Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Fjármögnunarkjör ítalska ríkisins hafa aldrei verið verri frá því að landið tók upp evru. Ítalska ríkið lauk útboði á tíu ára ríkisskuldabréfum í gær og nam krafan í útboðinu ríflega 6%.Um er að ræða umtalsvert hærri ávöxtunar- kröfu en í síðasta útboði á tíu ára skuldabréfum ítalska ríkisins, sem fór fram fyrir mánuði, en þá nam krafan 5,86%. Versnandi kjör Ítalíu Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 13,9% á ársgrundvelli í sept- ember samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands sem birtar voru í gær. Þrátt fyrir þessa þróun lækkaði vísitalan frá því í ágúst. Vísitalan lækkaði hins vegar milli mánaða eða um 0,6%. Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem voru seldar innanlands hækkaði um 1,2% frá ágúst til september en vísitalan fyrir vörur sem fluttar voru út lækkaði um 1,2% á sama tímabili. Kostnaður hækkar Hagnaður Haga á fyrri helmingi rekstrarársins 2011–2012 nam ríf- lega einum milljarði eða um 3% af veltu félagsins . Um er að ræða tímabilið frá 1. mars til ágústloka. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra nam 470 milljónum króna. Hagar reka sem kunnugt er meðal annars verslunarkeðjurnar Bónus og Hag- kaup. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatt dróst hinsvegar saman miðað við sama tímabil í fyrra en hann var 2,2 milljarðar í ár en var 2,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Vörusala félagsins nam 33,7 millj- örðum króna, samanborið við 33,8 milljarða króna fyrir sama tímabil árið áður. Á síðasta rekstrarári var verslanakeðjan 10-11 hluti af sex mánaða árshlutareikningi félagsins. Að teknu tilliti til brotthvarfs á rekstri 10-11 nemur söluaukning fé- lagsins 6,14%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um afkomuna. Hagstæðari fjármögnun Þegar rýnt er í lykiltölur í árshlut- areikningi Haga sést að miklar skammtímaskuldir sem hvíldu á fé- laginu hafa verið endurfjármagnað- ar til lengri tíma. Áhrif þessa sjást glöggt í afkomunni en fram kemur í fréttatilkynningunni að veruleg breyting hafi orðið á fjármagnsliðum félagsins milli ára, sem skýrist bæði af einskiptisliðum og af hagstæðari lánakjörum, en á fyrri helmingi árs- ins var fjármagnskostnaður 231 milljón króna, samanborið við 1.056 milljónir á sama tímabili árið áður. ornarnar@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Hagar Hagar eiga og reka meðal annars Hagkaupsverslanirnar. Hagar hagnast um einn milljarð  Rekstrartekjur tæpir 34 milljarðar Hörður Ægisson hordur@mbl.is Arion banki hefur sent inn kvörtun til Fjármálaeftirlitsins (FME) og Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) vegna skuldaaðgerða sem Landsbankinn kynnti fyrir viðskiptavini bankans í maí á þessu ári. Segir bankinn að- gerðirnar af þeim toga, í ljósi þess að um sé að ræða banka í meirihlutaeigu ríkisins, að þær valdi skekkju á bankamarkaði. Landsbankinn vísar þessum ásök- unum Arion banka algjörlega á bug og segir að aðeins viðskiptasjónarmið hafi legið að baki aðgerðunum. „Ef Arion banki telur þessar aðgerðir hins vegar ástæðu til að leggja fram kvörtun þá verður það að vera þeirra mat,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans í samtali við Morgunblaðið. Í erindi Arion banka til FME og ESA er gerð athugasemd við að Landsbankinn hafi lýst því yfir að greiddir yrðu út tugir milljarða til einstaklinga sem væru í viðskiptum við bankann, ekki einungis til þeirra sem eiga í greiðslu- og skuldavanda – heldur einnig viðskiptavina bankans sem ekki glíma við slíkan vanda. Við þessar aðgerðir Landsbankans vakna þær áleitnu spurningar, segir í tilkynningu frá Arion banka, hvort ríkisbanki sé með þessum úrræðum að deila út almannafé til tiltekinna hópa en ekki almennings. Að sögn Kristjáns er villandi að tala um að greiddir verði út tugir milljarða til viðskiptavina. „Þú getur ekki látið skuldir lifa á fólki sem munu aldrei verða greiddar. Slíkt þjónar engum tilgangi.