Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ SigurgeirScheving, leik- stjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 8. janúar 1935. Hann lést á Sjúkra- húsi Vest- mannaeyja 24. október 2011. For- eldrar hans vor Páll Scheving, f. 21. janúar 1904, d. 15. apríl 1990 og Jónheiður Steingrímsdóttir Scheving, f. 24. júlí 2007, d. 25. desember 1974. Systur Sig- urgeirs eru Helga Rósa Schev- ing, f. 1930 og Margrét Schev- ing, f. 1944. Sigurgeir kvæntist Katrínu Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, f. 10.11. 1940, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Heiða Björg Scheving, f. 20.6. 1960, maki Páll Magnús Pálsson. Börn Heiðu Bjargar eru: a) Hrund Scheving Sigurðardóttir, maki Jón Helgi Sveinsson, börn þeirra eru Selma Rún og Magn- ús Heiðar og b) Eygló Scheving Sigurðardóttir, hennar dóttir er Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir. 2) Sigurpáll Scheving, f. 27.5. og sótti fjölmörg námskeið bæði heima og erlendis í leiklist og leikstjórn. Hann starfaði sem bílstjóri og kaupmaður fyrstu starfsár sín en leiklistarbakt- erían sem hann fékk með móð- urmjólkinni fékk snemma yf- irhöndina. Fyrsta hlutverk hans var fyrir Leikfélag Vest- mannaeyja 1949 þegar hann var 14 ára gamall. Hann lék síðan í fjölmörgum uppfærslum og að- allega hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja. Einnig lék hann í kvikmyndum og aðstoðaði við leikstjórn þeirra. Seinna var það fyrst og fremst leikstjórn sem átti hug hans allan. Á leik- stjóraferli sínum setti hann á svið yfir 60 leikverk. Þar með talin frumsamin verk og verk samin í félagi við aðra. Á sumr- in starfaði hann við kvikmynda- sýningar bæði leiknar myndir og heimildarmyndir um Vest- mannaeyjar og eldgosið í Vest- mannaeyjum. Eftir að Sigurgeir kynnist eftirlifandi eiginkonu sinni starfaði hann ásamt henni við eigið fyrirtæki, Eyjaferðir, sem sérhæfir sig í ferðamannaþjón- ustu. Útför Sigurgeirs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 29. október 2011, og hefst athöfnin kl. 11. 1964, maki Eva María Jónsdóttir. Börn Sigurpáls eru Egill Breki Schev- ing, Hrafnkatla Scheving, Kolfinna Scheving, barn Sig- urpáls og Evu er Sigríður Scheving. Börn Evu eru Matt- hildur, Júlía og Sigrún Ósk- arsdætur. Fyrir átti hann Bylgju Scheving, f. 10.11. 1956. Hennar börn eru: a) Nína Dögg Filippusdóttir, maki Gísli Örn Garðarsson, barn þeirra er Rakel María og b) Andri Snær Helgason. Sigurgeir giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ruth Barböru Zohlen, f. 29.3. 1948, 17.11. 2001. Börn hennar eru Þór Friðriksson, maki Sandra Mjöll Jónsdóttir og Sólrún Barbara Friðriksdóttir, maki Rúnar Kristinn Rúnarsson. Sigurgeir ólst upp á Hjalla í Vestmannaeyjum. Hann tók landspróf frá Héraðsskólanum að Skógum og samvinnuskóla- próf frá Bifröst. Hann fór í Leiklistarskóla Ævars Kvaran Elsku pabbi. