Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ Haukur Ást-valdsson fædd- ist í Fljótum í Skagafirði 25. sept- ember 1950. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninn á Sauðárkróki 24. október 2011. For- eldrar hans voru Ástvaldur Kristján Hjálmarsson, f. 13.6. 1921, d. 4.10. 2002, og Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 8.5. 1931, d. 17.7. 2008. Systkini Hauks eru: Sveinn, búsettur á Siglufirði, f. 1953, maki Sigríður Skarphéð- insdóttir. Reynir, búsettur í Keflavík, f. 1957. Kári, bjó í Ólafsfirði, f. 1956, d. 15.1 2002. Lilja, búsett á Siglufirði, f. 1960, maki Pétur Bjarnason. Sig- urjóna, búsett í Garðabæ, f. 1966, maki Bjarni Stefánsson. Krist- ján, búsettur á Selfossi, f. 1974, maki Sylvía Dröfn Eðvaldsdóttir. Eiginkona Hauks er Sigurlína Kristín Krist- insdóttir, f. 1958. Dætur þeirra eru 1) Sigríður Ásta, f. 1978, synir hennar og Friðriks Helga- sonar eru Árni Ey- fjörð, f. 1999, og Ástvaldur Eyfjörð, f. 2002. 2) Kristrún Heiða, f. 1979, maki Andri Gunnarsson. 3) Hugrún Lilja, f. 1990, unnusti Elfar Már Viggós- son. Haukur var fæddur og uppal- inn í Fljótum í Skagafirði. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og hóf síðan búskap á Deplum í Stíflu vorið 1974. Haukur bjó á Deplum til vors 2011 en síðustu mánuðina dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útför Hauks fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag, 29. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Kom kvöldið ljúfa kært er þér að fagna. Eftir annir dagsins allar raddir þagna. Ljúft er þá að lúta lögum öllum þínum, manni er hljóður heldur heim, frá störfum sínum. Sezt er sól við tinda sindrar glóð í skýjum. Rökkrið landið lykur ljúft í örmum hlýjum. Dýrar kvöldsins daggir drekka grös á engi. Bikar loka blómin, blunda rótt og lengi. Sofnar fugl í sefi, söngva nýja dreymir meðan myrkurhafið mjúkt um dalinn streymir. Allt er fagur friður, fyrirheit og bænir. Hjúpast værðarvoðum vellir fagurgrænir. Dalnum djúpa skýlir dökkur næturvængur. Nú er gott að geta gengið rótt til sængur. Blærinn hefur boðið blíður góðar nætur öllum þeim er aftur árla rísa á fætur (Pétur Aðalsteinsson) Elsku vinur, ef okkur er orða- vant segjum við: „Að tala er silfur – að þegja er gull.“ Þú ert vanur að bíða – ég kem. Lína þín. Sigurlína Kristinsdóttir. Það þótti forðum gott að gista Róm og ganga fyrir páfans herradóm í von um grið, um gjöf í þeirri mynd, sem gæti breyska leyst frá allri synd. En þér var aldrei þörf á slíkri för, og þér gaf lífið önnur betri kjör, því ungur gekkst þú guði þeim á hönd, sem gistir sjálfur bóndans heimalönd. Á hálflendunni hófst þú ungur bú, varst heill í þinni gömlu barnatrú. Að góðum verkum gekkst þú jafnan einn með guði þínum, sæll og hjartahreinn. Þú lést þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit. Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öðrum hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. í heimi þínum gekk þér allt í vil. Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. Og engin rödd gat rósemd þinni breytt. Af rausn var öllum gestum þínum veitt, því enginn kom, sem ekki sá og fann, að æðri máttur hafði snortið hann. Þeim laut þín sál, er lífgar grös og blóm, en lét sér fátt um páfans herradóm. