Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Martin Wolf, aðalhagfræðingurFinancial Times og einn virt- asti álitsgjafi heims um efnahags- mál, furðar sig á að Ísland láti sér detta í hug að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu:    Hvers vegna íósköpunum ættuð þið að ganga í samtök sem tekst jafn illa upp og Evr- ópusambandinu?“ spyr Wolf, og bætir við:    Hafið þið alls ekki tekið eftir þvíhvað er að gerast þar? Ísland myndi að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif, atkvæði þess yrði einskis virði í ákvörðunum sambandsins og svo gæti vel farið að það glataði stjórn á mikilvægum náttúruauðlindum sín- um vegna þess að þeir vilja ólmir komast í þær.“    Skiljanlegt er að Wolf þyki um-sókn Íslands um aðild að ESB óskiljanleg. Evrópusambandið hefur aldrei verið spennandi kostur fyrir Ísland enda hefur það ótal galla sem gott er að vera laus við en enga kosti fyrir Íslendinga. Þetta reiknings- dæmi hefur þess vegna alltaf verið einfalt.    Nú, þegar allt logar í Evrópu,jafnt í eiginlegri sem óeigin- legri merkingu, er hugmyndin um að sækjast eftir aðild enn fráleitari en fyrr.    Enginn veit hvaða ráð, ef nokkur,munu duga til að bjarga evr- unni eða hvort spár um að evran kunni að splundra ESB í heild sinni verða að veruleika.    Ástæða er til að vona það besta, enþað eina sem allir vita – nema að vísu íslensk stjórnvöld – er að full- komin óvissa ríkir um framtíð ESB. Martin Wolf „Hvers vegna í ósköpunum?“ STAKSTEINAR Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16 og sunnud. kl. 14–16 Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400. Listmuna uppboð Gallerís Foldar Síðustu forvöð Vefuppboð á erlendum verkum 25.10 – 14.11. 2011 John Lennon Veður víða um heim 28.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 2 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað Vestmannaeyjar 6 rigning Nuuk -3 heiðskírt Þórshöfn 8 súld Ósló 8 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 þoka Stokkhólmur 8 þoka Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 16 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 13 léttskýjað París 16 léttskýjað Amsterdam 13 alskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 9 alskýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 21 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 skúrir Róm 20 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal 5 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 8 skýjað Orlando 22 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:01 17:23 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 17:17 SIGLUFJÖRÐUR 9:01 16:59 DJÚPIVOGUR 8:33 16:50 Sigþór Sigurjónsson, veitingamaður og eig- andi Kringlukrárinnar í Reykjavík, lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspítala, aðfaranótt 26. október sl. Hann var fæddur í Reykjavík 12. júlí 1948, sonur Sigurjóns Jón- assonar og Kristínar Maríu Sigþórsdóttur. Sigþór útskrifaðist sem framreiðslumaður 1968 og starfaði lengi á Grillinu á Hótel Sögu. Árin 1980-82 var hann veitingastjóri á Löngulínu í Kaup- mannahöfn og stundaði nám í fyr- irtækja- og starfsmannastjórnun við Verslunarskóla Kaupmannahafnar. Seinna gerðist hann aðstoðarfram- kvæmdastjóri veitingasviðs Hótel Sögu og síðar framkvæmdastjóri veitinga- og framreiðslu á Hótel Borg og Broadway. Árið 1989 urðu þáttaskil þegar Sig- þór keypti Kringlukrána og hóf eigin veitingarekstur þar. Hann rak um skeið veitingahúsið Café Óperu og árið 2009 opn- aði hann veitingastaðinn Portið í Kringlunni. Sigþór var áhuga- maður um að efla veit- ingarekstur og ferða- þjónustu. Hann var virkur í fagfélögum framreiðslumanna og veitingamanna og sinnti ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar. Hann sat m.a. í samn- inganefnd, í fræðsluráði SAF og í starfsgreinaráði matvæla- og veit- ingagreina. Þá sat hann í stjórn Menntaskólans í Kópavogi sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftirlifandi eiginkona Sigþórs er Kristín Auður Sophusdóttir hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru Soph- us Auðun veitingamaður og Kristín María hönnuður. Andlát Sigþór Sigurjónsson Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Þorstein Húnbogason, fyrrver- andi sambýlismann Sivjar Friðleifs- dóttur, þingmanns Framsóknar- flokksins, til að greiða 270 þúsund krónur í sekt fyrir brot á fjarskipta- lögum. Þorsteinn sem var ekki við- staddur dómsuppkvaðninguna var þannig fundinn sekur um að hafa njósnað um Siv en hann lét setja ökurita í bifreið hennar. Í september á síðasta ári setti Þor- steinn búnað í bíl sinn, eða stuttu eft- ir að Siv gekk á dyr og sleit sam- bandi þeirra. Á meðan Siv var í útlöndum færði Þorsteinn ökuritann yfir í þá bifreið sem Siv hafði til um- ráða. Tekist var á um það í héraðs- dómi hvort það hefði verið með vitn- eskju Sivjar eða í ólögmætum tilgangi og til þess að fylgjast með ferðum hennar. Siv lagði fram kæru eftir að hún fann búnaðinn í nóvember í fyrra. Fyrir dómi sagði hún sig hafa grun- að að Þorsteinn fylgdist með sér, þó að hún hefði reyndar frekar haldið að hann væri með fólk til að elta hana. Hún lét leita í bílnum til örygg- is. Fannst þá búnaðurinn, undir mælaborði, en loftnet var fest efst á framrúðunni; snúrurnar vel faldar. Siv sagði það vera lygi sem Þor- steinn hélt fram að hún vissi af bún- aðinum og einnig að rætt hefði verið um uppsetningu slíks búnaðar. Þá sagðist hún jafnframt hafa fundið blað þar sem fram kom hvar hún var tiltekinn dag mínútu til mínútu. Þor- steinn neitaði að hafa skrifað það blað og sagðist ekki kannast við það. Þorsteinn hafnaði því algjörlega að hafa fylgst með ferðum Sivjar, slíkur möguleiki hefði ekki verið kynntur honum og hann enn verið að læra á búnaðinn þegar málið kom upp og því ekki kunnað að leita eftir upplýsingum í kerfinu um slíkt. Dæmdur fyrir að fylgjast með Siv  Þarf að greiða 270 þúsund krónur Lífeyrissjóðurinn Stapi skerti áunn- in lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna um 6% frá og með 1. september. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til þess ráðs að skerða réttindi sjóðfélaga. Kári Arn- ór Kárason, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðsins Stapa, segir að í vor hafi heildarskuldbindingar lífeyr- issjóðsins verið 11,7% hærri en eign- ir. Með 6% lækkun verða heild- arskuldbindingar lífeyrissjóðsins neikvæðar sem nemur 5,3%. Kári segir sjóðinn hafa komist bærilega í gegnum hrunið án þess að tapa neinu af höfuðstólnum. Ávöxtun hafi hins vegar ekki verið nægilega há til að standa undir hækkunum áunninna réttinda vegna verðbólgu. Rúmlega sex þúsund lífeyrisþegar fá í dag greiðslur frá sjóðnum en um 18.000 manns greiða í hann og um 80.000 manns eiga í sjóðnum. Skerða rétt um 6%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.