Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 5
Giulietta Masina i hlutverki Gelsominu i kvikmyndinui La Strada. á hverju hann tekur). Um þetta leyti átti Rossellini að fara að byrja sjálfa kvikmynda- tökuna á nýju verki, þá vildu peningamenn- irnir fara að krukka í handritið hans og segja honum fyrir verkum en Rossellini sagði þeim að fara til fjandans og yfirgaf þá daginn áður en átti að fara að filma, hann lætur ekki stýfa vængi sína. Hann skríður ekki undir jarðarmen peningamanna. Afskipti Fellini af kvikmyndum hófust 1941, þá vann hann að samningu handritsins ásamt mörgum öðrum að kvikmynd sem nú er gleymd: Documento Z. 3. Síðan vann Fell- ini að því að semja handrit með ýmsum kvik- myndahöfundum en samstarf hans við Rossel' lini er þar langmerkast. Fyrst unnu þeir sam- an að Róm óvarin borg (Roma cittá aperta). Síðan kom hver myndin eftir aðra: Paisan, Francesco Giullare di Dio (myndin um Heil- agan Frans), og Evrópa ’51. Fellini samdi handritið að öllum þessum myndum. Skipti Rossellini við sína handritahöfunda er að vísu með öðrum hætti en tíðkast hefur, hann ríg- bindur sig aldrei við handritið heldur semur hann mikið jafnharðan, all’ improviso. Fellini var hægri hönd hans við stjórn þessara mynda. Fyrsta myndin sem Fellini stjórnaði sjálf- ur var Hvíti Arabahöfðinginn (Sceicco Bian- co) árið 1952, eftir 11 ára starf í kvikmynd- um. Ég hef heyrt talað vel um þá mynd. Árið eftir vann Fellini stóran heimssigur með mynd sinni I vitelloni, það er slengiorð en hefur verið tekið upp í ýmsum löndum eins og t. d. Frakklandi og notað um iðju- laust æskufólk sem slæpist auðnulaust og rek- ur fyrir straumi dægranna. Stórsnjöll kvik- mynd sem kemur á Bæjarbíó. Síðan hefur Fellini verið viðurkenndur um allan heim. 1954 kom meistaraverkið La Strada (Veg- urinn). Hún kom á Bæjarbíó í haust til Helga Jónssonar stjórnanda hússins sem mætti vera starfsbræðrum sínum fyrirmynd um áhuga og dugnað við útvegun snjallra kvikmynda. La Strada er áreiðanlega eitt helzta 3

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.