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Við þökkum bróður okkar sam- fylgdina og sendum Línu og fjöl- skyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Megi allir góðir englar vaka yf- ir ykkur á erfiðum tíma. Sveinn, Reynir, Lilja, Jóna og Kristján. Komið er að kveðjustund kæri Haukur og í huganum dansa minningarnar. Við systur eigum minningar tengdar þér og góðum stundum frá því að við vorum litl- ar stelpur, þegar þú dvaldir hjá okkur veturlangt í Kirkjuvegin- um. Þann vetur varð til ævilöng vinátta og virðing. Þótt við værum ungar þennan vetur lærðum við að spila, m.a. kasínu sem enn er spiluð og eiginmenn okkar spila núna við okkur. Við lærðum að leggja kapal og okkur var bannað að svindla, okkur grunar samt enn þann dag í dag að stundum þegar kapallinn gekk upp hjá þér hafi kannski örlítið verið hliðrað til. Matartímarnir þar sem þú, eins og sannur stóri bróðir, reynd- ir að ala af okkur matvendnina eru líka ógleymanlegir. Sérstak- lega þegar þið pabbi settuð upp leikritið að nú værir þú á leið með okkur á grasafjall og þar yrði bara boðið upp á saltkjöt og kjötsúpu og þér stökk ekki bros fyrr en við vorum orðnar alveg sannfærðar um að þetta væri heilagur sann- leikur. Þá kom glottið, síðan bros- ið og jafnvel skellihlátur og við áttuðum okkur á því að þetta var stríðni. En lengi gastu haldið áfram með stríðnina og oft tók það langan tíma að átta sig á því hvort þér var í raun alvara eða ekki. Þegar við eltumst tóku við heimsóknir inn að Deplum með pabba og mömmu. Þar skelltum við okkur upp á efri hæðina og lás- um, hlustuðum á ykkur fullorðna fólkið ræða landsmálin og er okk- ur minnisstætt hversu vel lesinn og rökfastur þú varst. Það er reyndar ákaflega sterk minning sem okkur finnst lýsa þér vel: rök- fastur en víðsýnn og stríðinn. Þú varst ekki þessi týpa sem er með læti eða hávaða, heldur þessi sem laumar inn stríðninni og bíður síð- an rólegur, þar til við áttuðum okkur á því hvað var í gangi. Og ef við áttuðum okkur ekki á því, þá kom það bara næst þegar við hitt- umst. Þá var hlegið saman. Hitt- ingur í réttunum, keyrt við á Deplum bara til að kíkja eða henda einhverju inn, þetta gerði pabbi og oft fylgdi einhver okkar með. Eftir að pabbi dó passaðir þú alltaf upp á að við fengjum villi- mannahangikjöt fyrir jólin, grátt inn við beinið og bragðmikið – þá gátu jólin komið. Hin síðari ár, fal- leg vinátta ykkar mömmu, löngu símtölin ykkar þar sem þið virtust geta rætt hvað sem var og iðulega sagði hún okkur frá því hversu ómetanleg þessi vinátta var henni. Eftir hvert símtal bar hún okkur kveðjur frá þér, þú vildir vita hvað við værum að bardúsa og þú fylgdist með okkur þótt heimsóknunum fækkaði. Þú varst alltaf hluti af fjölskyldunni eftir veturinn góða í Kirkjuveginum. Elsku Lína, þú varst og ert sálufélagi Hauks. Missir þinn og dætra ykkar, Sigríðar Ástu, Kristrúnar og Lilju, er mikill. Við hugsum til ykkar allra og fjöl- skyldna ykkar og sendum ykkur okkar fallegustu hugsanir, við vit- um að sorgin er mikil. Við minn- umst Hauks þar sem hann stend- ur á hlaðinu, umkringdur fjöllum og með grænu túnin allt í kring, brosandi. Arna, Anna, Sigríður og Soffía, Sveins- og Bjarkardætur. Elsku Haukur. Ég veit að núna ertu farinn á góðan stað og þér líð- ur miklu betur. En það er samt alltaf sárt að kveðja einhvern sem er búinn að vera hluti af lífi manns síðan maður var krakki. Allar stundirnar sem ég átti á Deplum eru vel geymdar, þú hafðir alltaf jafngaman af því að heyra hlátra- sköllin í mér og Lilju alla leið upp á loft og spjalla við okkur um heima og geima við eldhúsborðið meðan þú drakkst teið þitt og borðaðir kryddkökuna. En þegar ég hugsa um Hauk á Deplum þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvað bílferðirnar með þér voru notalegar, þú varst mjög öruggur bílstjóri og fórst ekki hratt yfir, það var alltaf mjög hlýtt og notalegt, og oftast spil- aðirðu alíslenska tónlist með Álftagerðisbræðrum eða