“ Hann bætir því við að „þessar aðgerðir hafi verið gerðar til að létta á stöðu mjög skuld- settra viðskiptavina og styrkja við- skiptasambandið við þá til lengri tíma“. Fram kemur í tilkynningu Arion banka að eðlilegra hefði verið að Landsbankinn hefði greitt út arð til eiganda síns, íslenska ríkisins, „sem svo hefði útdeilt honum til alls al- mennings“. Kristján bendir á að bankanum sé hins vegar ekki heimilt, samkvæmt tilskipun FME, að greiða út arð til hluthafa. Arion banki kvartar undan því að aðgerðir Landsbankans hafi marg- vísleg áhrif á aðra aðila á markaði sem eigi ekki tök á því að ráðast í jafn kostnaðarsamar aðgerðir og hinn ríkisrekni banki. Jafnframt segir í tilkynningu bankans að „óeðlilegar aðgerðir sem þessar hafa einnig fæl- andi áhrif á hugsanlega fjárfesta sem treysta sér ekki til að koma að fjár- mögnun eða eignarhaldi fjármálafyr- irtækja sem starfa á markaði þar sem leikreglur eru ójafnar.“ Fjármálaeftirlitið gat ekki brugð- ist við spurningum Morgunblaðsins um þetta mál þar sem stofnunin má ekki tjá sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Arion segir að aðrir aðilar á markaði hafi ekki tök á því að ráðast í jafn kostnaðarsamar aðgerðir og hinn ríkisrekni Lands- banki. Arion kvartar til FME og ESA vegna Landsbankans  Segir skuldaaðgerðir Landsbankans skekkja samkeppni á bankamarkaði Landsbankinn Arion banki hefur kvartað yfir aðgerðum til FME og ESA. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðgerðirnar » Landsbankinn kynnti þrí- þætt skuldaúrræði í maí sl.: endurgreiðslu vaxta um 20%, lækkun fasteignaskulda og lækkun annarra skulda. » Arion telur aðgerðirnar skekkja samkeppni á banka- markaði, þær séu óeðlilegar og að hugsanlegir fjárfestar séu fældir frá þar sem leikreglur séu ójafnar. Tap norska olíusjóðsins nam 284 milljörðum norskra króna, rúmum fimm þúsund milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Er þetta annað mesta tap sjóðsins í sögu hans en mest varð tapið í fjár- málakreppunni árið 2008. Ávöxtun sjóðsins, lífeyrisssjóðs norska ríkisins, var neikvæð um 8,8% á tímabilinu júlí til september. Að sögn Yngve Slyngstads, forstjóra sjóðsins, var ástandið á mörkuðum afar erfitt á þriðja ársfjórðungi vegna skuldavanda evru-ríkjanna og ótta um að efnahagskreppa sé yf- irvofandi í heiminum. Eignir lífeyrissjóðsins minnkuðu á ársfjórðungnum og voru í lok sept- ember 3.055 milljarðar norskra króna. Meðal eigna sjóðsins sem rýrnuðu mest var hlutur hans í stórum bönkum, svo sem í franska bankanum BNP Paribas. Norðmenn tapa stórfé  Norski olíusjóð- urinn tapaði 5 þús. milljörðum króna                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0+-,1 ++2-/+ ,+-23. ,4-5,1 +5-.5/ +24-,5 +-/0/ +53-5, +13-13 ++,-3+ +0+-.3 ++2-5/ ,+-/13 ,4-50. +5-5,. +24-.2 +-/002 +04-,. +13-52 ,+/-+245 ++2-+0 +0,-+2 ++/-45 ,+-1,, ,4-0/5 +5-550 +24-33 +-/3,. +04-0 +.4-+0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Einbýli í miðbæ Horsens á Jótlandi í Danmörku Til sölu Mjög vel staðsett 5 herbergja 130 m² einbýlishús ásamt 74 m² kjallara til sölu í rólegu hverfi í miðbæ Horsens á Jótlandi í Danmörku. Stutt í alla þjónustu, barnaskóli í götunni, um 1 km í íþróttahús og sundhöll, innan við 5 mín. ganga í miðbæ Horsens. Fasteignamat á húsinu er DKR. 1.9 milljónir. Skipti á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru möguleg. Lýsing: Gengið er inn á fyrstu hæð, sem samanstendur af sam- eiginlegu eldhús/stofu, einu barnaherbergi og baðher- bergi með sturtu. Á efri hæðinni eru tvö barnaherbergi og stórt hjóna- herbergi með innangengu baðherbergi með sturtu. Í kjallaranum er eitt stórt herbergi, tvö minni geymslu rými, verkstæði og stórt þvottaherbergi. Húsið var gert upp 2008. Ágætur garður í kringum húsið, frábær yfir- byggð sólstofa tegist húsinu og lítill sólpallur. Nánari upplýsingar í síma 0045 24454258 og/eða www.neteignir.is Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.