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í okkur. Sorg vegna þess að þú hefur kvatt okkur í síðasta skipti í þessu jarðlífi og léttir yfir því að þú þarft ekki meira að þjást. Það var átak- anlegt að horfa upp á mann eins og þig sem alltaf hefur geislað af orku og lífskrafti, gefast upp fyrir einhverju. Það varð þá líka að vera eitthvað sem mannlegur máttur ræður ekki við, ólækn- andi sjúkdómur. Þú varst fæddur sama dag og Elvis Presley, báðir byrjuðuð þið ykkar starfsferil sem vöru- bílstjórar, báðir voru söngvarar og báðir misnotuðuð þið áfengi. En þar skilur á milli þín, pabbi, og Presleys því þú sigraðir í baráttunni við Bakkus og jú hann gaf út fleiri plötur en þín rödd lifði lengur. Þú varst listamaður og varðst þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að starfa við það sem þér þótti skemmtilegast í lífinu, leiklist. Þú lékst í fjölmörgum leikritum og sást nokkrum sinnum á hvíta tjaldinu. Þú settir á svið 60 leik- verk og sum þeirra samdir þú sjálfur. Okkur er til efs að nokk- ur annar Íslendingur hafi afrek- að slíkt. Þú varst alltaf að leika og leikstýra, alls staðar og alltaf. Okkur er báðum mjög minnis- stætt þegar þú lést okkur syngja, með leikrænum tilburð- um, Hey Jude eftir Bítlana, aft- ur og aftur eitt kvöldið. Það var svo gaman hjá okkur. Við systk- inin vorum þá 5 og 9 ára og skildum ekki texta við sungum bara og lærðum lagið og orðin en í dag setjum við okkar skiln- ing í textann. Hann fjallar um það að ef okkur finnst eitthvað sorglegt, erfitt eða óyfirstígan- legt hefur maður val um að gera ástandið betra, betra, betra, betra, betra. Pabbi, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir því að þú værir að kenna okkur að já- kvæðni og gleði bæri okkur lengra en neikvæðni. Eitt af því besta sem hefur hent þig, fyrir utan auðvitað að eiga okkur þrjú börnin þín, er hún Ruth. Ástin og vináttan sem hefur einkennt samband ykkar er til eftirbreytni. Sam- band ykkar hafði ekki staðið í marga mánuði þegar hún stimplaði sig inn í Leikfélag Vestmannaeyja. Þetta voru fyrstu jólin ykkar og Ruth var að lesa eina af nýju jólabók- unum fyrir Sólrúnu dóttur sína, þá kviknaði hugmynd, að búa til leikgerð upp úr Latabæ og hvað, auðvitað varð það leikrit. Það voru litlu hlutirnir sem engin annar sá en þú tókst eftir, þú sást kómíkina í öllum hlut- um. Matreiddir síðan fyrir okk- ur hin á þinn hátt og úr varð oft óborganlegur farsi. Gleði og kraftur var það sem einkenndi þig ásamt gríðarlega sterkri réttlætiskennd. Þú varst fylginn þér og ef þú byrjaðir á ein- hverju var það klárað. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst mikill dýravinur. Það var ótrúlega gaman að koma með börnin til ykkar Ruthar, heimilið og garð- urinn var alltaf fullur af dýrum. Elsku pabbi, það verður erfitt að hugsa sér heiminn án þín. Þakka þér fyrir lífið sem þú gafst okkur og gleðina sem þú veittir okkur. Heiða Björg og Sigurpáll. Sigurgeir, eða Geiri frændi eins og ég kallaði hann, er nú farinn frá okkur eftir harða bar- áttu við erfið veikindi. Það er aldrei auðvelt að kveðja ástvin hið hinsta sinn en þrátt fyrir það get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa til elsku frænda míns. Hann var snillingur með meiru og aldrei langt í grínið. Mér fannst ég alltaf eiga einn afa í Eyjum sem var mér líka mjög góður vinur. Heimsókn til Geira frænda og Ruth hefur verið fastur liður í ferðum mínum til Eyja í gegn- um árin. Það var svo gott að sitja á sófanum og spjalla um