eitthvað í þeim dúr, sem gerði bílferðina eftirminnilega og góða og maður komst allaf örugglega á áfanga- stað. Minninguna um Hauk á Depl- um mun ég alltaf geyma. Stefanía. Haukur Ástvaldsson, yndisleg- ur vinur og nágranni, er fallinn frá langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við veikindi. Við vorum bjartsýnir félagarn- ir þegar hann kom með mér suður fyrir hartnær ári. Hann ætlaði að vinna á þessu meini. Hann setti sér markmið og barðist hetjulega. Mér eru líka minnisstæð samtölin okkar í fyrravetur þar sem hann var svo kátur með að hafa náð þeim markmiðum sem hann setti sér og hann ætlaði að berjast áfram. Ég fann það árið 2002 þegar ég kynntist Hauki og Línu frænku minni að við ættum eftir að eiga góðar stundir saman í Stíflunni. Nærvera þeirra, hugulsemi og greiðvikni verður seint fullþökk- uð. Það fór ávallt vel á með okkur Hauki. Það var alltaf gott að leita til hans ef aðstoðar eða ráðlegg- inga var þörf, hann var bæði fróð- ur og hollráður. Það er dýrmætt en ekki sjálf- gefið að maður fái tækifæri í lífinu til að kynnast og eiga samleið með fólki sem hafði eins góða nærveru og Haukur hafði, hann lét manni líða vel og honum var ekki sama. Hann hafði áhuga á því sem við vorum að gera og spurði frétta úr bænum. Hann talaði við börnin okkar eins og fullorðið fólk og sýndi þeim væntumþykju. Þannig var Haukur. Þær eru margar góðar stund- irnar sem við höfum átt undanfar- in níu ár. Það varð strax góður vinskapur á milli okkar og góðar stundir sem við áttum saman, hvort sem það var í eldhúsinu á Deplum, í fjárhúsunum eða í kaffi- sopa heima á Knappsstöðum. Ég var svo heppinn að fá að hjálpa til við sveitastörfin annað slagið og taka þátt í göngum og réttum á haustin sem verið hefur ómiss- andi þáttur hjá fjölskyldunni. Haukur var ávallt boðinn og búinn að hjálpa til ef við vorum í stórum verkum. Oft kom hann með vélarnar og aðstoðaði okkur. Mér er minnisstætt í fyrstu vetr- arferðinni okkar í sveitina að þeg- ar við renndum í hlaðið á Knapps- stöðum eftir mikið basl í erfiðri færð var búið að moka heimreið- ina og hreinsa burtu allan snjó þannig að það hefði verið hægt að fara úr skónum. Þetta gerði Haukur þegar hann frétti af ferð- um okkar norður. Foreldrar mínir sem hafa dval- ið í Stíflunni langdvölum yfir sum- arið undanfarin ár sakna góðs ná- granna og vinar. Okkur eru sérstaklega eftirminnilegar, sum- arið 2010, þær mörgu samveru- og gleðistundir sem við áttum saman. Lífið í Stíflunni verður öðruvísi án hans. Ég átti góða stund með Hauki í ágúst þar sem við báðir áttuðum okkur á því að það var ekki mikið eftir. Við ræddum það sem við höfðum gaman af, sauðburðinn frá í vor og væntanlegar göngur. Þá var gaman hjá okkur. Ég þakka fyrir þessa stund. Við söknum hlýju, velvildar og hjálpsemi góðs vinar. Elsku Lína og fjölskylda, Guð veri með ykkur í sorginni og styrki ykkur á erfiðum tímum. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Knappsstöðum, Dagur Jónasson. Það tifar þetta tímans hjól og mér finnst þegar ég lít til baka ekki svo langt síðan við Haukur á Deplum vorum samtíða í Bænda- skólanum á Hólum. Þó eru þetta víst orðin rúm fjörutíu ár. Við Haukur höfðum ekki hist fyrr en þarna á Hólum og þar hófst okkar vinátta sem hefur haldist í gegn- um árin og það er mikils virði að eiga slíkan vin. Haukur var alla tíð bóndi í eðli sínu og það lá alltaf ljóst fyrir að hann ætlaði sér að fara að búa, annað kom aldrei til greina. Hann hóf búskap á Deplum vorið 1974 og þar bjuggu þau hjónin, þar til í vor sem leið, er þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Haukur var bóndi af