Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011  Í dag og á morgun verða sýndar sex uppvakningamyndir (e. zombie) í Bíó Paradís, þ.e. kvikmyndir sem fjalla með einum eða öðrum hætti um hina lifandi dauðu. Hljómsveitin Malneirophrenia sér um dagskrá og mun einnig halda kvikmynda- tónleika í kvöld kl. 20 auk rafsveit- arinnar Radio Karlsson, við kvik- myndina L’Inferno frá árinu 1911. Við val á kvikmyndunum var lögð áhersla á lítt þekktar perlur upp- vakningageirans, eldri myndir og sjaldséð eða gleymd meistarastykki. Myndirnar eru, auk L’Inferno, Night of the Living Dead (1968), The Gra- pes of Death (1978), White Zombie (1932), Let Sleeping Corpses Lie (1974) og Zombi 2 (1979). Illvígir uppvakningar og kvikmyndatónleikar  Listalausi dagurinn verður hald- inn á þriðjudaginn. Markmiðið með listalausum degi er að minna á hve stóru hlutverki listir gegna í dag- legu lífi okkar. Lagt er upp með fimmtán boðorð, fólki til leiðbein- ingar, og fara hér nokkur. Listann í heild sinni má m.a. nálgast á Fés- bókinni. 2) Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni. 7) Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta. 10) Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan. Þú skalt ekki listar njóta - á þriðjudaginn Dans, dans, dans og aftur dans Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsti dansþáttur sinnar tegundar hér á landi, sjón- varpsþáttur sem gengur út á dans- hæfileikakeppni, hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Dans dans dans nefnist þátt- urinn og reyna hæfileikaríkir dansarar með sér í honum allt þar til einn stendur uppi sem siguvegari og hlýtur eina milljón króna að laun- um. Dómnefnd skipa Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dans- flokksins, Karen Björk Björgvins- dóttir, Íslandsmeistari og heims- meistari í samkvæmisdönsum, og Gunnar Helgason, leikari og leik- stjóri. Þá verður gestadómari í hverjum þætti. Dansprufur fyrir þættina, ætlaðar 16 ára og eldri, fóru fram í upphafi mánaðar í Laugar- dalshöll, forval keppninnar og segir stjórnandi þáttarins, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, að þátttaka hafi farið fram úr vonum og komið á óvart. Hún segir þættina sniðna að íslenskum aðstæðum. „Við vildum hafa þetta sem aðgengilegast fyrir dansarana því við vissum ekkert út í hvað væri verið að fara, hversu margir myndu skrá sig og hverjir myndu þora. Þannig að í rauninni dansar dansari, danspar eða dans- hópur bara eitt ákveðið atriði, þau gera það í undanúrslitum og úrslit- um ef þau komast áfram. Dansari þarf ekki að reyna fyrir sér í hinum ýmsu dansstílum, dansa bæði sam- kvæmisdans og hipphopp eins og er í So You Think You Can Dance. Hann dansar það sem hann er góður í. Við erum náttúrlega svolítið að mennta áhorfendur í danslistinni í leiðinni þannig að þá er frábært að hver dansari sýni það sem hann er bestur í svo áhorfendur fái að sjá það besta í hverju,“ segir Ragnhildur. Atvinnudansarar þátttakendur Í kvöld verða tveir þættir sýndir, sá fyrri helgaður dansprufunum og sá seinni þeim sem komust í undan- úrslit. Undanúrslitaþættirnir verða fimm, sex dansatriði sýnd í hverjum þætti og komast tvö áfram í úrslit. Tíu atriði keppa til úrslita og verður úrslitaþátturinn sýndur 10. desem- ber. „Það er svo frábært að sjá að allir bestu dansarar landsins ákváðu að mæta,“ segir Ragnhildur um þátt- tökuna. Atvinnudansarar eru meðal keppenda og nefnir Ragnhildur sem dæmi að nokkrir úr Íslenska dans- flokknum hafi skráð sig til leiks. „Við vildum bara fá allt það besta,“ segir Ragnhildur að lokum. Morgunblaðið/Golli Fimi Þátttakendur í forvali Dans dans dans hita sig upp í Laugardalshöll. Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd, Hetjur Valhallar – Þór, hefur gengið afar vel í íslenskum kvik- myndahúsum undanfarnar vikur, að- sóknin verið afbragðsgóð og myndin hlotið jákvæða gagnrýni á heildina litið. Ísland er þó aðeins fyrsti við- komustaður Þórs af mörgum því teiknimyndin hefur verið seld til 58 landa og verður sýnd á tugum tungumála, að sögn Hilmars Sig- urðssonar, fram- kvæmdastjóra CAOZ, sem fram- leiðir myndina. Til stendur að framleiða fleiri myndir um hetjur Valhallar og þá með sama hand- ritshöfundi, Frið- riki Erlingssyni, og útlitshönnuði, Gunnari Karls- syni. En til þess þarf heilmikið fjár- magn því eins og frægt er orðið er myndin sú dýrasta í íslenskri kvik- myndasögu. Hilmar segir drög hafa verið lögð að næstu mynd og verið sé að leita að fjármagni í verkefnið. „Eðli málsins samkvæmt vildu menn sjá útkomuna fyrst áður en þeir legðu meira í þetta, það er mjög eðlilegt,“ segir Hilmar. „Við erum náttúrlega á ferð- inni á þessum mörkuðum. Í næstu viku byrjar American Film Market og við erum búnir að selja hana til 58 landa, það má ekki gleyma því.