daginn og veginn og allt milli himins og jarðar. Geira fannst heldur ekki leiðinlegt að taka rölt um garðinn sem hann var svo stoltur af og kynna mig fyr- ir ýmsum fjölskyldumeðlimum sem dvöldu í fuglabúri sem hann hafði útbúið við eina hús- hliðina. Geiri minn, elsku frændi og vinur. Ég kveð þig með sökn- uði en hlátri í hjarta vegna þess að þannig varst þú. Ástarkveðjur til Ruth og allra þeirra sem sakna þín. Þessi orð Mugison við uppá- haldslagið mitt í dag, sem lætur mér alltaf líða svo vel, langar mig til að verði mín lokaorð. Ég vona að núna líði þér líka vel. Það er andvökubjart, himinn kvöldsólarskart. Finnum læk, litla laut, tínum grös, sjóðum graut. Stingum af í spegilsléttan fjörð, stingum af, smá fjölskylduhjörð. Senn fjúka barnaár, upp í loft, út á sjó. Verðmæt gleðitár. Elliró, elliró. Íris Þórarinsdóttir. Hann Geiri frændi hefur kvatt jarðvistina. Þegar ég sest niður til að rita kveðjuorð til frænda míns og vinar, koma einkum tvær myndir upp í hug- ann. Í fyrri myndinni erum við strákarnir, ég, Viktor og Sig- urpáll að leika okkur í fótbolta í garðinum hjá afa og ömmu á Hjalla. Það var alltaf gaman og við gátum steingleymt okkur í sparkinu. Ekki þótti öllum jafn gaman að þessari iðju okkar, sérstaklega var hjónunum í næsta húsi, Ísleiki og Elín- borgu, illa við íþróttastarfið. Það var kannski eðlilegt, þau áttu huggulegan garð og rækt- uðu falleg blóm. Vörubíll rennir í hlaðið og Geiri frændi stekkur úr bílnum og blandar sér í leikinn hjá okk- ur strákunum af fullum krafti, okkur til mikillar ánægju. Allt í einu sparkar Geiri boltanum, óskiljanlega klaufalega, inn í garðinn hjá Ísa og hleypur svo fyrir húshornið í felur. Það var eins og við manninn mælt, við gersamlega frusum, því Ísi og garðurinn voru beintengdir, hann kom alltaf strax út þegar þetta gerðist með stóran hníf, tók boltann í aðra höndina og hélt hnífnum hátt á lofti í hinni og sagði grafalvarlegur: „Næst sker ég boltann.“ Við komum aldrei upp orði í þessum kring- umstæðum. Það sem var skrítið við þetta var að þegar ég leit á Geira, þá ljómaði hann allur, það var heilmikill glettnisglampi í augunum á honum. Honum fannst þetta bara æðislega gam- an. Geiri frændi minn var stór- skemmtilegur æringi, sem ég kunni að meta. Í hinni myndinni er ég sendur með mat til hans niður í Land- lyst, þar sem hann bjó. Þar mætti mér annar maður. Hann situr, það er skrítin lykt af hon- um og augun eru brostin, dimm og þung, á bak við þau eitthvað sem mér líkar ekki. Málrómur- inn sólvana og særður. Ég er feginn þegar ég slepp út. Þarna var frændi minn á valdi kon- ungsins sem bara blekkir, ekk- ert gefur, bara tekur. Hann tók mikið af frænda mínum. Geiri yfirgaf óvin sinn og gekk úr hirð þessa konungs seinna í lífinu, studdur af góðri konu. Það er því óhætt að segja að í lífi frænda míns hafi skipst á skin og skúrir. Geiri vann marga sigra, var ástríðufullur ákafamaður, sem lét verkin tala. Hann var pólitískur og fylginn sér, ég fylgdist með honum af aðdáun þegar hann á dögunum gekk í fyrirtæki í Eyjum og afl- aði stuðnings við flutning á sorpbrennslunni, fársjúkur af krabbameini. Við höfum alltaf verið góðir vinir, sú vinátta efld- ist