Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele eldhústæki Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Alcoa vill stækka á Reyðarfirði  Alcoa vill auka framleiðslu á Reyðarfirði um 40 þúsund tonn á ári  150 til 200 manns fengju vinnu á framkvæmdatíma  Fjölgað yrði um fimmtíu starfsmenn eftir stækkun  20 til 25 milljarða fjárfesting Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Alcoa á Reyðarfirði hefur hug á að stækka álverksmiðju sína á Reyð- arfirði og auka þannig framleiðsl- una um 40 þúsund tonn á ári. Þetta staðfesti Tómas Sigurðsson, for- stjóri Alcoa á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Tómas sagði að til þess að af stækkuninni gæti orðið þyrfti fyr- irtækið á um 40 megavöttum að halda í aukinni raforku. „Við eigum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í gær, þegar hann var spurður hvort Landsvirkj- un gæti selt Alcoa aukna orku: „Ég vil ekki tjá mig um málefni Alcoa, en ég get á hin bóginn greint frá því að við erum að vinna í því að klára ákveðin verkefni uppi í Kára- hnjúkum, Sauðárveitu og fleira, sem ráðist var í í sumar og verða kláruð á næsta ári. Við erum sem sagt að vinna að því að auka raf- orkuframleiðslu okkar á Kára- hnjúkasvæðinu.“ „Það er erfitt að meta það ein- mitt nú, hversu mörg störf yrðu til, til frambúðar, þ.e. eftir að búið væri að stækka, en við áætlum að það yrðu í kringum 50 störf,“ sagði Tómas. í samningaviðræðum við Lands- virkjun um möguleika á því að kaupa meiri raforku af þeim,“ sagði Tómas. Unnið í ákveðnum verkefnum Hann sagði að ef af yrði myndi Alcoa fjárfesta fyrir á milli 20 og 25 milljarða króna í verkefninu. „Það fengju svona 150 til 200 manns at- vinnu á framkvæmdatímanum, en þetta er jú sagt án allrar ábyrgðar, því hér er um gróft mat að ræða,“ sagði Tómas. Álverið Alcoa vill stækka álverið á Reyðarfirði, til þess þarf aukna raforku. Verulegur hópur fólks sem hefur verið lengi án atvinnu mun missa bótarétt sinn á næsta ári og þurfa á fjárhagsaðstoð viðkomandi sveitar- félags að halda. Samtals missa 882 einstaklingar bótarétt hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði um næstu ára- mót. Þar af eru 164 ungar konur með börn á framfæri. Kemur þetta fram í yfirliti frá hagdeild Alþýðusambands Íslands. Fólk missir nú rétt til atvinnuleys- isbóta eftir þrjú ár án vinnu. Rík- isstjórnin áformar að framlengja bótaréttinn í fjögur ár en þó þannig að þrír mánuðir verði bótalausir eftir að fólk hefur verið þrjú ár á atvinnu- leysisskrá. með velferðarráðherra um tillögu stjórnvalda. Atvinnuleysi mældist 6,6% í sept- ember og er því mikið í sögulegum samanburði en virðist heldur vera á undanhaldi. Þess ber þó að geta að frá hruninu 2008 hefur nettófækkun í landinu verið um 8.000 manns og ef þessi landflótti hefði ekki orðið væri atvinnuleysi um 9%. Alls eru Íslend- ingar á vinnualdri nú um 180 þúsund, samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar, þá er átt við þá sem eru starf- andi og þá sem eru atvinnulausir. Af þeim 882 sem hafa verið án vinnu í þrjú ár eru 179 á aldrinum 16-29, 373 eru á aldrinum 30-49 ára og 330 eru eldri en 50 ára. kjon@mbl.is Takist fólki ekki að fá vinnu kemur það í hlut sveitarfélaganna að sjá því fyrir framfærslu í þessa þrjá mán- uði. Sveitarfélög- in hafa lýst and- stöðu við þessa tillögu. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að þetta kalli á aukin útgjöld sveitarfélaga, en útgjöld þeirra vegna fjárhagsaðstoð- ar hafa aukist mikið eftir hrun. Sveitarfélögin hafa óskað eftir fundi Ungar konur að missa atvinnuleysisbótarétt  Sveitarfélög landsins andvíg því að hlaupa undir bagga Halldór Halldórsson Ákveðið hefur verið að Lands- dómur taki málið gegn Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráð- herra, til aðal- meðferðar 5. mars á næsta ári. „Það er gert ráð fyrir að aðal- meðferðin taki að minnsta kosti fjórar vikur,“ segir Geir. „Þetta mál mun því dragast á langinn, í hálft ár í viðbót en auðvit- að var þetta gert með samkomulagi verjanda míns, saksóknara og for- seta Landsdóms.“ Aðalmeðferð 5. mars nk. Geir H. Haarde Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglustjórans á Selfossi um að þrír menn sem handteknir voru með fíkniefni í sumarbústað í Árnessýslu á fimmtudag sættu gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, og einn í tíu daga. Dómurinn taldi nægilegt að marka varðhaldinu styttri tíma og úrskurðaði mennina alla í vikulanga gæslu. Mennirnir sem allir eru frá Lithá- en voru með 375 grömm af kókaíni í fórum sínum. Tveir þeirra eru bú- settir hér á landi en hinir tveir hafa aðeins verið á landinu í skamman tíma. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvernig efnið var flutt til landsins og hvort menn- irnir hafi lagt stund á sölu fíkniefna hér á landi. Ekki fallist á kröfur að fullu Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær en einungis er heimilt að veiða í alls níu daga sem eru helmingi færri veiðidagar en í fyrra. Nýttu því margir veiði- menn tækifærið í gær enda um er að ræða einu veiðihelgi tímabilsins þar sem heimilt er að veiða frá föstudegi og fram á sunnudag. Talið er að um fimm til sex þúsund skotveiðimenn gangi til rjúpnaveiða á Íslandi á ári hverju en samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar er veiðiþol rjúpunnar 31.000 fuglar. Á myndinni má sjá Kjartan Þór Þorbjörnsson rjúpnaveiði- mann en hann nældi sér í fimm rjúpur á Suðurlandshálendi í gær. Fyrsti dagurinn gekk ekki klakklaust fyrir sig því björgunarsveitir frá Borg- arfirði þurftu að bjarga tveim rjúpnaskyttum við Vikravatn. Skotveiðimenn ganga til fjalla Morgunblaðið/Golli Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær og þurfti strax fyrsta daginn að bjarga tveimur skyttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.