“ Hilmar segir teiknimyndina verða talsetta á tungumál sýningarland- anna og hann hafi m.a. séð suðurkór- eska útgáfu myndarinnar. „Það er verið að þýða hana á öll möguleg og ómöguleg tungumál núna, hún fylgir þessari rútínu sem teiknimyndir fara í,“ segir hann. – Fer hún ekki á hinar ýmsu kvik- myndahátíðir? „Jú, jú, það er mikil eftirspurn eft- ir henni nú þegar.“ – Er komin hugmynd að efni næstu myndar eða mynda? „Já, við erum búnir að skrifa drög að tveimur myndum í viðbót og við eigum fullt af fóðri. Við erum rétt byrjuð að koma við norrænu goða- fræðina. Svo erum við líka að þróa tölvuleik sem hugmyndin er að komi á markaðinn í árslok 2012.“ – Þetta er óþrjótandi brunnur? „Ekki spurning. Við get- um verið að vinna í þessu fram í ellina og ættum þá örugglega nóg eftir.“ – Mun sami hópur vinna að næstu myndum, ef af þeim verð- ur? „Við erum að vonast til þess að allt lykilfólkið verði með okkur áfram, við stólum eiginlega svolítið á það í þessu og þetta er sett upp þannig, í raun og veru.“ – Í hópnum eru nokkrir Íslend- ingar sem orðnir eru þrautþjálfaðir í kvikun, ekki satt? „Heldur betur og á öllum þessum lykilpóstum, ekki gleyma tækninni. Sá sem er yfir tæknimálunum hjá okkur hefur reynst vera algjör snill- ingur, t.d. það að koma henni á skjáinn í þrívídd er meira en að segja það. Ég er svo glaður yfir því að eng- inn hefur talað um þrívíddina því það þýðir að hún virkar eins og hún á að virka, hjálpar sögunni, þú lifir þig betur inn í myndina en hún er ekki til trafala í frásögninni.“ Bjartsýnn á framhaldið – Nú hefur mikið verið fjallað um kostnaðinn við myndina og það á eft- ir að koma í ljós hversu miklum tekjum hún skilar af sér, þetta er rétt að byrja … „Jú, en við erum komin það langt með sölu á henni að það er ekkert sem bendir til annars en að allir fjár- festar fái sitt að fullu til baka. Það er alveg ágæt staða að vera í þegar við erum að koma út með hana.“ – Þannig að þú ert frekar bjart- sýnn á að gerðar verði fleiri myndir? „Það þarf eitthvað mikið að ganga á til að það verði ekki. Við erum með drög að því að halda áfram en ég skil það líka að fjárfestarnir vilji sjá verkefnið klárast áður en þeir skuld- binda sig því næsta.“ Hilmar segir Suður-Kóreu líklega verða fyrsta landið utan Íslands til að sýna myndina og Evrópusýningar hefjast upp úr miðjum febrúar á næsta ári. Spurður að því hvenær og hvort hún verði sýnd í Bandaríkj- unum segir Hilmar það ekki ljóst. Svör fáist líklega við því á kvik- myndakaupstefnunni American Film Market sem haldin verður í San Jose 2.-9. nóvember nk. „Þarna koma öll Hollywood-fyrirtækin með sitt og selja og það er fólk frá öllum heiminum þarna. Það eru mjög fáar myndir frá Evrópu sem fara beint inn á Bandaríkjamarkað, það er eig- inlega undantekning ef svo er. Þeir eru allir í þessum endurgerðum,“ segir Hilmar. Vonandi skýrist línur á næstu vikum um mögulegar sýn- ingar á myndinni í Bandaríkjunum. Þrumuguð í 58 löndum Ljósmynd/CAOZ Undirheimar Hel, drottning Undirheima, ógnar þúsundþjalasmiðnum Sindra sem bjó til Mjölni, öflugasta vopn í heimi, í Hetjum Valhallar – Þór.  Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór verður talsett á tugum tungumála  Drög lögð að framhaldsmyndum og leitað að fjármagni  Tölvuleikur í þróun Fjögur ár fóru í að fjármagna teiknimyndina um Þór áður en framleiðsla gat hafist og á endanum nam kostnaður við gerð henn- ar um 1,4 milljörðum króna. Ákveðið var að ráðast í gerð mynd- arinnar um ára- mótin 2004/2005 og legið var yfir handriti hennar, sagan endurrituð fimmtán sinnum og 25 út- gáfur gerðar af handrit- inu. Erlendir sérfræð- ingar fóru m.a. yfir handritið og þá menn sem m.a. hafa unnið við teiknimyndir á borð við Pocahon- tas, Mulan og Shrek. 25 útgáfur af handriti MIKIL VINNA AÐ BAKI Hilmar Sigurðsson www.legendsofvalhalla.com/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.