Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Tímalengd samninga er stutt, end- urnýjunartíminn mjög stuttur og lík- ur á endurnýjun óvissar. Að öllu virtu eru þessi atriði til þess fallin að auka á óvissu frekar en hitt,“ sagði Axel Hall, lektor við Háskólann í Reykja- vík, meðal annars í erindi á aðalfundi LÍÚ í gær. Axel var formaður sér- fræðinganefndar sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði í fyrravetur til að fjalla um hagræn áhrif frumvarps um fiskveiðistjórnun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir samningum til 15 ára og möguleikum á framlengingu til átta ára. „Kerfið sem hér er lagt til lýkur á 23. ári án fyrirheits og í því er mörgum spurn- ingum ósvarað, til dæmis hvort markmið stjórnvalda sé framhald nú- verandi kerfis eða hvort í þessu frum- varpi sé að finna sólarlagsákvæði þess,“ sagði Axel. Megininntak þess sem fræðimenn hefðu skrifað um samningaleið í sjáv- arútvegi fjallaði um samfellu milli samningstíma og endurnýjunar. Slíka samfellu væri ekki að finna í frumvarpinu. Axel sagði að umræða um samningsleið væri orðin um tíu ára gömul og sjónarmið sem skiptu máli fyrir nýtingarrétt í samnings- kerfi hefðu rækilega verið reifuð með stefnumótun sem stjórnvöld hefðu unnið að. Frumvarpið viki frá þess- um sjónarmiðum í veigamiklum at- riðum. Draga úr leigjendavanda Hann sagði að rök mætti færa fyrir því að eftir því sem tímalengd samn- inga styttist drægi úr jákvæðum um- gengniseiginleikum um auðlindina, en á hinn bóginn mætti bæta fyrir styttingu samninga með því auka lík- ur á endurnýjun. Auknar líkur á end- urnýjun væru til þess fallnar að draga úr svokölluðum leigjenda- vanda sem birtist í neikvæðum hvöt- um í umgengni um auðlindina vegna stutts nýtingartíma. Axel sagði að vinna þyrfti út frá þeim viðmiðum sem starfshópurinn, svokölluð sáttanefnd, horfði til þegar sátt náðist um samningaleiðina síð- asta haust. Samningaleið á villigötum Ljósmynd/Atli Rúnar Á aðalfundi Eggert Benedikt Guðmundsson, Ólafur Eggertsson, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Magnús Krist- insson slá á létta strengi á aðalfundi LÍÚ þar sem margvísleg hagsmunamál greinarinnar voru tekin til umræðu.  Mörg atriði í frumvarpi um fiskveiðistjórnun til þess fallin að auka á óvissu segir Axel Hall, lektor og formaður sérfræðinganefndar sjávarútvegsráðherra „Mín niðurstaða er sú að frumvarpið skerði stjórnar- skrárvarin atvinnuréttindi handhafa aflaheimilda og verði það að lögum kunni það að skapa ríkinu bóta- skyldu,“ segir Hulda Árnadóttir, lögmaður hjá LEX lög- mannsstofu. Hún flutti erindi á aðalfundi LÍÚ í gær og fjallaði með- al annars um stjórnskipulega vernd aflaheimilda, at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og hvort frumvarpi til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða fæli í sér óhóflegt framsal löggjafarvalds til ráðherra í andstöðu við stjórn- arskrá. „Það er umhugsunarefni að í þessu frumvarpi er ekki minnst einu orði á hugsanlega stjórnskipulega vernd aflaheimilda, sem hefur þó verið í brennidepli fræði- legrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið frá því að það var fest í sessi,“ sagði Hulda. „Það hefur verið al- menn skoðun meðal fræðimanna að aflaheimildir og þau réttindi sem við þær eru bundin njóti verndar sem at- vinnuréttindi á grundvelli stjórnarskrár og sumir hafa jafnvel talið þessa vernd víðtækari heldur en vernd at- vinnuréttinda. Að þessu er ekki vikið að einu orði í frum- varpinu. Eins og frumvarpið er úr garði gert stenst það ekki nokkra skoðun og þá er ég ekki að gefa hugmyndafræð- inni sem slíkri eða samningaleiðinni einkunn. Þessu verður hins vegar ekki breytt án þess að taka fullnægj- andi tillit til réttinda þeirra sem í greininni starfa,“ sagði Hulda Árnadóttir, í samtali við Morgunblaðið. aij@mbl.is Bótaskylda er hugsanleg  Frumvarpið skerðir stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjald í 27% sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2012 jafngildir því að ríkið skattleggi 116% hagnaðar útgerðarfyrirtækja