Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 23
Lára Björnsdóttir, formaður Vel- ferðarvaktarinnar, segir nið- urstöður lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands vera birting- arform kreppunnar og hún sér fyrir að tölurnar eigi einungis eftir að hækka á næstu árum. „Kreppa er eins og flóðbylgja sem eftirbylgjur fylgja lengi á eftir. Auðvitað geta aðgerðir bjargað þessu. Ef ríkisstjórnin myndi ákveða myndarlega að fara inn í aðstæður þessara fjöl- skyldna sem standa verst og ef þessar aðgerðir sem hafa verið settar af stað myndu virka yrði þetta til skemmri tíma. En ég óttast að þessar tölur muni ekki lækka fyrr en eftir einhver ár,“ segir Lára. Mestar áhyggjur hefur Lára af barnafólki en að sögn hennar var fjárhagsvandi fátækra barnafjölskyldna, einkum ein- stæðra foreldra, efst á blaði í síðustu tillögum Velferðarvakt- arinnar til stjórnvalda. Tölur Hagstofunnar um slæman fjár- hag einstæðra foreldra koma henni ekki á óvart. Tölurnar munu hækka EINS OG FLÓÐBYLGJA FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 56 96 8 10 /1 1 * Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost” á Kronborg og sigling um síkin með Jazzbandi Michael Böving. KAUPMANNAHÖFN AÐVENTUFERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA VERÐ 99.900 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI (AUKAGJALD FYRIR EINBÝLI: 13.400 KR.) Við ætlum að komast í sannkallaða danska jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar 4.–7. desember. Icelandair skipuleggur ferðina í samstarfi við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmunds- son og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Þetta verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum okkur um í borginni og upplifum eitt og annað skemmtilegt undir fararstjórn Emils Guðmundssonar. + Bókanir á www.icelandair.is/hopar (númer hópsins er 1359) og nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða með því að senda tölvupóst á hopar@icelandair.is + Athugið að félögum Vildarklúbbs Icelandair stendur til boða að nota 15.000 Vildarpunkta sem 10.000 kr greiðslu upp í pakkaferð. Skúli Hansen skulih@mbl.is Rúmlega helmingur íslenskra heim- ila á í erfiðleikum með að ná endum saman. 31,6% heimila álitu húsnæð- iskostnað vera þunga byrði og 15,2% heimila töldu greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána eða leigu vera þunga. Tæp 40% heimila gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upp- hæð 160 þúsund með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum. Þetta er niðurstaða lífskjararannsóknar Hagstofu Ís- lands fyrir árið 2011 sem birt var í Hagtíðindum í gær Ef litið er á heildarmyndina þá sést að fjárhagsstaða heimilanna hefur versnað umtalsvert á síðustu árum. Greiðslubyrði og vanskil ann- arra lána en húsnæðislána hafa þó minnkað frá því á síðasta ári og er því undantekning hvað þetta varðar. Sé litið til meðalaldurs fullorðinna einstaklinga inni á hverju heimili þá kemur í ljós að þau heimili þar sem meðalaldurinn er á bilinu 30-39 ár eiga við mesta erfiðleika að stríða. Er þetta í samræmi við stöðu fyrri ára. Rúm 14% heimila með meðal- aldur á þessu bili höfðu lent í van- skilum með húsnæðislán eða leigu á einhverjum tímapunkti á síðustu 12 mánuðum, en tæp 40% heimila með þennan meðalaldur töldu húsnæðis- kostnað vera þunga byrði. Þessi heimili áttu jafnframt erfiðast með að ná endum saman en 59,4% þeirra áttu í erfiðleikum með það. Almennt séð virðist minni hætta vera á fjár- hagsvanda hjá heimilum eftir því sem meðaldur íbúanna hækkar. Þannig voru vanskil á húsnæðislán- um eða leigu lítil sem engin á síðustu 12 mánuðum hjá þeim heimilum þar sem meðalaldur er yfir 70 ár. Sam- bandið á milli aldurs og fjárhags- vanda gildir einnig um önnur lán en húsnæðislán. Sem dæmi má nefna að tæp 20% heimila þar sem meðalald- urinn var á bili 30-39 ár höfðu lent í vanskilum með önnur lán en hús- næðislán á síðastliðnum 12 mánuð- um, en slík vanskil voru nær engin hjá fjölskyldum þar sem meðaldur er 70 ár eða meira. Heimili þar sem meðalaldurinn er undir 30 árum áttu í mestu erfiðleikunum með að mæta óvæntum útgjöldum en tæp 59% slíkra heimila gátu ekki mætt þess háttar útgjöldum að upphæð 160 þúsund kr. Rúmlega 43% heimila með meðalaldur á bilinu 30-39 ár gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum á árinu. Allra verst er staðan hjá einstæð- um foreldrum en langflestir þeirra, 78,4%, áttu í erfiðleikum með að ná endum saman á síðustu 12 mánuð- um. Til samanburðar var þetta hlut- fall 56,2% árið 2009 og því er um