Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það má segja í rauninni að þetta sé grundvall- ardómur sem ákvarði hvernig skiptingu verður háttað milli kröfuhafa á hendur bankanum og þetta skiptir verulegu máli um framvindu slit- anna. Vegna þess að það er fyrst eftir daginn í dag ljóst hverjir eru forgangskröfuhafar og þá á eftir að skýrast frekar fjöldi og umfang almennra krafna á hendur bankanum,“ sagði Herdís Hall- marsdóttir, formaður slitastjórnar Landsbanka Íslands, á blaðamannafundi í gær. Forgangsmál hafi verið að mati stjórnarinnar að fá niðurstöðu fyrir dómi um gildi laganna. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í gær að neyðarlögin, sem sett voru í miðju banka- hruninu og gerðu meðal annars innistæðukröfur að forgangskröfum, stæðust. Niðurstöðunnar hafði verið lengi beðið en hún hefur ekki síst gríð- arlega þýðingu vegna krafna á hendur bankanum frá breska og hollenska ríkinu vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem hann rak fyrir hrun í Bretlandi og Hollandi. Óljóst hvenær útgreiðslur hefjast Fram kom á fundinum að ekki lægi endanlega fyrir hvenær hægt yrði að hefja greiðslur til breskra og hollenskra stjórnvalda vegna Icesave- reikninganna. Slitastjórnin mun eiga fund með kröfuhöfum 17. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðu málsins og þeim kynntar fyrirætlanir hennar í kjölfar dómsins. Kom fram í máli slitastjórnarinnar að mikil vinna væri framundan en reikna yrði hverja ein- ustu kröfu með nákvæmum hætti. „Þegar búið er að leysa úr öllum álitamálum þá þarf þetta ekki að taka mjög langan tíma, gætu verið einhverjar vik- ur,“ sagði Halldór H. Backman, hæstarétt- arlögmaður sem sæti á í slitastjórninni. Stóra spurningin væri hversu langan tíma tæki að leysa úr álitaefnunum. Benti hann á að í sambærilega stórum málum erlendis hefði tekið 10 til 20 ár að ljúka skiptum á búi en vonir stæðu til að það tæki skemmri tíma í tilfelli Landbanka Íslands. Rúm- lega 200 mál varðandi heildsöluinnlán og um 1.200 önnur mál bíða úrlausnar. Laust reiðufé í búinu er nærri 500 milljarðar króna samkvæmt því sem fram kom á blaða- mannafundinum. Aðspurður sagði Halldór að með öllum fyrirvörum og án ábyrgðar gæti hann trúað að af því færu í kringum 400 milljarðar til greiðslu á Icesave-kröfum og svonefndum heildsölulánum sem slitastjórnin hefði gert ráð fyrir að flokkuðust sem forgangskröfur og bæði héraðsdómur og nú Hæstiréttur hefðu nú komist að niðurstöðu um að væru slíkar kröfur. Þá kom ennfremur fram að forgangskröfur í bú Landsbanka Íslands væru um 1.350 milljarðar króna og að óverulegar breytingar hefðu orðið á virði eigna Landsbanka Íslands frá síðasta mati slitastjórnarinnar. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu margar almennar kröfur, það er aðrar kröfur en forgangskröfur, verði samþykktar. Staðfesting á mati slitastjórnar Herdís lagði áherslu á að niðurstaða Hæsta- réttar væri endanleg fyrir slitameðferð Lands- banka Íslands og jafnvel þó farið yrði með málið í framhaldinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eða einhverja aðra erlenda dómstóla af hálfu ein- hverra kröfuhafa yrði bankinn ekki aðili að slíkum málarekstri. Þá var slitastjórnin spurð að því hvort hún liti á niðurstöðu Hæstaréttar sem sigur fyrir sig. Krist- inn Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi í stjórninni, sagði að málið snerist ekki um sigur. Ef niðurstaðan hefði orðið önnur hefði einfaldlega