Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 30
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is H vergi í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Ís- lands um inngöngu er minnst á að í boði séu varanlegar undanþágur frá löggjöf eða stefnu sambandsins eða annað í þá veru, gangi landið þar inn, en í rammanum „eru skilgreindar þær grundvallarreglur og viðmið sem samningaviðræðurnar munu lúta“ eins og segir á vefsíðu utanríkisráðu- neytisins. Einungis kemur þar fram að í boði kunni að vera tímabundin aðlög- unartímabil eftir að af formlegri inn- göngu hefur orðið, sem skilgreina þurfi vel og verði að vera takmörkuð bæði að tíma og umfangi. Þá kemur ennfremur fram að slík aðlög- unartímabil megi ekki hafa í för með sér breytingar á regluverki eða stefnumótun Evrópusambandsins. Ekki samið um breytingar Í aðsendri grein eftir Štefan Füle, yfirmann stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, í Morgunblaðinu 14. októ- ber síðastliðinn, sagðist hann fullviss um að hægt yrði að taka tillit til sér- stöðu Íslands og væntinga, meðal annars í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum en að það yrði að vera „innan núverandi ramma samninga- viðræðna og í fullu samræmi við meg- inreglur og lög ESB“. Ljóst er að greinarskrif Füle eru í fullu samræmi við efni viðræðu- ramma Evrópusambandsins gagn- vart Íslandi en hann ítrekaði þessi orð sín nokkru síðar í viðtali við Fréttablaðið 21. október síðastliðinn þar sem hann lagði áherslu á að sam- bandið væri ekki „að semja um breyt- ingar á löggjöf ESB“ í viðræðunum við Ísland. Aðeins tímabundin aðlögun Einkum hefur verið rætt um að Íslendingar þurfi að ná fram var- anlegri undanþágu í sjávarútvegs- málum og halda þannig fullum yf- irráðum yfir sjávarútvegi sínum. Þegar Norðmenn sóttu síðast um inn- göngu í Evrópusambandið fyrir um tveimur áratugum var ein helsta krafa þeirra að halda fullum yfirráð- um yfir sjávarútvegi sínum norðan 62. breiddargráðu og þá einkum með skírskotun til efnahagslegs mik- ilvægis. Til vara óskuðu þeir eftir því að halda verulegri sjálfstjórn í þeim efnum. Báðum kröfunum var hins vegar hafnað af Evrópusambandinu og var Norðmönnum þess í stað boðið upp á tímabundið aðlögunartímabil og gert ráð fyrir því að stjórn umræddra haf- svæða færðist að fullu til Evrópusam- bandsins sumarið 1998. Til þess kom þó aldrei þar sem norskir kjósendur höfnuðu inngöngu í sambandið í þjóð- aratkvæði árið 1994. Einhverja fiskveiðistjórn Ekki hefur komið fram hver verði samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum í viðræðum við Evrópusambandið um inngöngu landsins. Hins vegar kom fram í skýrslu þingmannanefndar þings sambandsins eftir heimsókn til lands- ins í apríl sl. að íslensk stjórnvöld ósk- uðu eftir því að halda eftir „einhverri stjórn sjávarútvegsmála innan efna- hagslögsögu sinnar“. Þá sagði Össur Skarphéð- insson, utanríkisráðherra, í samtali við evrópska sjónvarpsstöð sl. sum- ar að Íslands þyrfti ekki undanþágu í sjávarútvegsmálum en kveðið er á um fulla stjórn Evrópusambandsins á sjávarútvegsmálum innan þess í Lissabon-sáttmálanum, æðstu lög- gjöf sambandsins. Ekki orð um varan- legar undanþágur Reuters Evrópumál Hvergi í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið er minnst á varanlegar undanþágur. 