Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 43
DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Stökkbreytt lán og fleira Eitt af áhugamálum fjármálaráðherra er að gera landið varn- arlaust. Það kemur fram í því að Vinstri grænir vilja að Ís- land segi sig úr NATÓ og hafa boðað þjóðaratkvæða- greiðslu um það í þingsályktun- artillögu. Maður spyr ekki að um- hyggju VG að vilja skilja landið eftir óvarið og varn- arlaust. Þessi sami fjármála- ráðherra afhenti vogunarsjóðum bankana á silfurfati og skildi ís- lenska húsnæðiskaup- endur eftir á köldum klaka með stökk- breytt húsnæðislán. Enn má nefna að Steingrímur var and- vígur aðild Íslands að efnahagsbandalaginu áður en hann varð fjármálaráðherra en nú tekur hann þátt í því að stuðla að aðild landsins að þessu sama bandalagi. Fjármálaráðherra skiptir jafnoft um skoðun og sokka. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ást er… … að deila hjarta ykkar. VelvakandiGrettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ SEGIR EKKI ÞETTA ER UPPÁHALDS STAÐURINN MINN HELDURÐU AÐ ÉG GÆTI SLEGIÐ LENGRA EF ÉG VÆRI ÞYNGRI? AUÐVITAÐ, EF ÞÚ VÆRIR ÞYNGRI ÞÁ GÆTIRÐU SLEGIÐ BOLTANN MIKLU LENGRA ÞÁ ER ÉG TILBÚINN, ÉG SKELLTI Í MIG 12 KLEINUHRINGJUM ÉG VERÐ AÐ VIÐURKENNA AÐ ÉG KANN EKKI AÐ LESA GETURÐU MÆLT MEÐ EINHVERJU? JÁ, ÉG MÆLI MEÐ ÖNDINNI, SVEPPUNUM FRÁ FRAKKLANDI OG RÚSSNESKA KAVÍARNUM ER ÞETTA ÞAÐ GÓMSÆT- ASTA SEM ÞIÐ ERUÐ MEÐ? NEI... ...EN ÞETTA ER ÞAÐ DÝRASTA ÉG VIL AÐ ÞÚ KEYRIR EFTIR BRAUTINNI OG BEYGIR Á MILLI KEILNANNA REYNDU AFTUR OG Í ÞETTA SKIPTI ÁN ÞESS AÐ FELLA KEILURNAR ÁHORFENDURNIR VIRÐAST MJÖG HRIFNIR AF M.J. NÚ ER KOMIÐ AÐ MÉR! EN ÞAÐ ER EINN SEM KLAPPAR EKKI... EKKI VERA HRÆDDUR, MIG LANGAÐI BARA AÐ PABBI FENGI AÐ VERA MEÐ OKKUR Í ANDA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Í ellefu hundruð ár hafa íslenskarkonur helgað sig barneignum og heimilisstörfum, viljugar eða nauð- ugar, svo að miklu minna liggur eftir þær en karla í bókmenntum og sögu. Þrátt fyrir það lifir á vörum þjóð- arinnar margvísleg speki roskinna kvenna. Fyrsta dæmið, sem ég kann, er af Steinunni gömlu, frændkonu Ingólfs Arnarsonar, sem segir frá í Land- námu. Hún fór til Íslands og var með Ingólfi fyrsta vetur sinn. Hann bauð að gefa henni úr landnámi sínu Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. Hún vildi hins vegar ekki þiggja landið að gjöf, heldur „gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Annað dæmi er frá 12. öld, þegar Ragna, húsfreyja í Rínansey, sagði við Orkneyingajarl, Rögnvald kala Kolsson: „Fár er svo vitur, að allt sjái sem er.“ Skýrari orðum hefur vart verið komið að skeikulleika manna. Hin þrjú dæmin, sem ég nefni hér, eru frá öndverðri tuttugustu öld. Sigurður Nordal prófessor átti eitt sinn tal við ónefnda konu á Suður- landi. Hún sagði um frambjóðanda til þings: „Hann verður áreiðanlega kosinn.“ Hvers vegna? „Hann er fyr- ir neðan öfundina.“ Sesselja Sigmundsdóttir, hús- freyja í Rauðbarðaholti í Dölum, bjó á gamals aldri hjá framsóknarmann- inum Bjarna Jenssyni í Ásgarði. Þegar leið að þingkosningum 1923 spurði Bjarni: „Hvað ætlar þú að kjósa?