verið unnið samkvæmt því. Slitastjórnin ynni ein- faldlega í samræmi við lögin og það sem hún teldi vera rétta lögfræðilega niðurstöðu. Það væri hins vegar ánægjulegt að nú væri komin staðfesting dómstóla á því að sú niðurstaða sem stjórnin hefði talið rétta hefði verið rétt. Morgunblaðið/Kristinn Slitastjórn Halldór H. Backman, Herdís Hallmarsdóttir, formaður slitastjórnar Landsbanka Íslands, og Kristinn Bjarnason á fundinum í gær. Niðurstaðan endanleg fyrir slit Landsbanka Íslands  Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að hefja greiðslur úr búi bankans „Lögin voru sett þegar mikið reið á að bregðast hratt og örugg- lega við til að takmarka tjón vegna falls bank- anna. Fyrir lög- unum mælti þá- verandi forsætisráð- herra, Geir H. Haarde,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kjölfar staðfestingar Hæsta- réttar á neyðarlögunum. Segir Bjarni nú vera ljóst að ekki verði bornar frekari brigður á lögmæti neyðarlaganna fyrir íslenskum dómstólum. „Þá er rétt að minna á að ólokið er landsdómsmáli því er meirihluti Alþingis studdi, gegn Geir H. Haarde, forsætisráð- herranum sem fór fyrir setningu neyðarlaganna. Einnig er rétt að minna á að núverandi fjár- málaráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon, sá sér ekki fært að styðja þau, né aðrir þingmenn Vinstri grænna,“ segir í tilkynningu. LÖGIN SANNA GILDI SITT Bjarni Benediktsson Minnir á að Stein- grímur J. hafi ekki stutt neyðarlögin „Hann er einfald- lega í samræmi við það að sem við bjuggumst við,“ segir Hösk- uldur Þórhalls- son, þingmaður Framsókn- arflokksins, og vitnar til nýfall- ins dóms Hæsta- réttar í máli neyðarlaganna svokölluðu. „Við gerðum ráð fyrir því að hann færi svona, vegna þess að ef það var ein- hvern tímann réttlætanlegt að setja á neyðarlög þá var það á þessum tíma við fall bankanna.“ Höskuldur bendir jafnframt á að í kjölfar neyðarlagana hafi þeim sem innistæður áttu í bönkunum verið bjargað ásamt t.a.m. þeim sem lögðu peninga sína í pen- ingamarkaðssjóði og við það hafi skapast ákveðið ójafnvægi. „Þeir sem höfðu lagt peningana sína í íbúðarhúsnæði og annað slíkt voru skildir eftir. Við höfum frá þessum tíma barist fyrir því að þetta ójafn- vægi verði leiðrétt,“ segir Hösk- uldur. BARIST FYRIR LEIÐRÉTTINGU Höskuldur Þórhallsson „Við gerðum ráð fyrir því að dóm- urinn færi svona“ Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fagnar nið- urstöðu Hæsta- réttar. „Ég var reyndar allan tímann sjálfur sannfærður um að þessi laga- setning hefði verið bæði rétt, nauðsynleg og lögleg,“ sagði Geir. „Það hefur nú verið staðfest í Hæstarétti að þarna var hvorki brotið gegn stjórnarskránni, mann- réttindasáttmálanum eða EES- samningnum. Hins vegar var þessi ákvörðun ekki sjálfsögð eða auðveld. En við sem að henni stóðum töldum okkur skylt að gera það sem við gætum til að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti og bjarga einnig fjárhag þeirra ein- staklinga sem áttu innistæður í bönkunum, þeir eru líka hluti af þjóðinni. Þess vegna var ákveðið að fara þessa óvenjulegu leið. Aðrar Evrópuþjóðir, sem fóru aðra leið í svipuðum vanda, eru nú að súpa seyðið af því.