Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 NÝSKÖPUNARÞING 2011 ÁSKORANIR Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið þriðjudaginn 1. nóvember nk. kl. 8:30–10:30 á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni ÁSKORANIR. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2011 verða afhent. Húsið opnar kl. 8:15 með léttum morgunverði. DAGSKRÁ 8:30–10:30 Ávarp Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Áskoranir sem leiða til hagvaxtar Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hvað getur Ísland lagt af mörkum til fæðuframleiðslu framtíðar? Stefanía Katrín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar matorku Ný tækifæri á Norðurslóðum Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskipa Endurnýjanleg orka - helstu áskoranir Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri ráðgjafar hjá Reykjavík Geothermal Fæðuöryggi og sjálfbærni til framtíðar Kristinn Andersen, rannsóknastjóri hjá Marel Öldrun; sjúkdómur eða lífstíll? Magnús Oddsson, nýtæknihönnuður hjá Össuri Tónlistaratriði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari Nýsköpunarverðlaun Íslands 2011 afhent Fundarstjóri er Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Skráning fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is eða í síma 522 9000. Synir og dætur konunga eða drottn- inga Bretlands í framtíðinni hafa sama rétt til að erfa krúnuna sam- kvæmt breytingum á ríkiserfðalög- um sem samþykktar voru á leiðtoga- fundi samveldisríkja í Perth í Ástralíu í gær. Breytingarnar voru samþykktar á fundi leiðtoga sextán samveldisríkja þar sem Bretadrottning er þjóðhöfð- ingi. Samkvæmt ríkiserfðalögunum, sem hafa gilt í rúm 300 ár, hefur elsti sonur konungs eða drottningar erft krúnuna. Elsta prinsessan hefur að- eins getað orðið ríkisarfi ef hún á enga bræður, eins og í tilviki Elísa- betar Bretadrottningar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að breytingin myndi ná til afkomenda Karls Breta- prins. Þetta þýðir að ef Vilhjálmur Bretaprins og Katrín kona hans eignast dóttur verður hún ríkisarfi Bretlands. Julia Gillard, fyrsta kon- an til að gegna embætti forsætisráð- herra Ástralíu, fagnaði þessari breytingu og sagði hana hafa mikla sögulega þýðingu, þótt margir teldu hana sjálfsagða nú á tímum. Leiðtogarnir samþykktu einnig að afnema bann við því að konungur eða drottning Bretlands væri gift/ur kaþólikka. Alex Salmond, forsætis- ráðherra Skotlands, fagnaði þessari breytingu en sagði það mikil von- brigði að ekki var afnumið bann við því að kaþólikki erfði krúnuna. Prinsessur hafi sama rétt til ríkiserfða og prinsar  Leiðtogar samveldislanda samþykkja breytingar á ríkiserfðalögum Bretlands Reuters Breyttir tímar Elísabet Bretadrottning fylgist með dansi frumbyggja í Perth í Ástralíu. Drottning er í ellefu daga heimsókn þar í landi. Hún fagnaði breytingum á ríkiserfðalögunum og sagði að sum ákvæðanna væru nú úrelt. Vísindamenn, sem tilkynntu í september að fis- eindir gætu e.t.v. ferðast hraðar en ljósið, ætla að endurtaka til- raunina með nýj- um aðferðum. Fréttavefur breska ríkis- útvarpsins hefur eftir vísindamönnunum að þetta hafi verið ákveðið vegna gagnrýni sem fram hafi komið eftir að niðurstaða fyrri tilraunarinnar var tilkynnt. Beitt verði nýjum aðferðum til að endurmeta hraða fiseindanna áður en niðurstaðan verður birt í vísinda- tímariti. Vísindamenn við samstarfsverk- efni, sem nefnist OPERA, hófu nýju tilraunina fyrr í vikunni og gert er ráð fyrir að henni ljúki 6. nóvember. Tilraunin fer fram í 732 km langri braut milli CERN, Evrópsku rann- sóknamiðstöðvarinnar í öreinda- fræði í Genf, og ítalskrar rann- sóknastöðvar. Niðurstaða mælinga vísindamannanna benti til þess að fiseindirnar færu þessa leið á tíma sem er 60 nanósekúndum minni en sá sem reiknast út frá ljóshraða. Þessi niðurstaða vakti mikla athygli þar sem hún myndi kollvarpa af- stæðiskenningu Alberts Einsteins. Samkvæmt henni getur enginn hlut- ur farið hraðar en ljósið. bogi@mbl.is Fiseinda- rannsókn endurtekin Rannsóknastöð CERN í Genf  Fara þær í raun og veru hraðar en ljósið? Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag hefur hafið óformlegar viðræður við Saif al-Islam, son Muammars Gadd- afis, um að hann gefi sig fram til að hægt verði að sækja hann til saka fyrir stríðsglæpi. Talsmaður dóm- stólsins segir að viðræðurnar fari fram í gegnum milligöngumann. Ákveðið hefur verið að herþotur NATO fari frá Líbíu á mánudaginn kemur, en heimild öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna til hernaðaríhlutun- ar í landinu hefur verið felld úr gildi. „Þetta er ein best heppnaða að- gerðin í sögu NATO,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Bandalagið hefur boðist til að aðstoða nýju valdhafana í Líbíu við uppbyggingu öryggismála í land- inu. NATO hefur staðfastlega neitað því að hafa haft Gaddafi að skot- marki í loftárásunum. Engu að síður hæfði ein af þotum NATO bílalest Gaddafis þegar hann var á flótta frá borginni Sirte. Leiðtogi líbíska þjóðarráðsins fór fram á að NATO yrði í landinu fram að áramótum og sagði að enn stafaði hætta af bandamönnum Gaddafis. Alþjóðadómstóll í Haag ræðir við son Gaddafis  Hernaðaríhlutun NATO að ljúka Bolshoi-leikhúsið í Moskvu var opnað í gær eftir sex ára viðgerðir með sýn- ingu þekktra ballettdansara og söng óperusöngvara. „Þetta er þjóð- argersemi,“ sagði Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði 1.740 gesti sem Kremlverjar buðu á opnunarhátíðina. Reuters Þjóðargersemi opnuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.