verulega síðasta áratuginn eftir að ég fluttist aftur í Eyj- arnar. Við áttum sömu hugð- arefnin og ræddum þau. Ég þakka Geira allar skemmtilegu stundirnar, hvatn- inguna, vináttuna, hlýjuna og alla gæskuna gagnvart börnun- um mínum. Frænda minn kveð ég með söknuði. Elsku Rut. Ég óska þess heitt að friður og öll fegurð lífs- ins fylgi þér framtíðarveginn. Til þess hefur þú unnið. Í brjósti fárra slær fegurra hjarta. Bylgja, Heiða, Sigurpáll, Þór og Sólrún, Guð blessi ykkur öll. Páll Scheving Ingvarsson. Góður drengur hefur yfirgef- ið þetta jarðlíf og haldið út á móðuna miklu. Ég vil minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Sigurgeir Scheving ár- ið 1989 og ég tilheyrði fjöl- skyldu hans í hartnær tvo ára- tugi. Ég hitti hann við mörg tækifæri og spjallaði við hann um menn og málefni; um erfiða sem auðvelda fleti tilverunnar. Mér fannst jafnan gott að tala við Sigurgeir. Víst er að glað- værari menn þekkti ég fáa. Minnisstæð eru fjölskyldu- boðin með Sigurgeiri, börnum hans og barnabörnum. Í þessum boðum var mikið hlegið og Sig- urgeir var hrókur alls fagnaðar og ávallt til í tuskið í gríni og glensi. Sigurgeir var lands- þekktur leikstjóri og enginn skortur var á leikhæfileikum í fjölskyldu hans. Fjölskyldufund- ir með honum voru því tilhlökk- unarefni og oft leið mér eins og á bestu gamanleiksýningu þegar brugðið var á leik í frjálsum spuna um ýmsar spaugilegar hliðar tilverunnar. Sigurgeir var höfðingi heim að sækja og ég gleymi aldrei ferðum á þjóðhá- tíð þar sem gist var á heimili Sigurgeirs og komið saman með fjölskyldu hans á heimilinu, í brekkunni eða í hvítu tjaldi í Herjólfsdal. Nú hefur Sigurgeir Scheving kvatt heiminn eftir viðburðaríka ævi. Ég á góðar minningar um góðan dreng og ræktarsaman afa í Eyjum. Þegar ég hugsa til Sigurgeirs er stutt í brosið hjá mér. Það hefði honum líklega ekki þótt verra. Samúðarkveðjur sendi ég eig- inkonu hans, börnum og barna- börnum. Helgi Þór Ingason. Kveðja frá Leikfélagi Vestmannaeyja Sigurgeir Scheving og er nú fallinn frá, 76 ára að aldri. Sigurgeir er okkur öllum vel þekktur, þá helst fyrir atorku sína og hæfileika á sviði leik- listar, söngs og menningar. Hann var ör og orkumikill mað- ur sem nýttist honum vel í leik og starfi. 14 ára steig hann fyrst á svið með Leikfélagi Vest- mannaeyja á kvöldskemmtun fé- lagins árið 1949. Var það upp- hafið að hartnær 60 ára ferli Sigurgeirs hjá félaginu og víðar. Sigurgeir átti ekki langt að sækja hæfileikana. Móðir hans, Jónheiður Scheving, var Vesta- mannaeyingum vel kunn hjá Leikfélaginu og léku þau Sig- urgeir saman í einu verki árið 1955, Fjalla-Eyvindi. Það má því í raun segja að Sigurgeir hafi orðið leiklistinni að bráð því á ferlinum lék hann hátt í 40 persónur í hinum ýmsu leik- verkum. Þekktastur var hann fyrir hlutverk Jónatans í verk- inu Hart í bak en að sögn bæj- arbúa átti hann skilinn Óskarinn fyrir þann leik. Hann var einnig góður söngvari og muna enn margir eftir söng hans „Ég vil fá mér kærustu“ úr verkinu Ævintýri á gönguför frá árinu 1961. Þótti Sigurgeiri afar vænt um það lag alla tíð. Sigurgeir leikstýrði sínu fyrsta verki árið 1976 en það var verkið Klerkar í klípu. Var það