að jafn- aði, sagði Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Eyjum, í erindi á aðalfundi LÍÚ í gær. „Álagning auðlindaskatts, sem rík- isstjórnin boðar í frumvarpi til fjár- laga ársins 2012, jafngildir því að rík- ið hirði meir en allan hagnað úr sjávarútveginum og þjóðnýti þar með atvinnugreinina í raun,“ sagði Sig- urgeir. Hann hefur metið áhrif boð- aðrar hækkunar auðlindagjalds á fyrirtækin í ljósi upplýsinga úr árs- reikningum stórs hluta þeirra og gagna frá Hagstofunni um hag fisk- veiða. Sigurgeir sagði að útvegurinn þyldi ekki þær álögur sem stjórnvöld boðuðu, fyrirtækin yrðu gerð verð- laus ef svo færi sem horfði. Útreikningar Sigurgeirs sýna að skattprósenta ríkisins fór upp í 70% af hagnaði útgerðarinnar, tekjuskatt- ur og auðlindagjald, þegar Alþingi samþykkti 13,3% auðlindagjald vorið 2011. Nú boði ríkisstjórnin að bæta um betur með því að fara með auð- lindagjaldið í 27% og þjóðnýta út- gerðina með skattlagningu í stað fyrningarleiðar, eins og hann orðaði það. Vilja festu í stað óvissu Adolf Guðmundsson var endur- kjörinn formaður LÍÚ í í gær. Aðal- fundurinn sendi frá sér tillögu um stjórn fiskveiða þar sem skorað er á stjórnvöld „að ganga nú þegar til samstarfs við útvegsmenn um fram- tíðarskipulag fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Mikilvægt er að festa komist á varðandi starfsskilyrði sjávarút- vegsins í stað þeirrar óvissu sem nú ríkir. Til að hámarka afrakstur þjóð- arinnar af nýtingu fiskistofnanna verður að tryggja þá langtímahugsun sem hefur skilað íslenskum sjávar- útvegi í fremstu röð. Það verður best gert með því að byggja stjórn fisk- veiða áfram á aflamarkskerfinu.“ Þjóðnýting í stað fyrn- ingarleiðar Útvegurinn þolir ekki boðaðar álögur Sjóðurinn Vildarbörn Icelandair afhenti 20 börn- um ferðastyrki fyrsta vetrardag. Markmið sjóðsins Vildarbarna er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systk- inum tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Þetta er 17. úthlutun sjóðsins og 9. starfsár hans. Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með eftirtöldum hætti: Með beinu fjárframlagi Ice- landair, frjálsum framlögum félaga í Vild- arklúbbi Icelandair sem geta gefið af Vild- arpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair, sölu á Vildarenglinum um borð í vélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair. Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjölskyldnanna valið að fara til Flórída og heimsækja Disneyland. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eig- inkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var for- stjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Ice- landair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún er nú í stjórn Vildarbarna Icelandair. Verndari sjóðsins er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, en Sigurður Helgason er formaður stjórn- ar hans. Á myndinni eru styrkþegar dagsins ásamt fjölskyldum sínum og forsvarsmönnum Vild- arbarnasjóðsins. Tuttugu börn fengu draumaferðina Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra, fulltrúar tuttugu félagasamtaka og umboðsmaður barna undirrit- uðu í gær yfirlýs- ingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án nei- kvæðra afleiðinga áfengis- og vímu- efnaneyslu sé virtur. Var það gert í tilefni af Vímuvarnaviku 2011. Í yfirlýsingunni er bent á mik- ilvægi þess að börn og ungmenni hafni neyslu áfengis og annarra vímuefna, enda stafi þeim ýmis hætta af neyslu þeirra. Mikilvægt að börn hafni neyslu áfengis og annarra vímugjafa Guðbjartur Hannesson Fimm ungmenni brutust inn í veit- ingahúsið Hafið bláa við Óseyrarbrú Ölfusár rétt eftir klukkan sex í gær- morgun og tóku þaðan allt það áfengi sem var að finna á staðnum. Vegfar- endur urðu varir við þjófnaðinn og létu lögreglu vita. Ungmennin fingralöngu sem héldu til Reykjavík- ur óku síðan í flasið á lögreglu á mót- um Hafravatnsvegar og Suðurlands- vegar og voru handtekin. Þjófótt ungmenni óku í flas lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.