Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 22
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON: Faðmlag dauðans Þau lágu hlið við hlið í breiðu rúminu eina síðsumarnótt, ekki ljós nema skíman frá f jar- lægu götuljósi. Það mótaði fyrir andlitum þeirra í dimmunni, en horfðu ekki hvort á annað, þögðu. Þau lágu hvort á sínum stað í rúminu, nema hvað hann hafði lagt annan fótinn yfir fætur hennar og skorðað þá. Hún gat ekki ráðið það af neinu hvort þetta myndi upphaf faðmlags, lét sem hún tæki ekki eftir því, lá hreyfingarlaus, örfaði hann ekki né dró sig í hlé. Hún vissi ekkert í hug hans þá stund. Hann hafði ekki sagt orð, ekki litið í bók, ekki látið neitt í ljós á einn eða annan hátt, engin hreyf- ing, nema augun hvörfluðu um rökkrið. Hann sagði oft fátt og þunglyndi hans var að aukast. Henni varð að áhyggju hvað hann var orðinn breyttur og fálátur heima. Engin spilakvöld lengur, engum kunningjum boðið heim til þeirra, ansaði oft varla nema eins- atkvæðisorðum og það með erfiðismunum. Það var löngum ekki til neins að yrða á hann og hún leyfði sér það varla, nema nauðsyn bæri til, sagði hann oft ekki heima, væri spurt eftir honum. Meðan þau lágu þarna rann um hug henni mynd hans undanfarnar vikur. Þegar hann kom frá vinnu sinni í bókasafninu, sat hann gjarnan við skrifborð sitt, studdi hendi undir kinn og starði útí bláinn þreyttum augum. Og oft var það þó hún væri ekki inni hjá honum, að henni fannst þögn hans fylla svo nýu og glæsilegu íbúðina þeirra, að hún ætti erfitt með að draga andann. Þögn hans og þunglyndi voru eins og þykkur veggur milli þeirra. Og þó hana langaði mest að ganga til hans, setjast á kné honum og láta vel að hon- um eins og stundum fyrstu árin, var alltaf eitthvað sem aftraði henni. Þá hélt hún sig gjarnan sem fjarst honum og þagði sinni þögn, sem þó var algerlega háð þögn hans. Og reyndar, þegar hún hugsaði sig betur um hafði hún aldrei látið vel að honum að fyrra bragði, ekki heldur fyrstu árin þeirra. Hún orði. Mjög lítillega var minnzt á sovétbók- menntir og ekki látið uppi álit á þeim, nema hvað einn okkar átti bágt með að koma því fyrir sig, að Sjólókoff væri frábrugðinn Pole- voj, en hann tók raunar fram að svo langt væri síðan hann las Sjólókoff að sér væri það ekki lengur í fersku minni. Hinsvegar má vera að við höfum gefið Erenbúrg ófullnægjandi svör við því hvernig ætti að búa til hangikjöt. Að lokum vil ég nota tækifærið til að minn- ast þess alúðlega, hispurslausa og elskulega fólks, sem ég kynntist á ferð okkar um Ráð- stjórnarríkin. Engin styggðaryrði skálda, hvorki rússneskra né íslenzkra, geta svert minninguna um það. 20

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.