lífi og sál, það var sá starfsvettvangur sem hann valdi sér ungur að árum og þar lágu hans áhugamál. Hann bjó með sauðfé og ræktaði það af alúð og natni og hafði góðar afurðir af búinu. Síðastliðið ár barðist Haukur við illvígan sjúkdóm og smám saman dró af honum og þegar ég heimsótti hann fyrir nokkrum dögum var ljóst að bar- áttan var að enda. Haukur var einn þeirra manna sem berast ekki mikið á og hann var ekki að trana sér fram. Hann sóttist ekki eftir metorðum í líf- inu, en það sem hann tók að sér, því sinnti hann vel og hann var traustur og trúr í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. En það er oft snjóþungt í Stífl- unni og því gátu veturnir verið langir og erfiðir þegar vindar blésu og það snjóaði dögum sam- an. Þá voru vegirnir ekki mokaðir um leið og birti til, en þá gripu menn til skíðanna sem voru nauð- synleg hér fyrr á árum og síðan komu vélsleðarnir sem voru mikið þarfaþing. En það er fallegt í Stíflunni á sumrin og mikil veð- ursæld, og eftir langan og harðan vetur var vorið kærkomið og þá gleymdust fljótt hríðar og harð- indi, þegar sólin hellti geislum sín- um yfir sveitina sem var þeim hjónum svo kær. En Haukur og hans góða kona, Sigurlína Kristinsdóttir, vissu al- veg hvernig vindar blésu í Stífl- unni, enda bæði alin þar upp. Þau kvörtuðu ekki þótt vetur væru harðir og mikil snjóalög, þau vissu alveg að hverju þau gengu og þau báðu enga að kenna í brjósti um sig. Og búskapinn stunduðu þau af dugnaði og þrautseigju og á Deplum var snyrtimennska jafn- an í hávegum höfð. Haukur var greindur og vel lesinn og hann hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og hvikaði þá hvergi. Við ræddum oft um landbúnað og honum fannst stundum að dvölin á Hólum hefði skilið frekar lítið eftir hjá mér um þau málefni. Og röksemdir mínar ristu sjaldan mjög djúpt að hans mati og þar hafði hann oftast á réttu að standa. Haukur var vel hagmælt- ur en hann flíkaði því ekki, enda ekki mikið fyrir að hampa eigin verðleikum. Hans vettvangur var heima á Deplum, þar undi hann sér best og þar átti hann sínar djúpu rætur, því hann var mikill Fljótamaður. Og hann var stoltur og þakklátur fyrir það hlutskipti sitt, að hafa fengið að alast þar upp og eiga þar heimili þar til yfir lauk. Við hjónin færum Hauki hjartans þakkir fyrir vináttu á liðnum árum og sendum Línu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Minning þín lifir kæri vinur. Pálmi Rögnvaldsson. Haukur Ástvaldsson ✝ Ólafur Árnasonvar fæddur á Hnjóti í Örlygshöfn, Rauðasandshreppi, þann 19. apríl 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar 19. október 2011. Foreldrar hans voru Árni Magn- ússon, bóndi að Hnjóti og síðar verkamaður á Pat- reksfirði, f. 20 apríl 1885 á Hnjóti, d. 19. mars 1962 á Pat- reksfirði, og kona hans Arn- fríður Thorlacius Erlendsdóttir, f. 14. apríl 1885 á Brjánslæk, Barðastrandarhreppi, d. 23. sept- urveig Árnadóttir, f. 20. nóv- ember 1918, d. 4. desember 1924 og Erlendur Árnason, f. 12. maí 1920, ókvæntur og sá eini sem eftir lifir af systkinunum. Ólafur ólst upp á Hnjóti við almenn sveitastörf en upp úr tvítugu hóf hann nám í múrarariðn hjá Guð- jóni Inga Kristjánssyni og lauk sveinsprófi í Hafnarfirði 1948. Múraraiðn varð hans ævistarf og var starfsvettvangur Ólafs á Pat- reksfirði og í nágrannasveit- arfélögunum. Munu margir kannast við handverk hans á þeim slóðum. Hann var afar vandvirkur múrari og góður kennari en Ólafur tók að sér fjóra múraranema á sinni starfs- ævi. Útför Ólafs fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 29. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ember 1978 á Pat- reksfirði. Ólafur var yngstur sjö systkina en þau eru: Sigríður Steinunn Trausta- dóttir, f. 15. janúar 1906, d. 28. október 1992, gift Aðalsteini Sveinssyni, Trausti Árnason, f. 13. októ- ber 1913, d. 19, maí 1981, kvæntur Sig- ríði Olgeirsdóttur frá Stykkishólmi, Magnús Árna- son, f. 4. ágúst 1915, d. 30. apríl 1988, kvæntur Margréti Gunn- laugsdóttur, Fjóla Árnadóttir, f. 20. október 1916, d. 13. mars 1987, gift Jóni Sveinssyni, Sig- Kær vinur er genginn. Óli frændi lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 19. október sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Ólafur föðurbróðir minn á stóran sess í æskuminningum mínum og minnist ég þess þegar ég fékk að fara, þá strákpolli, með föður mínum og honum til stangveiða í Sauðlauksdal, inn að Ósum, í Haukabergsvaðalinn og víðar. Fórum við líka, ég þá orð- inn unglingur, ásamt fleiri Pat- reksfirðingum til laxveiða í Langadalsá í Djúpi, Haukadalsá og Laxá í Dölum um nokkurra ár skeið. Seinna, eftir að faðir minn dó, vorum við Óli yfirleitt saman um stöng í Laxá Í Dölum. Þetta voru skemmtilegar ferðir og minnisstæðar. Ég átti því láni að fagna að vera undir hans leiðsögn um nokkurra ára skeið er ég gerðist lærisveinn hans í múraraiðninni. Hann var afar góður leiðbein- andi og lagði sig m.a. fram um að sýna okkur nemum sínum rétta líkamsbeitingu við vinnuna og brýndi fyrir okkur vönduð vinnubrögð. Óli var ókvæntur og barnlaus og bjó lengst af einn. Hann var glaðvær og glettinn og fólk lað- aðist að honum. Oft þegar ég hringdi til hans var einhver vina hans hjá honum og oftar fleiri en einn. Var gott til þess að vita. Við sögðum stundum að heimili hans væri eins og félagsmiðstöð, svo gestkvæmt var þar. Anna og Árni, bróðursonur hans, bjuggu í næsta húsi og hafa þau ætíð verið honum mjög hjálpleg er hann þurfti á að halda. Óli varð eiginlega aldrei gam- all þótt árin hafi verið orðin 89. Hann var ungur í fasi og fylgdist vel með öllu, var aldrei upp á aðra kominn og vildi ekki valda öðrum fyrihöfn sín vegna. Hann hafði gaman af að umgangast börn og ungt fólk. Þau hafa vafa- laust verið mörg börnin sem áttu Óla sem vin. Þegar við hittum hann sl. sumar sáum við að rimla vantaði í girðinguna hjá honum og höfðum orð á því en hann sagðist hafa tekið úr nokkra rimla svo börnin á efri hæðinni hjá honum á Túngötunni þyrftu ekki að fara út á götuna þegar þau heimsæktu langömmu sína hinum megin girðingarinnar. Þetta lýsir umhyggju hans fyrir börnum vel. Óli vildi öllum vel og var nær- gætinn við þá sem minna máttu sín, bæði menn og málleysingja. Síðustu árin hafa samskipti okkar verið meiri um síma, löng og góð símtöl, um allt milli him- ins og jarðar. Samgöngur eru jú, stóran hluta ársins, ekki góðar milli Ísafjarðar og Patreksfjarð- ar. Högum okkar Stínu sýndi hann mikinn áhuga, fylgdist hann og vel með börnum okkar. Hann fylgdist vel með nafna sín- um og Katrínu í skíðakeppnum þeirra og var ekki annað að heyra en hann væri stoltur af þessu frændfólki sínu. Við hitt- umst þó alltaf á sumrin og nú síðast í júlí síðastliðnum er hann kom með okkur Stínu í sunnu- dagsbíltúr út í Kollsvík. Hittum þar vini og frændfólk og komum við í Minjasafninu að Hnjóti. Þessi dagur er okkur minnis- stæður, ekki grunaði okkur þá að við ættum ekki eftir að hitta hann aftur í þessu lífi. Nú fækkar mínu nánasta frændfóki á æskustöðvunum þegar Óli frændi er genginn. Við Stína minnumst hans með hlý- hug, söknuði og þakklæti. Erlendi bróður hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Árni Traustason. Ólafur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.