Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Hetja æskuáranna er kom-in á skjáinn; þessi kyn-lausi ungi blaðamaðursem maður lifði og hrærðist með áður en kynhvötin fór að segja til sín. Blaðamaðurinn knái í kvenlausa heiminum með vini sín- um Kolbeini kafteini. Maður var eiginlega stressaður að fara á þessa bíómynd þar sem einhver Banda- ríkjamaður væri að krukka í hetj- una sem skipar svo virðulegan sess í huga manns. En stressið fór úr manni þegar á leið myndina enda er hún stórskemmtileg þótt það séu hálfgerð drottinsvik að kalla Kol- bein kaftein alltaf Kolbein kjálkabít í myndinni. Hvað er það? Myndin er samsuða úr fjórum Tinnabókum; Krabbanum með gylltu klærnar, Leyndarmáli ein- hyrningsins, Fjársjóði Rögnvaldar rauða og Kolafarminum. Prinsipp- menn í Tinnafræðum geta látið það pirra sig að engri einni er fylgt. Handritshöfundarnir taka nokkrar sögur og laga þær að einni sam- felldri sögu sem hentar vel inn í bíó- formið. Það er vel gert hjá þeim og myndinni til framdráttar. Tinni finnur í upphafi módel af hinu þrímastra skipi; Einhyrn- ingnum, en módel af því fræga skipi frá sjóræningjatímunum er til í þremur eintökum. Í öllum þremur módelunum eru vísbendingar sem vísa á mikinn fjársjóð. Meðan á fjársjóðsleitinni stendur hittir hann Kolbein kjálkabít og tekst vin- skapur með þeim. Kolbeinn er ynd- islegt mótvægi við hinn hugprúða Tinna, hann er breyskur alkóhólisti sem farnast frekar illa í lífinu. Heimur Tinna er líka skemmti- lega einfaldur þar sem ekkert fer á milli mála hver illmennin eru og hvernig þau haga sér. Göfgi og hreinlyndi Tinna er algjört og óum- deilanlegt. Í eina skiptið sem sést til konu í þessum skemmtilega stráka- heimi er það hin veinandi Væla, sem með sínum skelfilega söng brýtur gler og eyðileggur hljóð- himnur í skemmtilegu strákunum í myndinni. Öll atriði myndarinnar eru fyrst tekin upp með alvöruleikurum sem síðan er notað sem grunnur að nokkurs konar teiknimynd, þannig að myndin er mitt á milli þess að vera leikin og teiknuð. Með því að teikna tekst að gera sum has- aratriðin magnaðri og skipting á milli sena verður ansi flott, eins og þegar sandöldur eyðimerkurinnar breytast í haföldur eða þegar hafið verður að polli í evrópskri borg. Með gagnrýnandanum í för var tíu ára snáði sem fannst myndin æðisleg. Það má mæla með henni fyrir alla aldurshópa. Húmorinn og hasarinn kætti mig jafnmikið og litla snáðann. Það var gaman að verða tíu ára aftur, þótt ekki væri nema í 90 mínútur. Frægasti blaðamaður bókmenntasögunnar Sambíóin, Smárabíó,Háskóla- bíó, Borgarbíó, Laugarásbíó Ævintýri Tinna: Leyndarmál Einhyrn- ingsins bbbbn Leikstjóri og framleiðandi: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Jamie Bell, Daniel Craig og Andy Serkis. Bandarík- in, Nýja-Sjáland, Belgía, 2011. 107 mín. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Hjálp Hinn hugumprúði Tinni lendir oft í vandræðum þegar hann þarf að kljást við illmenni en réttlætið sigrar að lokum. Atriði myndarinnar eru fyrst tekin upp með alvöruleikurum og notuð sem grunnur að nk. teiknimynd. Ingólfur Steinsson er að góðu kunn- ur fyrir störf sín með þjóð- lagasveitinni Þokkabót á átt- unda áratugn- um. Á nýliðnum áratug stóð Ingólfur svo að tveimur plöt- um, annars vegar Kóngsríki fjallanna sem kom út 2002 og svo Krás á köldu svelli sem hann vann með Steingrími Guðmundssyni. Báðar þjóðlagakyns og eins er með þennan grip, þar sem nokkur kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi eru tónsett. Þetta er snotur plata og innileg, lögin velflest í þekkilegum þjóðlaga- gír. Um þau leikur skandinavískur blær og blokk- og þverflautur brjóta haganlega upp áreynslulaust og mel- ódískt flæði. Ingólfur reynir sig auk þess í völsum og