Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A 11 -2 37 1 Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Hvað ef? skemmtifræðslu og býður grunnskólanemum á sýningar í vetur. Um er að ræða uppistand og skemmtifræðslu fyrir unglinga, foreldra og kennara um málefni sem ungt fólk stendur frammi fyrir þegar það er að vaxa úr grasi. Með húmorinn og einlægnina að vopni er opnuð umræða um raunveruleika ungmenna á Íslandi og fjallað um mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál. Hvað ef? hefur hlotið fádæma góðar viðtökur og lof áhorfenda og þeirra sem vinna við forvarnir og fræðslu. Nú þegar hafa á þriðja þúsund nemendur og foreldrar séð þetta frábæra verk í boði Íslandsbanka. Verkið er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla sem ég hef upplifað. Frábær rússíbani og nemendur tala um atriðin lengi á eftir.“ Stefán Helgi „Þetta var geðveikt leikrit ...(:“ Guðrún „Þetta var mjög skemmtilegt og held að allavegana ég hafi lært eithvað á þessu :)“ Magdalena Myndskreyting: Kristján Þór / FÍT / dagsverk.is „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla sem ég hef upplifað“ BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Þorsteinn Laufdal leiðir í Gullsmáranum Að loknum 8 umferðum í sveita- keppni félagsins (af 13) þá leiðir sveit Þorsteins Laufdal en keppnin á toppnum er annars mjög jöfn og spennandi. Staða efstu sveita: Sveit Þorsteins Laufdal 150 Sveit Guðrúnar Gestsdóttur 136 Sveit Einars Markússonar 133 Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 132 Sveit Ármanns J. Lárussonar 130 Sveit Birgis Ísleifssonar 129 Bridsfélag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag lauk þriggja kvölda Butler-tvímenningi hjá Bridgefélagi Kópavogs. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson náðu bestum árangri það kvöld með 52 impa í plús. Efstir í heildrkeppn- inni urðu hins vegar Júlíus Snorra- son og Eiður Mar Júlíusson með 11 impa forskoti á annað sætið. Júlíus Snorras. - Eiður Mar Júlíuss. 72 Sigm. Stefánss. - Hallgrímur Hallgrímss. 61 Baldur Bjartmars - Sigurjón Karlsson/Hall- dór Þorvaldsson 61 Sveinn R Þorvaldss. - Hjálmar S Pálss. 38 Gísli Tryggvas. - Leifur Kristjánss. 36 Árni Már Björnsson - Heimir Tryggvas. 8 Næsta keppni er aðalsveitakeppn- in sem hefst fimmtudaginn 3. nóv- ember kl. 19 stundvíslega. Spilaðir verða tveir 14 spila leikir á kvöldi. Nú þegar hafa átta sveitir skráð sig en þeir sem vantar „væng“ geta haft samband við Þórð í s. 862-1794. Sú frétt var kunngjörð hinn 18. október sl., að Alcoa væri hætt við að reisa álver við Húsavík sem hug- myndir hafa verið uppi um síðan 2005. Í Morgunblaðinu birtist þann dag langt viðtal við Tómas Sigurðs- son, forstjóra Alcoa á Íslandi sem á og rekur álverið á Reyðarfirði. Í sama blaði birtist líka viðtal við Berg Elías Ágústsson, sveitarstjóra Norð- urþings, sem segir: „Erum miður okkar yfir þessum málalokum.“ Í viðtalinu er rakin saga hugmynda Alcoa um málið. Fram kemur að fyr- irtækið hafi lagt fram hugmyndir um 346.000 tonna álver sem yrði reist í fleiri en einum áfanga. Slíkt álver þarf um 5.360 GWh af raforku á ári, reiknað í orkuveri. Þetta er svipuð stærð álvers og Alcoa hefur nýlega reist á Reyðarfirði. Í viðtalinu segir Tómas: „Reynsla Alcoa af fjárfestingum á Reyðarfirði hefur verið mjög góð, en verkefnið á Bakka gengur ekki upp, einfaldlega vegna þess að það er ekki næg orka til staðar og verðið er ekki viðunandi fyrir nýtt álver.“ Eins og góðum forstjóra stórfyr- irtækis sæmir fer Tómas varlega þegar pólitík ber á góma. Morg- unblaðið spyr: „Hafði það ekki úr- slitaáhrif á það, að ekkert verður af því að álver Alcoa rísi á Bakka að ný vinstristjórn, ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók við völdum á árinu 2009? Þessu svarar Tómas svo: „Ég ætla ekki að segja úrslitaáhrif, en vissu- lega hafði það áhrif. Það hefur legið fyrir og komið æ skýrar í ljós að þessi ríkisstjórn hefur allt aðrar áherslur í atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu, en ríkisstjórnin sem við sömdum við í upphafi. Ríkisstjórnin er bara með aðra stefnu í orkuuppbyggingu en var við lýði þegar undirbúningur verkefnisins hófst og við hjá Alcoa virðum það.“ Í viðtalinu kemur einnig fram að gert er ráð fyrir að raforka til álvers á Bakka myndi að mestu koma frá jarðhita en ekki úr vatnsorku. Orka úr jarðhita er óvissu undirorpin þar til reynsla er komin á vinnslu hennar, sem óhjákvæmilega tekur tíma, en vatns- orkuna er unnt að meta fyrirfram. Þetta er mikilvægur munur sem seinkar ákvörðunum sem byggjast á jarðhita. Til eru áætlanir um virkjun Jökulsár á Fjöllum frá ármót- um Jökulsár og Kreppu austur í Fljótsdal. Þær sýna að sú virkjun gæti skilað 4.000 GWh/ári, sem er 75% af orkuþörf 346.000 tonna álvers. 25% þyrftu þá að koma úr jarðhita í Þingeyjarsýslu. Öryggi orkuafhendingar yrði með þessu móti mun meira frá upphafi en ef eingöngu er stólað á jarðhitavirkjanir, sem þurfa tíma til að sanna sig. Þá yrði líka að öllum líkindum mikill jarðhiti eftir í Þingeyj- arsýslu í „eitthvað annað“ sem ætti að falla þeim í geð sem helst vilja sjá „eitthvað annað“ en stóriðju. Þessi virkjun Jökulsár myndi ekki trufla áhorf ferðamanna á Dettifoss að sumri til. Hann er meira en 100 km neðan við inntaksstífluna og á þeim kafla kemur mikill hluti vatnsins við Dettifoss neðanjarðar inn í ána. Er ekki ástæða til að skoða þessa hugmynd í fullri alvöru? Það eru fleiri álfyrirtæki í heiminum en Alcoa. Slæmar fréttir – Alcoa hættir við að reisa álver við Húsavík Eftir Jakob Björnsson Jakob Björnsson » Til eru áætlanir um virkjun Jökulsár á Fjöllum frá ármótum Jökulsár og Kreppu austur í Fljótsdal. Þær sýna að sú virkjun gæti skilað 4.000 GWh/ári, sem er 75% af orkuþörf 346.000 tonna álvers. Höfundur er fyrrv. orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.