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðherrar ogþingmennúr stjórn- arliðinu sjá ekkert athugavert við af- skipti sín af Bankasýslu rík- isins. Þingmenn sem höfðu uppi stóryrði um ákvörðun stjórnar stofnunarinnar telja að orð þeirra hafi ekkert vægi og telja sig verða að segja hvað sem er enda hafi þeir tjáningarfrelsi. Fjármálaráðherra telur sig engin afskipti hafa haft, að minnsta kosti ekki formleg, enda hafi hann aðeins sent eitt bréf vegna málsins. Samtöl, jafnvel á formlegum fundum, geta samkvæmt því ekki flokkast undir pólitísk afskipti og hljóta það að vera nokkur nýmæli sem stjórnmálafræð- ingar hefðu vafalítið haft mik- inn áhuga á ef aðrir en ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar hefðu átt í hlut. Samspilið með Ríkisstjórn- arútvarpinu virðist ekki held- ur skipta máli í þessu sam- bandi að mati stjórnarliða, sem sjá ekkert athugavert við að fréttastofan sé notuð til að ná fram pólitískum mark- miðum þeirra. En þó að stjórnarliðar á Al- þingi, í Stjórnarráðinu eða á Rúv. sjái ekkert athugavert við neitt af því sem þeir gera lesa þeir sem standa utan þessa þrönga hóps stöðuna með allt öðrum hætti. Allur al- menningur sér vitaskuld hvað er að gerast í stjórnarliðinu; það er verið að herða tökin. Þetta sjá líka þeir sem stýra stofnunum ríkisins eða fyr- irtækjum í þess eigu eða fyr- irtækjum sem háð eru ríkinu með einhverjum hætti. Fáir slíkir þora að koma fram og ræða hættuna sem vofir yfir vegna athafna stjórnvalda og þess vegna voru nýleg um- mæli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, afar athyglisverð. Telja má víst að þau hefðu kallað á mik- il viðbrögð tiltekinna álits- gjafa úr fræðasamfélaginu ef hér sæti annars konar rík- isstjórn. Steinþór sagðist telja að ríkið ætti of stóran hlut í Landsbankanum og að hætta væri á að stjórnmálamenn færu að skipta sér með óeðli- legum hætti af rekstri bank- ans. Í ljósi atburða síðustu vikna vissi hann ekki hvenær hann kynni að fá „furðuleg bréf“ og vísaði þar til nýlegra afskipta af Bankasýslunni. Bankastjóri Landsbankans er vitaskuld ekki sá eini sem hefur ástæðu til að ætla að hann muni þurfa að sæta póli- tískum afskiptum núverandi ráðamanna. Framganga rík- isstjórnarinnar við að losa sig við óæskilega embættismenn í stjórnkerfinu hefur til að mynda sent skýr skilaboð inn- an þess um að þar skuli allir halda sig á mottunni. Þeir sem stýra stofnunum ríkisins þekkja þetta líka. Áhyggjur þeirra sem eiga allt sitt undir stjórnarmeiri- hlutanum eru skiljanlegar og mættu verða til þess að ráða- menn endurskoðuðu vinnu- brögð sín. Líklegra má þó telja, ef marka má viðbrögðin við gagnrýninni, að tökin verði áfram hert. Ummæli banka- stjóra Landsbank- ans lýsa skilj- anlegum áhyggjum} Tökin hert AðalfundurLands- sambands ís- lenskra útvegs- manna skoraði í gær á stjórnvöld að ganga þegar til samstarfs við út- vegsmenn um framtíð- arskipulag fiskveiðistjórn- unar. Mikilvægt sé að festa komist á starfsskilyrði sjáv- arútvegsins í stað óvissunnar sem ríkir. Eðlilegt er að útvegsmenn leiti eftir samstarfi við stjórn- völd um starfsskilyrði sjáv- arútvegsins, enda hagsmun- irnir ríkir og þjóðarhagur í húfi. Reynslan gefur þó litlar vonir um árangursríkt sam- starf við núverandi stjórn- völd. Þau settu af stað sátta- nefnd sem fann sáttaleið en af þeirri leið hafa stjórnvöld ekkert viljað vita síðan. Allt sáttaferlið reyndist sýnd- armennska og fals af hálfu stjórnvalda og stefn- an hefur verið samfelld árás á sjávarútveginn en engin sátt. Fjárlagafrumvarpið sýnir að stjórnvöld hafa fullan hug á að ganga á milli bols og höf- uðs á greininni með gríð- arlegri skattheimtu ofan á annað sem á hana er lagt. Þó að efast verði í ljósi bit- urrar reynslu er sjálfsagt að vonast til að stjórnvöld sjái að sér og taki í útrétta sátt- arhöndina – og geri það af heilindum að þessu sinni. Þrátt fyrir svik stjórnvalda reyna útvegsmenn að ná samvinnu um fram- tíðarskipulag} Stjórnvöldum boðin ný sátt Í