suðrænni sveiflu og tekst ágætlega upp í því einnig þó að styrkur hans sé mestur í skandinav- íska vísnasöngvastílnum. Dætur Ingólfs, þær Sunna og Arnþrúður, syngja lungann af plötunni og gera það af- skaplega vel. Þær eru skýrmæltar og söngraddirnar alþýðlegar, tærar og fallegar. Falla þar með vel að rómantískum, oft og tíðum tilfinn- ingaþrungnum kvæðunum. Það er erfitt að tosa eitthvert eitt lag út en titillagið og „Margt er þeim að meini“ eru alveg sérstaklega vel heppnuð. Þá vil ég að endingu geta umslagsins sem er vel heppnað, klæðir innihaldið á smekkvísan hátt. Í orðum og anda Ingólfur Steinsson o.fl. – Segið það móður minni bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. SAMBIO.IS ÆVINTÝRITINNAEnskt tal kl. 12 - 2 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 3D 7 THEHELP kl. 5 - 8 - 10:50 2D L THEHELP kl. 2 - 6:20 - 9:20 2D VIP THETHREEMUSKETEERS kl. 5:40 - 8 - 10:20 3D 12 FOOTLOOSE kl. 1:30 - 5:50 - 8 2D 10 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 12 - 2:10 - 4:10 2D L REAL STEEL kl. 10:10 2D 12 JOHNNYENGLISH kl. 3:40 - 5:50 - 8 2D 7 DRIVE kl. 10:20 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 1:30 - 3:40 Ísl. tal 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 1 - 3 2D L ÆVINTÝRI TINNA 3D kl.12:40-3:10-5:40-8-10:30 L THE HELP kl. 6 - 9 2D L THE INBETWEENERS kl. 10:30 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 8 - 10:30 3D 12 ÞÓR kl. 12:40 - 3:10 - 5:50 3D L BANGSÍMON kl. 12:40 - 2:20 - 4:10 2D L FOOTLOOSE kl. 8 2D 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 12:40 - 3:10 2D L REAL STEEL kl. 5:20 2D 12 ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 1:30 - 5:40 - 8 3D 7 THETHREEMUSKETEERS kl. 10:20 3D 12 ÞÓR kl. 3:40 3D 14 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 2 - 4 2D L BORGRÍKI kl. 8 2D 14 KILLER ELITE kl. 10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L / AKUREYRI DONGIOVANNI(MOZART) Laugardag kl. 5 L THEHELP Lau. kl. 5 - 9:10 2D L THETHREEMUSKETEERS Lau. kl. 8 - 10:20 3D 12 FOOTLOOSE Um helgina kl. 8 2D 10 THE SKIN I LIVE IN Um helgina kl.10:10 2D 16 CONTAGION Um helgina kl. 5:50 2D 12 BANGSÍMON Lau. kl. 2 - 3:30 Ísl. tal 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Lau. kl. 1:40 Ísl. tal 3D L ALGJÖR SVEPPI Lau. kl. 3:40 2D L THEHELP Sun. kl. 3 - 6 - 9 2D L THREE MUSKETEERS 3D Sun. kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 BANGSÍMON Sun. kl. 1 - 2:30 Ísl. tal 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Sun. kl. 1:40 - 4 Ísl. tal 3D L ALGJÖR SVEPPI Sun. kl. 12* 2D L THEHELP kl. 6 - 9 2D L BANGSÍMON kl. 2 2D L THETHREEMUSKETEERS kl. 6 - 8 - 10:10 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 4 3D L REAL STEEL kl. 3:50 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 2 2D L / KEFLAVÍK / KRINGLUNNI / EGILSHÖLL / ÁLFABAKKA á allar sýningar merktar með appelsínugulu750 kr. ÍSLENSKT TAL 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! FRÁBÆ R TÓN LIST- MÖGN UÐ DANSA TRIÐI -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH NÝJASTA MEISTARAVERK FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIK- STJÓRANUM PEDRO ALMODÓVAR -EMPIRE HHHH ANTONIO BANDERAS ER STÓRKOSTLEGUR Í ÞESSUM MAGNAÐA ÞRILLER MYND SEM KEMUR STANSLAUST Á ÓVART NÝJASTA ÆVINTÝRIÐ UM BANGSANN SEM ALLIR ELSKA ÍSLENSK TAL LADDI EGILL ÓLAFSSON ÖRN ÁRNASON TÖFRANDI FJÖLSKYLDUSTUND FRÁ DISNEY SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI - H.S.S., MBL HHHHH LSHÖLL EYRI OG SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI H TIL STYRKTAR UMHYGGJU Don Giovanni Mozart www.operubio.is 29. okt kl.17:00 í Beinni útsendingu 2. nóv kl.18:00 Endurflutt HHHH - A.E.T ORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.