Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Græn Jón Gnarr borgarstjóri og leikskólabörn á Fífuborg ýttu í gær úr vör verkefninu Grænum skrefum en markmið þess er að hvetja stofnanir borgarinnar til að tileinka sér vistvænni rekstur. Sigurgeir S Magnús Orri Schram hefur sest á bekkinn hjá Merði Árnasyni þar sem þeir hlakka yfir því, að ekki skuli rísa ál- ver á Bakka. „… það var greinilega farsæl ákvörðun hjá stjórn- völdum árið 2009 að segja upp einok- unarsamningi við Al- coa um orkuna og ræða við aðra aðila,“ skrifar hann í Morg- unblaðið á fimmtudag. Blaðagrein- in ber með sér, að Magnús Orri skilur ekki um hvað málið snýst og er illa að sér um einstaka efnisþætti. Guðlaug Gísladóttir verkefn- isstjóri á Húsavík skrifaði grein um þessi mál í Morg- unblaðið fimmtudag- inn 20. október sem ég bendi Magnúsi Orra á að lesa. Sú mynd, sem hún dreg- ur upp er skýr og hvarvetna í samræmi við staðreyndir málsins. Magnús Orri er með tvær klisj- ur, sem þingmenn Samfylking- arinnar klifa á. Önnur er þessi: „Ekki býðst nægilega mikil orka á svæðinu.“ Þetta er rangt. Spurn- ingin er hins vegar hvort orkan verði nýtt í Þingeyjarsýslum eða send til annarra landsfjórðunga. „Einokunarsamningur Alcoa um orkuviðræður“ er hin klisjan og í rauninni ekki annað en merking- arlaust bull. Annaðhvort gengur Landsvirkjun til samninga um orkukaup af fullum heilindum eða lætur það vera. Það eru almennir mannasiðir og heilbrigðir við- skiptahættir. „Ljót er lífssagan, sonur,“ sagði Sigurjón á Laxamýri við Jóhann skáld, þegar hann tók á móti hon- um í Kaupmannahöfn. Og ljótur er ferill ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og fyrsta þing- manns kjördæmisins Steingríms J. Sigfússonar. Þeim hefur tekist að stöðva atvinnuuppbyggingu á Bakka, svo að atvinnuleysið er orðið viðvarandi. Næsta skref er að leggja Sjúkrahúsið á Húsavík niður og loka barnadeildinni við Sjúkrahúsið á Akureyri um helg- ar. Ekki er kyn þótt keraldið leki, gisið og gjarðfátt, og Magnús Orri taki sér penna í hönd! Sjá roðann í austri: Níu af tíu ráðherrum ríkisstjórnarinnar voru í Alþýðubandalaginu og Jóhanna Sigurðardóttir þoldi ekki við í Al- þýðuflokknum. Enn dingla þó nokkrir hægri kratar á þingi undir merkjum Samfylkingarinnar, stefnulausir og villtir og tauta vers úr Tímanum og vatninu: Hið rauðgula hnoða, sem rennur á undan mér, fylgir engri átt. Eftir Halldór Blöndal » Þeim hefur tekist að stöðva atvinnu- uppbyggingu á Bakka, svo að atvinnuleysið er orðið viðvarandi. Halldór Blöndal Höfundur var þingmaður Norð-austurkjördæmis. Magnús Orri og álver á Bakka Velferðarráðherra lagði á 139. löggjaf- arþingi (2010-2011) skýrslu fyrir Alþingi um fæðingar- og for- eldraorlof. Skýrslunni var ætlað að gera grein fyrir því hvort, og þá hvaða, áhrif skerðingar á greiðslum til fólks í fæðingarorlofi hefðu haft á nýtingu foreldra á réttindum til laun- aðra samvista við nýfædd börn sín. Af lestri skýrslunnar er ljóst að nýlegar breytingar á rétti nýbak- aðra foreldra ógna því að fæðing- arorlofskerfið þjóni þeim tilgangi sem því er ætlað að uppfylla sam- kvæmt lögum. Brýnt er að brugðist verði við þessu með skjótum og markvissum hætti. Vísbendingar eru um að lækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi hafi frekar haft áhrif á feður en mæður, feður taki nú síður fæðing- arorlof og þeir sem nýti sér það taki færri daga frá vinnu en áður. Hafa ber í huga að móðir og faðir eiga annars vegar sjálf- stæðan fæðingarorlofs- rétt sem ekki er fram- seljanlegur og hins vegar sameiginlegan rétt. Ef feður taka síð- ur fæðingarorlof skap- ast aðstöðumunur milli nýfæddra barna, enda samvistir barns með foreldrum styttri ef faðir ekki nýtir sinn