsa. Rúmt er nú um nemendur og starfsfólk og húsnæðið býður upp á stækk- unarmöguleika. Skólinn er deild frá Framhaldsskólanum á Laug- um og þar stunda nú sjö nem- endur nám á fyrsta og öðru ári en mikils virði er fyrir nem- endur að geta lokið fyrstu tveimur árum framhaldsnáms í heimabyggð. Unga fólkið snýr aftur heim Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir Framhaldsskóli Vel fer um nemendur og starfsfólk Menntasetursins í reisulegu húsinu sem heimamenn nefna Hávarðsstaði. Athafnakonan og frumkvöðullinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tók á fimmtudag á móti viðurkenningu frá alþjóðlegu samtökunum TI- AW (The International Alliance of Women). Þórdís Lóa hlaut við- urkenninguna fyrir fræðslu, hvatningu og stuðning í þágu kvenna í frumkvöðlastarfsemi. Afhending viðurkenning- arinnar fór fram í Washington. Þórdís Lóa er félags- og fjöl- miðlafræðingur og félagsráðgjafi með MBA-gráðu í alþjóðastjórn- un. Hún á og rekur Pizza Hut í Finnlandi og á Íslandi ásamt Pétri Jónssyni. Hún er stjórn- arformaður í Finnsk-íslenska við- skiptaráðinu. Hún leiðir fjárfest- ingarfélagið Naskar ehf. og situr í stjórn Naskur ehf. og Fresko ehf. Þórdís Lóa sat í stjórn Fé- lags kvenna í atvinnurekstri, FKA, 2008-2010. Viðurkenning fyrir hvatningu kvenna Stolt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir athafna- kona tekur við viðurkenningu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Rauði kross Íslands hefur opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 vegna jarðskjálftans sem reið yfir Tyrkland. Þegar hringt er í núm- erið bætast 1.500 kr. við næsta sím- reikning. Tugþúsundir Tyrkja sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum þurfa á tafarlausri hjálp að halda. Þeir hafast við undir berum himni, og fer hitastig niður fyrir frost- mark á nóttunni á þessum slóðum. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni sem hljóðar upp á 1,3 milljarða íslenskra króna til þess að styrkja neyðaraðstoð Rauða hálfmánans í Tyrklandi. Einnig er hægt að styrkja hjálp- arstarf Rauða krossins með því að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Reuters Eyðilegging Gríðarleg eyðilegging er víða á skjálftasvæðunum í Tyrklandi. Rauði krossinn veit- ir aðstoð í Tyrklandi SÍBS hefur stofnað samstarfshópinn Annað líf ásamt sjúklingasamtökunum Hjartaheillum, Félagi nýrnasjúkra og Samtökum lungnasjúklinga. Hópurinn hefur það að markmiði að efla umræðu um líffæragjafir og fá samþykkt á Al- þingi lög um „ætlað samþykki“ fyrir líffæragjöfum, en ætlað samþykki felur í sér að einstaklingar eru sjálfkrafa líffæragjafar nema þeir óski annars. Fjöldi Íslendinga hefur öðlast annað líf eftir að hafa þegið líffæri, segir í frétt frá SÍBS. Annað líf mun gangast fyrir fjölmiðla- og fræðsluátaki um líffæragjafir, sem nær hápunkti í málþingi um líffæragjafir í febrúar nk., þar sem fagfólk, líffæraþegar og gjafar og aðstandendur taka þátt. Samstarfshópur um líffæragjafir STUTT „Þetta hefur mælst vel fyrir og leyst mörg af þeim málum sem óánægja var með,“ segir Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi Isavia, um flutning komufarþega Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar með rútum á milli bygg- inga. Vegna ósamræmis í reglum í Evr- ópu og Ameríku þurftu farþegar sem komu frá Bandaríkjunum og Kanada að fara í gegnum öryggisleit við kom- una til landsins. Gangurinn á milli suðurbyggingar flugstöðvarinnar og aðalbyggingar er svo þröngur að ekki er hægt að skipta honum til að leiða komufarþega aðra leið inn í af- greiðslusal en biðfarþega sem bland- ast öðrum farþegum í flugstöðinni. Þegar mikið var að gera urðu bið- raðir við öryggisleitina og tafir og var iðulega kvartað undan því. Friðþór segir að mögulegt sé að leysa þetta með því að byggja við húsið en það hafi verið talin of mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Málið var leyst með því að gera nýjan út- gang á suðurbyggingu og nýjan inn- gang á afgreiðslusal þar sem tösk- urnar eru afhentar og rútur látnar flytja farþegana á milli. Þetta fyr- irkomulag hófst haustið 2010 og gekk vel í sumar, að sögn Friðþórs. Keypt- ar voru tvær hentugar rútur í verk- efnið. helgi@mbl.is Vandamálið leyst með tveim rútum  Iðulega kvartað undan biðröðum við öryggisleitina og töfum sem fylgdu þeim Morgunblaðið/Þorkell Koma Farþegar frá Ameríku fara lengur í öryggisleit við komuna til landsins. Sigling í Suðurhöfum           www.excellentia.is La ora na e maeva!                Tahiti eyjaklösunum, sem spanna gríðarstórt svæði, á við stærð Evrópu og telja um 118 eyjar. Þetta er hin sannkallaða paradís; kristalstær Kyrrahafslón í ótal bláum litbrigðum, skrautlegir hitabeltisfiskar spriklandi rétt við yfirborðið, drifhvítar kórallastrendur og eilíft sumar. Excellentia býður lúxussiglingu með Princess Cruises skipafélaginu á þessar heillandi slóðir í Suðurhöfum þann 27. janúar næstkomandi. Princess skipafélagið er rómað fyrir glæsilega hönnun og frábæra þjónustu. Skipafélagið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar m.a. fyrir vandaðar ferðaáætlanir og aðbúnað um borð. Ferðatilhögun:  Flug Icelandair þann 27. janúar til Parísar. Gist eina nótt.  Flug Air Tahiti Nui þann 28. janúar um Los Angeles til Papeetee. Lent seint um kvöld þann 28. janúar.           Haldið til baka með flugi Air Tahiti Nui þann 7. febrúar um Los Angeles og París  Lending í Keflavík þann 9. febrúar. Möguleiki á framlengingu á lúxushóteli í Papeete í 2 nætur eftir siglingu. Verð frá: 495,000 kr   Áætlaðir flugvallaskattar samtals 96,000 kr. Innifelur:                   tveggja manna klefa, afþreyingu um borð og íslenska fararstjórn. Takmarkaður fjöldi, Verð háð gengi og getur breyst án fyrirvara. Papeete - Huahine -Rangiroa -Raiatea -Bora Bora -Moorea !       " www.excellentia.is Bókunarsímar: 552 0550 og 898 6883

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.