Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 16
hvar sem er. Aldrei hef ég orðið var við, að góð málverk frá mismunandi tímabilum trufl- uðu hvert annað þótt þeim væri stillt upp í sömu stofu. Á undanfömum árum höfum við Reykvík- ingar átt kost á að heyra marga menntaða tónlistarmenn flytja mestmegnis klassíska tónlist, og vissulega hafa ýmsir þessara tón- leika haft sterk áhrif á okkur áheyrendur. En með mikilli virðingu fyrir eldri tónlist, þá er mjög knýjandi nauðsyn að fá oftar tækifæri til að heyra tónlist í nútímastíl. Það er mikið alvörumál að fara á tónleika, og að sjálfsögðu er hljómleikaskráin sérstak- lega veigamikið atriði. 1 hvert skipti, sem tónleikar eru undirbúnir (ég á ekki við minn- ingartónleika), þarf að minnsta kosti að verja 15—20 mínútum af efnisskránni til flutnings nútímatónverka. Á þetta atriði þarf að leggja mjög mikla áherzlu. Það mundi hafa ómetan- lega fersk áhrif á hina venjulegu hljómleika- skrá. Merkileg nútímatónlist hefur oft stórfurðu- leg áhrif á menn. Margviðurkenndir músik- unnendur eiga til að segja, að þetta sé nú meiri vitleysan. Hvort tónlist er slæm eða góð, er undir því komið, hvort tónskáldið er slæmt eða gott, hvort tónskáldið veit, hvað það er að gera, eða veit ekki, hvað það er að gera. Þetta á við um tónskáld allra tíma. Dettur nokkrum sú f jarstæða í hug, að dúr og moll tónstigamir séu áreiðanleg trygging fyrir góðri tónlist? Oft hefur það komið fyrir, að öndvegis- verk hafa átt litlu fylgi að fagna í upphafi, en sú staðreynd á ekkert skylt við þær fárán- legu móttökur, sem nútímatónlist nýtur yfir- leitt meðal almennings. Þess verður ekki krafizt af neinum, að hann kæri sig um nútímatónlist eða list yfirleitt. Hinsvegar er forsjóninni svo fyrir að þakka, að til er fólk, sem hefur gaman af nútímatón- list, leitar að aukinni menntun og listrænum þroska. Einmitt þetta er aðalatriðið. Slík við- leitni er listamanninum nauðsynleg. Hún eyk- ur þann kraft, sem starfsgleðin blæs honum í brjóst — þann kraft, sem heldur uppi frjálsri listsköpun. Listin stendur aldrei kyrr. Nútímatónskáld, sem hafa mikla leikni, þekkingu og víðtæka reynslu að baki, hafa enn nóg tækifæri til að finna sínar eigin tak- markanir. Með áframhaldandi þróun myndast nýjar leiðir til listrænnar tjáningar. Listamaðurinn tileinkar sér þá vinnuaðferð, sem hæfir bezt sköpunarmætti hans. Tónlistarunnendur ættu ekki að vera and- vígir þeim stíl eða vinnuaðferð, er tónskáldið notar, heldur fyrst og fremst að íhuga vand- lega listrænt gildi verksins. I ágúst 1956. 14

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.