óframseljanlega rétt. Einnig kemur fram að fæðingum hefur fækkað milli áranna 2009 og 2010, en frá árinu 2001 hafði almennt verið fjölgun milli ára. Skýrslan hefst á löngum inn- gangskafla þar sem athygli er vakin á öðrum þáttum sem haft gætu áhrif á töku foreldra á fæðingarorlofi. Minnst er á almennar þrengingar sem orðið hafa frá hruni, óvissu á vinnumarkaði, auknar skuldir heim- ila og lækkandi kaupmátt. Tilgangur laga um fæðingar- og foreldraorlof er annars vegar að tryggja barni samvistir við báða for- eldra og hins vegar að gera bæði körlum og konum fært að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Almenn samstaða er um að þessi löggjöf hafi átt þátt í að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, þannig að feður tækju aukinn þátt í umönnun ný- bura og að fjarvera frá starfi – með tilheyrandi áhrif á starfsferil – væri ekki öll á höndum mæðra. Flestir geta verið sammála um að erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu al- mennt geti haft letjandi áhrif á fæð- ingarorlofstöku og þannig unnið gegn tilgangi laga um fæðingarorlof. Sú staðreynd hefði átt að hvetja yf- irvöld til að standa vörð um þennan mikilvæga hluta velferðarkerfisins frekar en að skerða réttindi foreldra ítrekað. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að þjóðin eldist og að við blasir framtíð þar sem hlutfall vinnandi fólks, sem heldur uppi sameig- inlegum sjóðum hins opinbera, fer minnkandi í samanburði við stækk- andi hóp aldraðra notenda velferð- arkerfisins. Fækkun barnsfæðinga er ekki æskileg þróun í því sam- hengi. Skýrsluhöfundar gera fyrirvara við umfjöllun um talnagögn vegna barna sem fædd eru á árunum 2009 og 2010. Sá fyrirvari tengist því að heimild til töku fæðingarorlofs hefur verið lengd úr 18 mánuðum í 36 mánuði frá fæðingu barns. Því má gera ráð fyrir að einhverjir for- eldrar umræddra barna eigi enn eft- ir að nýta sér réttindi sín að hluta til eða í heild. Það er hins vegar umhugsunar- efni hvort fæðingarorlof stendur undir nafni þegar barn er orðið tæp- lega þriggja ára gamalt. Hverju breytir heimild til töku fæðing- arorlofs fyrir aðstæður foreldra á vinnumarkaði, ef orlofið er tekið þegar barn er komið á leikskóla? Þjónar slíkt orlof tilgangi sínum? Einnig tapast næmi á tölulegar stærðir þegar heimild til töku orlofs er svona löng, sem sýnir sig strax núna stuttu eftir kerfisbreytinguna í því að endanlegar upplýsingar um áhrif breytinga geta verið 3 ár að skila sér. Kerfi sem vill bregðast hratt við óæskilegri þróun, svo sem því að reglur dragi úr jafnrétt- isáhrifum laganna, ætti ekki að reiða sig á jafn hæga upplýs- ingagjöf. Skýrsla velferðarráðherra gefur vægast sagt fyllsta tilefni til við- bragða, enda umtalsverðar vísbend- ingar um að breytingar á lögum um fæðingarorlof hafi unnið gegn til- gangi þeirra. Forsætisráðherra lýsti því á nýaf- stöðnum landsfundi Samfylking- arinnar að hún muni beita sér fyrir bættum rétti foreldra til fæðing- arorlofs, bæði með hækkaðri há- marksgreiðslu og lengingu orlofs- réttar í 12 mánuði. Slíkum áformum ber að fagna, en óskandi væri að þær kæmu til framkvæmda fyrr en árið 2013 eða 2014, eins og áætlun ráðherra gaf til kynna. Á þessu ári skilaði aðhald hjá fæð- ingarorlofssjóði sparnaði sem var rúmum milljarði meiri en áætlað hafði verið. Því ætti að vera hægt að bregðast við strax. Eftir Guðlaugu Kristjánsdóttur »Nýlegar breytingar á rétti nýbakaðra foreldra ógna því að fæðingarorlofskerfið þjóni þeim tilgangi sem því er ætlað að uppfylla samkvæmt lögum. Guðlaug Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Blikur á lofti – skýrsla velferðarráðherra um fæðingarorlof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.