kjölfar umræðu um Bankasýsluna er áhugavert að minnast þess að bank- arnir eru ekki einu fyrirtækin sem rík- ið á hlut í á samkeppnismarkaði og rekin eru á einkaréttarlegum grund- velli. Íslenska ríkið á til dæmis fyrirtæki á fjöl- miðla- og orkumörkuðum. Ég ætla ekki að setja mig í stellingar og svara því hvort ríkið eigi að eiga þessi fyrirtæki eða ekki. Það er spurning sem er hægt að svara í báðar áttir, út frá bæði réttarheimspeki og því hvar fólk stendur í pólitík. Ef rætt er um hlutverk ríkisins sem eiganda þá hefur Garðar Gíslason til dæmis bent á að menn hafa reynt að skilgreina hlutverk ríkisins í samfélaginu allt frá því á dögum Aristótelesar í tengslum við rétt og réttlæti. Og þá hljótum við að spyrja út í túlkun hugtakanna réttur og réttlæti sem hefur breyst í aldanna rás og þar með breytt ætluðu hlutverki ríkisins á hverjum tíma, þó að í mis- miklum mæli sé. Í því sambandi má til dæmis bera saman túlkun á hugtakinu mannréttindi í dag og snemma á síð- ustu öld. Í pólitíkinni byggist svarið um eignarhald gjarnan á sjónarmiðum valdhafandi flokka. Það er hvort áherslan er meiri á einkaréttinn eða almannaréttinn. Hjá OECD kemur fram að markmið með eignarhaldi ríkisins í fyrirtækjum byggist jafnan á byggðastefnu, nátt- úrulegri einokun og/eða nauðsyn þess að tryggja innviði samfélagsins. Aðgengi almennings að rafmagni og vatni sé til dæmis tryggt. Oft skarast arðsemissjón- armiðið á við samfélagslegt hlutverk ríkisins. Þá er ríkið oft ráðandi aðili í fyrirtækjum á orku-, fjarskipta- og samgöngumarkaði og eignarhaldið rökstutt með því að reksturinn hafi þjóðhagslega þýðingu, vegna samfélags- legra, efnahagslegra eða stefnumótandi þátta. Ef við lítum til nágrannalandanna Noregs og Svíþjóðar hafa ríkisstjórnir landanna lýst því yfir að ákveðin fyrirtæki sé þjóðhagslega hagkvæmt að eiga alveg. Norðmenn hafa valið að eiga fyrirtæki á við orkufyrirtækið Stat- kraft, til að tryggja sér yfirráð náttúru- auðlinda og nýta arðinn af því í þágu sam- félagsins, og Svíar eiga Vattenfall. Ríkin hafa því sett sér eigandastefnu sem á að tryggja að eigandahlutverkið sé skilið frá ríkinu og fyrirtækjunum sett ákveðin markmið um arðsemiskröfur, stjórnarhætti o.s.frv. Stjórnarhættir geta jafnvel skipt meira máli í ríkisfyr- irtækjum sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli en fyrirtækjum í einkarekstri. Því þarf að tryggja að eigandahlutverkið sé sem best aðskilið frá öðrum hlut- verkum ríkisins og kröfur almennings um gegnsæi í stjórnun og starfsemi fyrirtækjanna uppfylltar en þar bendir OECD á að til að fyrirtæki í ríkiseigu nái að starfa á viðskiptalegum grundvelli skipti val stjórnarmanna og sjálfstæði þeirra miklu máli. Auðvitað er lágmarkskrafa að þau skilyrði haldi ætli ríkið sér á annað borð að reka fyrirtæki. sigrunrosa@mbl.is Sigrún Rósa Björnsdóttir Pistill Markmið ríkisins með eignarhaldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við erum nú að hefja krefjandi hluta aðildarviðræðna þar sem málefni á borð við fiskveiðar, landbúnað, matvælaöryggi og umhverfismál verða rædd. Þetta eru viðkvæmir málaflokk- ar sem fela í sér áskorun fyrir báða samningsaðila. Það er mikilvægt að við nýtum hið góða samstarf okkar til að tak- ast sameiginlega á við þá áskor- un. Ég er fullviss um að við get- um tekið tillit til sérstöðu Íslands og væntinga innan nú- verandi ramma samninga- viðræðna og í fullu samræmi við meginreglur og lög ESB.“ Štefan Füle, yfirmað- ur stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu 14. október 2011. Ramminn og reglurnar STÆKKUNARSTJÓRI ESB Štefan Füle

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.