“ Sesselja svaraði: „Ég kýs hann Bjarna frá Vogi.“ Bjarni var andstæðingur Framsóknarflokksins og í einu þeirra flokksbrota, sem síð- ar mynduðu Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni mælti: „Er hann eitthvað betri en hinir?“ Sesselja svaraði: „Já, hann heilsaði mér. Hinum sást yfir það. Og þeim getur sést yfir fleira.“ Ingileif Steinunn Ólafsdóttir, hús- freyja á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, hafði að orðtaki: „Sofðu, þegar þig syfjar, en vertu aldrei óvinnandi, meðan þú vakir.“ Hún var amma Kirkjubólsbræðra, sem kunnir voru á sinni tíð, Guð- mundar Inga skáldbónda, Halldórs bindindisfrömuðar og Ólafs skóla- stjóra. Inga Huld Hákonardóttir átti eitt sinn tal við frænku sína, Elínu Guð- mundsdóttur frá Stóra-Hofi á Rang- árvöllum, og hneykslaðist á bruðli stjórnmálamanna með almannafé. Elín svaraði: „Já, þeir eru fljótir að eyða því, sem þeir eiga ekki sjálfir.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Glúrnar gamlar konur Það lá vel á karlinum á Lauga-veginum þegar ég hitti hann við Frakkastíginn. Hann fór að tala um Kristin vagnasmið, kunnan borgara á sinni tíð. Hann byggði stórhýsið á Frakkastíg 12 og var afi Jóns E. Ragnarssonar hrl., sem var fjölfróður og hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hópi. Á háskóla- árum hans var oft kátt uppi í kvist- inum á stórhýsinu og fiskisagan flaug: Á Frakkastígnum fréttum við að færi einn með svanni. Vífin engin gefa grið gjörvilegum manni. Mætast þar nú stálin stinn sterki Jón og kerlingin, kvað karlinn með sérstöku lagi og dró seiminn á síðustu tónunum „kerl – ing – in“ og bætti við íbygg- inn: „Atli Heimir samdi stemm- una.“ Síðan leit hann upp í Holtið: Eins og drottning enn um sinn efra trónir kerlingin. Hún brosti til mín, bauð mér inn að borða grjónavellinginn. Grétar Snær Hjartarson sendi mér tölvupóst skemmtilegan, þar sem með öðru stóð þessi texti: „Karlakór Kjalnesinga fór í ferða- lag til Rússlands og Eistlands. Flogið var til Helsinki og þegar haldið var til Rússlands lagði for- maður kórsins, Guðmundur Guð- laugsson, áherslu á að kórfélagar héldu galsa sínum í sögulegu lág- marki þegar komið væri að landa- mærum Rússlands til þess að lenda ekki í einhverjum vandræðum. Kristján í 2. tenór gat ekki orða bundist: Felið þið allskonar flöskur og gras, formaður á þetta bendir. Ef sýnið þið galsa og gleðilegt fas í Gúlagið þá verðið sendir. Eftir góða daga í Rússlandi var haldið til Eistlands. Ferðin tók sex tíma en leið þó bara nokkuð fljótt við vísnagerð og söng. Guðmundur formaður setti hugsanir sínar í limru: Upp tónana kröftuga kreistum, á kórstjórann ávallt við treystum. Ansi áhugaverð þessi utanlandsferð enda sjaldgæft að syngja með Eistum.“ Vinur minn og bekkjarbróðir Ari Jósefsson skáld fór oft með þessa vísu Halldórs Kiljans, þegar þannig lá á honum: Eina jörð veit ég eystra sem áður í níðslu var, en nú er kostajörð kölluð, Kremlbóndinn situr þar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Efra trónir kerlingin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.