Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Margir eiga skemmtilegaræskuminningar frá þvíað hafa farið í sunnu-dagsbíltúr og fengið gómsætan ís í brauði. Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur er einn þeirra en hann hefur lengi vel prófað sig áfram með ísgerð í heimahúsi og verður leiðbeinandi á ísnámskeiði sem haldið er á vegum Endur- menntunar Landbúnaðarháskóla Ís- lands. „Ísferðirnar austur í Hvera- gerði eru minnisstæðar og svo líka þegar ég fór til ömmu og fékk ís og ávexti. Svo var líka spennandi að fara til útlanda og prófa alls konar hluti sem ekki fengust hér. Til að byrja með fengust bara íslenskar tegundir og tiltölulega fáar á þeim tíma. Það var t.d. alltaf spennandi að fá gamla pakkaísinn sem var skorinn niður í sneiðar,“ segir Jón Brynjar. Tobleroneís um jólin Ísáhugann segir Jón Brynjar þó fyrst hafa kviknað af alvöru þeg- ar hann fór að vinna í Emmessís 19 ára gamall. Hann vann um tíma við ísgerð í Danmörku og ákvað síðan að Heimatilbúinn ís með basil eða vanillu Ísgerð er skemmtileg og þarf ekki að vera svo flókin. Á ísgerðarnámskeiði kennir Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur fólki að búa til ís heima í eldhúsi. Nám- skeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja gera jólaísinn meira spennandi þetta árið. Jón Brynjar gefur hér uppskrift að jarðarberjaís úr Ísbókinni. 1,3 dl mjólk 4½ msk. undanrennuduft 1,3 dl sykur 2 matarlímsblöð ½ tsk. vanilludropar ½ l matreiðslurjómi 120 g fersk eða frosin jarðarber Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5-10 mínútur. Hitið und- anrennu og rjóma upp í 50°C. Blandið öllu saman við með töfra- sprota eða í blandara. Hitið upp í 75°C og kælið vel. Gert í ísvél: Frystið í ísvél samkvæmt leiðbein- ingum framleiðanda. Gert án ís- vélar: Hellið þunnu lagi af ísblönd- unni í málmskál. Setjið skálina í frystikistu í klukkustund. Takið skálina úr frystinum, skafið frá börmunum og hamist á henni með gaffli. Frystið aftur í hálftíma og endurtakið tvisvar til þrisvar. Gott er að þeyta ísinn með handþeyt- ara áður en hann er alveg frosinn. Jarðarberjaís UPPSKRIFT Cafe Mom er síða fyrir mæður á öll- um aldri sem eiga börn á öllum aldri. Þar gefst þeim kostur á að ræða sam- an, gefa og þiggja ráð, deila sögum af börnunum o.fl. Til að auðvelda mæðr- unum að tengjast geta þær valið að kynnast mæðrum á sínu reki, þ.e.a.s. mömmunum er skipt í flokka (tán- ingsmæður, mæður á tvítugsaldri, mæður á þrítugsaldri o.s.frv.) en einnig er skipt í hópa eftir því á hvaða aldri börnin eru (ungbörn, leik- skólabörn, grunnskólabörn o.s.frv.). Tilvonandi mæður eru auðvitað vel- komnar á síðuna. Á síðunni má finna fréttir og grein- ar um ýmislegt sem tengist börnum og uppeldi. Þá eru þar uppskriftir að góðgæti fyrir börnin og tillögur að hollum og góðum kvöldmat fyrir þær sem eru orðnar uppiskroppa með hugmyndir. Á Cafe Mom eru einnig umræðuþræðir sem gefa mæðrunum tækifæri til að ræða um hvað sem brennur á þeim. Vefsíðan www.cafemom.com Morgunblaðið/Ernir Hressar Á Cafe Mom geta mæður leitað ráða við öllu mögulegu. Fyrir mömmur á öllum aldri Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.