upphafið að afar farsælum ferli hans sem leikstjóra en hann leikstýrði einum 60 leikverkum um ævina, bæði hér heima og um allt land. Að sögn vina úr Leikfélaginu hafði Sigurgeir ótæmandi orku, var leiðbeinandi og hvetjandi í alla staði og var sérstaklega laginn við að finna rétta fólkið í stöðurnar. Jafnvel þó hann þyrfti að leita að fólki utan úr bæ. Væri engu logið þegar sagt væri: „Sigurgeir var einn besti leikstjóri sem starfað hefur með Leikfélaginu í gegn- um tíðina.“ Hann setti upp og samdi fyrstu leikgerðina af Latabæ árið 1995 og var það upphafið að því stóra ævintýri sem úr varð með Latabæ sem leikriti og síðar sjónvarpsþætti. Það kom í hlut Hrundar Schev- ing, barnabarns Sigurgeirs, að verða fyrsti lifandi Íþróttaálf- urinn. Þykir það miður hve litla viðurkenningu Sigurgeir hlaut fyrir þátt sinn í þessu ævintýri en þeir sem til þekkja geta verið stoltir af þeim uppruna. Síðasta verk Sigurgeirs var Tyrkjaránið árið 2007 en því leikstýrði hann ásamt því að leika þar lítið hlutverk. Þá voru liðin nákvæmlega 58 ár frá því að hann hóf að starfa með félag- inu. Var Sigurgeir gerður að heiðursfélaga Leikfélags Vest- mannaeyja árið 2010 á 100 ára afmæli félagsins. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Leikfélag Vestmannaeyja kveður nú þennan einstaka fé- laga sem hefur snert hverja ein- ustu fjöl í starfi þess í öll þessi ár. Með söknuði og þökk fyrir framlag hans til leiklistar í Vestmannaeyjum vottum við fjölskyldu hans og vinum hjart- ans samúð. Guð blessi góðan fé- laga. F.h. Leikfélags Vestmanna- eyja, Birkir Thór Högnason. Sigurgeir Scheving ✝ Hjartkær föðursystir mín, mágkona og afasystir, HILDUR THORARENSEN, áður til heimilis Hagamel 42, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. október. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Ingibjörg Thorarensen, Örvar Birkir Eiríksson, Þóra Ölversdóttir, Þórey Inga og Lovísa Rán. ✝ Okkar ástkæra SIGRÍÐUR JÓHANNA ANDRÉSDÓTTIR, Hanna Andrésar frá Siglufirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 26. október. Andrés Ingi Vigfússon, Þórdís S. Mósesdóttir, Sigurjón Vigfússon, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Hinrik Vigfússon, Rannveig Vigfúsdóttir, Eyjólfur R. Sigurðsson, Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, BRYNJA KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR, Maríubaug 63, lést miðvikudaginn 26. október á Landspítala Fossvogi. Útför auglýst síðar. Júlíus Einarsson, Lárus Viðar Sveinbjörnsson, Einar Atli Júlíusson, Benedikta Eik, Kristín Alda Júlíusdóttir, Július Ármann Júlíusson, Ingibjörg Rannveig Kristjánsd., barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur, sambýlismaður og frændi, PÁLL ÓSKARSSON, Holti, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 26. október. Minningarathöfn fer fram miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14:00 í Grensáskirkju. Útförin fer fram laugardaginn 5. nóvember kl. 14:00 frá Fáskrúðsfjarðarkirkju. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Björg Óskarsdóttir, Víglundur Gunnarsson, Sonja Berg, Sverrir Sigurðsson, Sigríður Ólafía Sveinsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.