“ RÉTT, NAUÐSYNLEGT, LÖGLEGT Geir H. Haarde Töldum okkur skylt að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti Héraðsstjórnin í Kent hefur sent frá sér tilkynn- ingu í kjölfar dóms Hæsta- réttar þar sem hún fagnar nið- urstöðu dómsins en hún mun fljót- lega fá greiddar út 30 milljónir punda, eða um 5,5 milljarða króna, úr þrotabúi Landsbankans. Eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 voru inneignir héraðs- stjórnarinnar í Kent á IceSave- reikningum Landsbankans, um 17 milljónir punda, og inneign á reikn- ingi hjá Glitni banka, um 15 millj- ónir punda, verið frystar. Kom það fram á breska fréttavefnum Kent- news í gær. Að auki átti héraðs- stjórnin 18 milljónir punda inni á reikningum Heritable Bank sem var í eigu Landsbankans, en 11 milljónir punda af þeirri fjárhæð hafa verið greiddar út. Segir einnig í tilkynningu héraðsstjórnarinnar í Kent að hún telji að krafan verði greidd innan fárra vikna. VÆNTA 5,5 MILLJARÐA KRÓNA Héraðsstjórnin fagnaði Héraðsstjórnin í Kent fagnar nið- urstöðu dómsins Um 70 kröfuhaf- ar í þrotabú Landsbankans íhuga nú að fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu eftir ákvörðun Hæstaréttar í gær þess eðlis að innistæður væru forgangskröfur í þrotabú bank- ans. Segir í yfirlýsingu samtaka kröfuhafanna að þeir séu von- sviknir yfir niðurstöðu Hæsta- réttar að staðfesta gildi neyð- arlaganna frá árinu 2008. Í yfirlýsingunni segir m.a. að „hóp- urinn hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að löggjöfin sem setur innistæður sem forgangskröfur gangi gegn grundvallarréttindum sem kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu“. Jafnframt segir í yfirlýs- ingu hópsins: „sú niðurstaða Hæstaréttar að staðfesta þessi lög leiðir til þess að kröfuhafar telja sig tilneydda að íhuga málshöfðun gegn íslenska ríkinu frammi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu“. YFIRLÝSING KRÖFUHAFA Hæstiréttur Kröfuhafar una ekki niðurstöðu og íhuga málsókn gegn ríkinu „Það þarf ekkert að ræða það hversu mik- ilvægt þetta er. Þessi dómur er gríðarlega stór áfangi fyrir land- ið því öll okkar úrvinnsla hefur tekið mið af þeim,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Að sögn átti hann ekki von á neinu öðru en að neyðarlögin fengju að halda gildi sínu. „Mér fannst það fjarlægur möguleiki að þau ósköp færu að gerast að fót- unum yrði kippt undan öllu,“ segir Steingrímur og bendir á að sam- kvæmt hans mati hljóti réttur stjórnvalda til að grípa til einhvers- konar neyðarráðstafana til að verja hagkerfið, að vera mjög sterkur. Segir Steingrímur það vera mjög ánægjulegt að þessi niðurstaða bætist við önnur góð tíðindi. ÁTTI VON Á AÐ LÖGIN HÉLDU Steingrímur J. Sigfússon „Þessi dómur er gríðarlega stór áfangi fyrir landið“ „Þetta er mikið fagnaðarefni og dómurinn er vel rökstuddur og ítarlegur,“ segir Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, að- spurður hver séu hans fyrstu viðbrögð við niðurstöðu Hæstaréttar í máli neyðarlaganna sem sett voru í október árið 2008. „Dómurinn sýnir að þær að- gerðir sem gripið var til haustið 2008 voru skynsamlegar og fólu ekki í sér mismunun á grundvelli þjóðernis,“ segir Árni Páll og bætir við að það sé nú alveg ljóst að fólk geti borið höfuðið hátt og hætt að efast um gildi þeirra ákvarðana sem teknar voru á þessum tíma. „Þær voru rétt- mætar og byggðar á efnislegri nauðsyn,“ segir Árni Páll. GETUM BORIÐ HÖFUÐIÐ HÁTT Þær aðgerðir sem gripið var til voru skynsamlegar Árni Páll Árnason 500 milljarðar króna eru til í reiðufé í eignasafni Landsbanka Íslands. 1.350 milljarða króna forgangskröfur eru í bú bank- ans og þar á meðal vegna Icesave-innistæðna. ‹ BÚ LANDSBANKA ÍSLANDS › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.