Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 4
THOR VILHJÁLMSSON: Fundur meö Fellini Meðal ítalskra kvikmyndamanna er Fed- erico Fellini nú fremstur í flokki. Hann starf- aði áður með Roberto Rossellini sem var einn helzti frumherji nýraunsæisstefnunnar, neó- realismans. Fellini skrifaði handritið að flest- um kvikmyndum Rossellini, auk þess var hann aðstoðarmaður Rossellini við að stjórna og taka myndirnar. Síðustu árin hefur Fell- ini gert sínar eigin kvikmyndir og er nú sá höfundur ítalskur sem skapað hefur verð- mætust verk undanfarið. Ég var svo lánsamur að hitta Fellini í Róm síðastliðið sumar. Hann er aðlaðandi maður ljúfur og góðmannlegur, einlægur og hlýr, segull í persónunni. Það er mannúðarbelti í andrúmsloftinu kringum hann. Ekki varð ég tilgerðar var. Um þessar mundir geisuðu ógurleg vand- ræði í kvikmyndaiðnaði Itala, — og eru enn: kreppa hefur stöðvað allt. Ríkisvaldið er sljó- legt gagnvart menningargildi kvikmynda og seinfúst til björgunarstarfs eins og víðar. Það hefur raunar verið mikill Þrándur í Götu snjöllustu kvikmyndamanna Itala og stundað til þess að hnekkja listferli þeirra, sumir þeirra þykja róttækir. Það þarf ekki mikið til þess eins og við vitum bezt sem á þessu landi búum. Móðursjúkir og heilatregir stjórn- málamenn mega ekki hafa pata af þróttmikl- um og frumlegum listamanni sem segir hverja sögu eins og honum virðist sannast og réttast án þess að hlaupa saman í kökk til að reyna 2 að stífla allar listrænar æðar í umhverfi sínu. Þeir hafa afrekað því að ítölsk kvikmynda- gerð hefur sett mjög ofan undanfarið. En afrekið er raunar ekki þeirra einna. Neó- realisminn hefur endað hjá ýmsum höfund- um í andagiftarlausum endurtekningum, of- keyrsluakstri í sama hjólfarinu. Örfáir höf- undar hafa reynt að varðveita listrænt gildi en alltof margir hafa fallið í mammonsgröf. Fyrir utan Róm er risin ný Hollywood: Cine- cittá. Og snoppufríðar stelpur, stjörnur ferð- ast nú um löndin og gefa blaðamönnum þjóð- anna viðtöl um álit sitt á líkamslínum og lendabreidd hver annarrar. Af gömlu meisturunum er Visconti hinn eini sem vakið hefur eftirtekt síðustu árin, það gerði hann með mynd sinni Senso. En þar er enginn nýrealismi. Ekki veit ég til að De Sica hafi afrekað verulegu undanfarið, (meðan ég man hvernig væri að fá Gull Na- póli hingað, L’ Oro di Napoli). Rossellini hef- ur reynt að dýpka myndir sínar,’ hverfa frá utanlýsingum í fréttamyndastíl að sálfræði- legum innri túlkunum, horfa inn í manneskj- una, ég held að myndir hans undanfarið séu ekki eins merkilegar og fyrri myndirnar frá blómaánnn neórealismans. Honum sækist æ erfiðlegar fjáröflun til að filma. (Delouche aðstoðarmaður Fellini sagði: þeir eru dauð- hræddir við hann allir saman, þessir peninga- menn, Rossellini er nefnilega sjení. Þeir þora ekki að skifta við hann, þeir vita ekki upp

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.