Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 14
FJÖLNIR STEFÁNSSON: Tón I istarmál Það er skemmtilegt að fylgjast með örtvax- andi tónlistarlífi Reykjavíkur og tíðum átök- um í þágu stórkostlegra framfara. 1 því sam- bandi ber fyrst og fremst að nefna Tónlistar- félagið, en án þess væri óhugsandi að koma auga á þann menningarbrag, sem nú blasir við. 1 skjóli Tónlistarskólans hafa dafnað margir ágætir tónlistarmenn — ýmsar grein- ar tónlistarlífs hafa aldrei staðið með meiri blóma en nú, og loks ber að geta Sinfóníu- hljómsveitar Islands, en tilvera hennar og tónmenning framtíðarinnar eru eitt. Það er leitt til þess að vita, hve tilfinnanlega okkur vantar góða tónlistargagnrýni á þess- um miklu framfaratímum. Full þörf er á að beizla hólið, en láta gagnrýni aftur á móti ekki verða að níði. Ef svo óvenjulega vill til, að fram kemur gagnrýni,þá varðar hún oftast ágæta hljómleika, en hinir lakari fara á mis við hnossið. Kannski er þetta gert til að koma lesandanum á óvart. Mikið ber á því varðandi uppsetningu greinar um tónlistargagnrýni, hve mikill hluti hennar fjallar ýtarlega um áhrif þau, sem verkin hafa á persónulegt til" finningalíf gagnrýnandans. Mér finnst þetta vera smekkleysi, ekki sízt þar sem lítillar f jöl- breytni gætir í efnisskránni, og þar af leiðandi verða slík skrif fremur vandræðaleg, er til lengdar lætur. Úr þessu þarf að bæta. Hversvegna leitast gagnrýnendur ekki við að skrifa skilmerkilega og sanngjarna gagn- rýni — að draga upp raunhæfa mynd af því, sem gerist á hljómleikum? Hversvegna eru áhrifaríkustu lýsingarorð sí og æ notuð eins og hentugt hálsbindi, sem getur átt við alls- konar föt í hvaða lit og gæðaflokki sem er? Ég trúi ekki, að það sé nauðsynlegt fyrir gagnrýnendur að loka augumun fyrir já- kvæðri gagnrýni, sem er krafa uppvaxandi tónlistarmenningar. Sé megináherzlan lögð á að særa ekki tónlistarmenn með gagnrýni, heldur örva þá með taumlausu hóli, þó er tón- listarmönnum meiri hætta búin en margan grunar. Þeim, sem ákveður að gerast tónlistarmað- ur, er mikill vandi á höndum. Tónlistamám er áreiðanlega miklu erfiðara nú en nokkru sinni fyrr. Að því er tekur til tónlistarfræðslu fyrr á tímum, þá var lögð miklu méiri áherzla á al- hliða tónlistarmenntun en nú er gert. Þó að nemandi sýndi sérstaka hæfileika á eitthvert ákveðið hljóðfæri, þá var ekki þar með sagt, að önnur hljómlistariðkun væri lögð á hilluna. Þessa víðtæku reynslu notfærðu tónskáldin sér sem undirstöðu í verk sín. Kennslu nú á tímum er hagað á allt annan hátt. Segja má, að keppzt sé um að gera hvern nemanda sem hæfastan í einhverri sérgrein, enda hefur myndazt stærra bil milli atvinnu- manna og leikmanna en áður var. Til dæmis er það algengt nú á dögum, að ágætt tónskáld getur ekki leikið verk sín. Einhverntíma hefði slíkt þótt tíðindum sæta. Almenn kennsla í tónsmíði mun vera yngst allra kennslugreina. Nú getur hver meðalgreindur maður, gædd- ur nokkru hugmyndaflugi, lært tónsmíði •— jafnvel sá, sem hefur enga hæfileika til list- sköpunar. Tónverk getur verið vel samið án þess að um listgildi sé að ræða. Góður kennari fer aftur í tímann með nem- anda sinn, byrjar sennilega á Bach og kynnir síðan nemandanum þá möguleika, sem fram 12

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.