að ræða rúmlega 22% fjölgun síðan þá. Rúm 18% einstæðra foreldra höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu og 28% þeirra höfðu verið í vanskilum með annars konar lán. 67,5% einstæðra foreldra gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upp- hæð 160 þúsund. Barnlaus heimili standa best Barnlaus heimili þar sem fleiri en einn fullorðinn eru búsettir standa best að vígi en þannig heimili virðast hafa meira fjárhagslegt svigrúm en önnur. Þannig gátu rúm 28% þeirra ekki brugðist við óvæntum útgjöld- um árið 2011 en 38% slíkra heimila áttu í erfiðleikum með að ná endum saman. Konur sem búa einar á heim- ili standa einnig betur að vígi en fólk á öðrum heimilum, þær eru ólíklegri en fólk á annars konar heimilum til þess að lenda í vanskilum, hvort sem er með húsnæðislán eða önnur lán. Samkvæmt niðurstöðum lífskjara- rannsóknarinnar voru íslensk heim- ili 123.100 á þessu ári en árið 2010 voru þau 124.600, samkvæmt lífs- kjararannsókn þess árs. Í Hagtíð- indum segir þó að fækkun heimila árið 2011 sé innan skekkjumarka. Lífskjararannsókn Hagstofu Ís- lands er hluti af samræmdri lífs- kjararannsókn Evrópusambandsins. 4.313 heimili voru í úrtaki rannsókn- arinnar árið 2011. Rannsóknin var framkvæmd síðastliðið vor og svar- hlutfall hennar var 75%. Staða heimilanna fer versnandi  Ný könnun sýnir að rúmlega helmingur allra heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman  Tæp fjörutíu prósent heimila gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 160 þúsund krónur Morgunblaðið/Ernir Fjölskylduhjálp Fjöldi fólks þarf að leita í viku hverri til hjálparstofnana. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Mér finnst þetta lýsa mjög alvar- legu ástandi og ég held að það sé áhyggjuefni til mjög langs tíma ef hagur heimilanna er að þróast með þeim hætti sem þarna kemur fram,“ segir Ólöf Nordal, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Að sögn Ólafar verður að fara að taka þetta mál alvarlega og setja á dag- skrá, en hún telur að úrræðin sem gripið hefur verið til af hálfu ríkis- stjórnarinnar dugi ekki. Ólöf bendir einnig á að það verði að grípa til skattalækkana sem og mun árang- ursríkari aðgerða til þess að draga úr húsnæðisskuldum heimilanna. Ólöf hefur áhyggjur af stöðu ein- stæðra foreldra en hún segir fjár- hagsstöðu þess hóps vera gríðarlegt áhyggjuefni. Hún telur það jafnframt vera mikið áhyggjuefni og hættu- merki að stór hluti landsmanna geti ekki mætt óvæntum útgjöldum. „Það eru þrjú ár liðin frá hruni og ástandið heldur áfram að versna, það er leitt að segja það en ég held að ef við hefð- um náð að grípa strax inn í þetta mál með því að auka hér tekjur þjóðar- innar og grípa inn í skuldavandann ættum við að vera farin að sjá aðrar tölur, en í stað þess sjáum við þessar stöðnunartölur og áframhaldandi hnignun þannig að það verður að horfast í augu við þetta mál,“ segir Ólöf sem auk þess tekur fram að allt- of langt hafi verið gengið í því að hækka álögur á fjölskyldur í landinu. Þungt víða í rekstri heimila „Ég held að þetta sé nú bara í takt við það sem menn hafa gert sér grein fyrir, það er mjög þungt víða í rekstri heimilanna og þær fjölskyldur og þeir aðilar sem eru að reyna að standa í skilum og halda sínu, það er ekki mikið til skiptanna og það er náttúrlega ljóst líka að margar af þeim ráðstöfunum sem liggja fyrir hjá Umboðsmanni skuldara varðandi endurfjármögnun á lánum eru ennþá ófrágengnar þannig að fólk er með sín mál óuppgerð og ókláruð,“ segir Lúðvík Geirsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og 2. varaformaður velferðarnefndar Alþingis, sem tók jafnframt fram að hann væri ekki bú- inn að kynna sér niðurstöður lífs- kjararannsóknar Hagstofunnar. Að sögn Lúðvíks skiptir miklu að ljúka þessum málum og tryggja það að þeir kjarasamningar sem voru gerðir í sumar verði til þess að bæta úr stöðunni. Lúðvík tekur fram að þó svo að skrið sé komið á þessi mál hjá Umboðsmanni skuldara þá liggi fyrir að það sé gríðarlega stór hluti mála enn óafgreiddur og ókláraður, en Lúðvík segir ástæðu þess vera m.a. að erindin komi mjög seint inn frá heimilunum. Hann bendir jafn- framt á að samfélagið þurfi á því að halda að menn komist í gegnum þetta á næstu misserum. „Velferðarnefnd- in er með þessi mál uppi á borði hjá sér núna og hefur verið að fara yfir þessa stöðu og þessar heimildir sem eru til vegna aðgerða gagnvart skuldastöðu heimilanna,“ segir Lúð- vík. „Áhyggjuefni til mjög langs tíma“  Stór hluti mála enn óafgreiddur Ólöf Nordal Lúðvík Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.