Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Málþing með notendum Faxaflóahafna Miðvikudaginn 2. nóvember, kl. 16:00 í Sjóminjasafninu við Grandagarð Til þess að kynna það sem er efst á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins þá boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 2. nóvember n.k. í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxflóahafna sf. og verður sem hér segir:  Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafan sf.  skipulags og umhverfismál.  Gísli Gíslason, hafnarstjóri  rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2012.  Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf.  Starfsemi HB Granda hf. í Reykjavík og á Akranesi  staða og horfur í sjávarútvegi.  Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands ehf.  starfsemi Líflands ehf. í Reykjavík og á Grundartanga.  Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna sf.  Hátíð hafsins, þróun umferðar skemmtiferðaskipa, aðstaða fyrir löndun á frystum fiski í Sundahöfn.  Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Slátrarar sem starfað hafa hjá SS á Hellu á Rangárvöllum ætla að hittast 5. nóvember næstkomandi. Þótt þeir kalli sig „gamla“ slátr- ara segjast þeir þó ungir í anda. Hópurinn ætlar að minnast lið- inna „gleðistunda í starfi og leik“ fyrir rúmum fimmtíu árum. Þessi hópur kom síðast saman fyrir fimm árum og þar áður fyrir tíu árum. Þá var fullt hús og fjör líkt og í gamla daga þegar allir voru ungir, segir í frétt frá þessum hressilega félagsskap. Þá kemur fram að allir sem unnu við slátr- un á Hellu séu hvattir til að mæta ásamt mökum, því „eftir fimm ár gæti það verið orðið of seint“. Anna frá Hvammi og Siggi frá Seli ætla að mæta Undir boðskortið, sem Morgun- blaðinu barst og beðið var um að komið yrði á framfæri til að vekja athygli á viðburðinum, skrifa skipuleggjendurnir, þau Siggi frá Hemlu, Anna frá Hvammi, Lóa frá Árbæ, Tommi í Hamrahóli, Guðmar í Meiri- Tungu, Siggi frá Seli, Albert frá Úlfsstöðum og Sigga frá Núpi. „Hafið samband, gömlu góðu fé- lagar og velunnarar sláturhúss- ins,“ segir í boðsbréfinu þar sem ennfremur kemur fram að til- kynna beri þátttöku til einhvers ofangreinds skipuleggjanda fyrir 31. október nk. Fagnaðurinn verður í Árhúsum á Hellu og hefst kl. 19.30. Gamlir slátrarar en ungir í anda  Sláturhússtarfsmenn á Hellu hittast Slátrari á Hellu Sveinn Andrésson frá Vatnsdal við vinnu sína. Hjúkrunarráð Sjúkrahússins á Ak- ureyri mótmælir þeim niðurskurði sem krafist er af sjúkrahúsinu á næsta ári. Kynntar hafa verið hug- myndir um að draga úr þjónustu við sjúklinga á Norðurlandi og vænta má að niðurskurðakröfur til annarra heilbrigðisstofnana á Norðurlandi auki enn álag á Sjúkrahúsið á Ak- ureyri. „FSA er annað sérgreinasjúkra- hús landsins og samkvæmt lögum varasjúkrahús Landspítala og því mikilvægt að hæft starfsfólk haldist í vinnu hér og tækjakostur og þekking sé áfram til staðar,“ segir í tilkynn- ingu frá hjúkrunarráðinu. Ráðið telur óhjákvæmilegt að auk- ið álag verði á þá starfsmenn sem eftir eru sem ógnar þar með öryggi sjúklinga. Því skorar ráðið á velferð- arráðherra og ríkisstjórnina að end- urskoða afstöðu sína í niðurskurðar- kröfu á FSA. Tækjakostur og þekking verði áfram til staðar FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikið er um galla í húsum sem byggð voru í góðærinu og ástæðurnar eru taldar vera margar. Hraðinn á fram- kvæmdum tók sinn toll, verktakar áttu erfitt með að fylgjast með öllu. Einnig er fullyrt að erlendir iðnaðar- og verkamenn hafi stundum fengið lé- legar upplýsingar hjá vinnuveitendum sínum og ekki þekkt aðstæður hér- lendis. Oft er um vatnsleka að ræða og hann er ekki neitt smámál. Heimild- armenn segja að tjón vegna vatnsleka sé alls 1500-2000 milljónir á ári hér- lendis, álíka og af völdum eldsvoða. Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að kvört- unum vegna byggingargalla hafi fjölg- að og afleiðingar mistaka og óvand- aðra vinnubragða geri auk þess oft ekki vart við sig fyrr en mörgum árum eftir að hús hefur verið reist. Stundum sé aðeins um smágalla að ræða sem auðvelt sé að laga. En einnig séu dæmi um mikla og alvarlega hönnunar- og byggingargalla þar sem úrbætur séu erfiðar og dýrar, jafnvel ómögulegar. Margir ákveði að bíta á jaxlinn, hiki við að fara í hart vegna þess að þá muni verðið á eigninni lækka á mark- aði. Sigurður segist vona að ný mann- virkjalög verði til að bæta ástandið. Um síðustu áramót tók til starfa Mannvirkjastofnun sem á einkum að sinna stjórnsýsluhlutverki á sviði byggingamála, brunavarna og raf- magnsöryggismála. Sigurður segir aðspurður rétt að byggingastjóri beri talsverða ábyrgð en honum ber samkvæmt lögum að vera með skyldutryggingu sem greidd er út ef eitthvað fer úrskeiðis. „Það kom í ljós þegar menn fóru að kanna ábyrgð hans vegna þess að fyr- irtækin sem seldu húsin höfðu farið á hausinn, ekkert af þeim að hafa og að- ilar jafnvel komnir með aðra kenni- tölu. En ábyrgð byggingastjóra getur samt aldrei dugað nema að litlu leyti fyrir tjóni vegna galla.“ Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, segir að ætlunin sé að auka gæði í mannvirkjagerð á Ís- landi enda mikið í húfi. Auknar kröfur og skýrari ábyrgð „Verðmæti fasteigna á Íslandi er um 5000 milljarðar króna og ef okkur tekst að auka gæðin í húsbyggingum bara um eitt prómill, einn af þúsundi, er það þjóðhagslega mjög hag- kvæmt,“ segir Björn. „Þess vegna ákvað löggjafinn m.a. að gera auknar kröfur bæði á hendur hönnuðum og framkvæmdaaðila og gera ábyrgð þeirra skýrari. Þá er átt við byggingastjóra og alla iðnaðarmenn sem koma að ferlinu. 2015 eiga allir þessir aðilar að vera búnir að koma sér upp gæðastjórn- unarkerfi. Og þótt rifist sé um það er það nú svo að gæðastjórnunarkerfi auka gæðin!“ En tekið verði tillit til þess við regl- ur um gæðastjórnun að oft er um að ræða lítil fyrirtæki og jafnvel ein- yrkja sem taki oft að sér ákveðinn hluta verks, kröfurnar verði miðaðar við það og ekki hafðar of íþyngjandi. Hann segir að ljóst sé að bæði hönnuðir og framkvæmdaaðilar, verktakarnir, eigi alltaf að vera fag- menn og vita hvernig eigi að standa að málum. Hjá þeim sé ábyrgðin fyrst og fremst og eigandinn, oft bygginga- félag, beri ábyrgð á því hverja hann fái til að hanna og framkvæma. Ekki sé hægt að skella bara skuldinni á klaufska verkamenn, innlenda eða er- lenda. Árið 2018 verða allir sem hafa eft- irlit með mannvirkjagerð að vera fag- giltir, að sögn Björns. Þá verði auð- veldara að fylgja því eftir að t.d. hönnun tryggi nægilegt burðarþol, hvort steypuhula á járnum sé í lagi og eldvarnir, handrið og önnur öryggis- mál séu einnig viðunandi. Milljarðar í súginn ár hvert  Mannvirkjastofnun hyggst draga úr byggingargöllum með auknu og bættu gæðaeftirliti  Vatnsleki veldur árlega nærri jafnmiklu tjóni á Íslandi og eldsvoðar eða 1.500-2.000 milljónum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraði! Mikið var byggt í góðærinu fyrir hrun en stundum meira af kappi en forsjá og ekki hugað nógu vel að gæðum vinnubragðanna. „Eitt af því sem gæti verið at- hyglisvert er að lögbjóða skyldutryggingu fyrir bygg- ingagöllum í nýjum húsum, ég á þá við verktakann eða þann sem selur nýju eignina,“ segir Sigurður H. Guðjónsson. „Danir tóku fast á þessum málum og settu fyrir nokkrum árum slík lög og spurning hvort við ættum ekki að feta sömu leið. Það hefur að vísu verið skylda hér frá 1997 að vera með byggingastjóra við allar framkvæmdir og þeir eiga nú að vera með lögboðna ábyrgð- artryggingu. Áður litu menn oft á þá sem hálfgert skraut. Hann ber núna ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við forskriftir og reglur en ekki endilega ábyrgð á göllum þótt hann beri samkvæmt dómum meiri ábyrgð en margir töldu.“ Skyldutrygg- ing til bóta? BYGGINGAR OG GALLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.