Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 39
Erlend tímarit Inostrannaja Literatúra Um miðjan júlí s.l. fór ég ásamt sex öðrum ís- lendingum til Ráðstjórnarríkjanna í boði friðar- nefndarinnar í Moskvu. Við ferðuðumst víða um ríki þessi í um það bil þrjár vikur og var ekkert til sparað að gera okkur förina sem fróðlegasta. Var ég þá svo heppinn að fá tækifæri til að tala við einn af ritstjórum tímaritsins Inostrannaja Literatúra ,sem hefur svipuðu hlutverki að gegna í Ráðstjórnarríkjunum og Birtingur hér á landi, sem sé að kynna erlendar nútímabókmenntir, svo og flytja fréttir og greinar um aðrar listir. Var mér gefinn kostur á þessu viðtali, þegar það vitn- aðist, að ég væri aðili að tímariti úti á íslandi. Eg var beðinn að stinga sjálfur upp á við hvaða ritstjóra ég vildi tala, en ég valdi ritstjóra þessa tímarits, þar sem ég taldi það hliðstætt Birtingi að því leyti að það leytast við að kynna lesendum sínum erlendar bókmenntir, svo og flytja greinar um aðrar listir, t. d. málaralist ,leiklist og högg- myndlist, enda þótt þessi tímarit séu mjög ólík að formi og margt beri eflaust á milli í sjónarmiðum til lista og bókmennta. Tímaritið Inostrannaja Literatúra flytur nær eingöngu erlendar bókmenntir í rússneskri þýð- ingu, kemur út mánaðarlega í 40 þús. eintökum og er nálægt 300 bls. hvert hefti í allstóru broti. Tímarit þetta hefur aðeins starfað í eitt ár, en mér var sagt að fyrir stríð hefði sams konar tíma- rit eða hliðstætt verið gefið út í Moskvu. Gerir rit- stjórinn Dangúloff ráð fyrir að á næsta ári verði það gefið út í mun stærra upplagi eða 60—70 þús. eintökum. Dangúloff fullvissaði mig um það, að hver góður rithöfundur, hver góður listamaður, hvaðan úr heiminum sem hann væri, ætti víst rúm í riti hans. Kvað hann engu skipta þó að höfundur væri á annarri skoðun um menn og málefni en þeir í Sovétríkjunum. Það eitt skipti máli, sagði hann, að efnið, sem fram væri borið, væri list og að það væri gagnlegt fólkinu og ekki skaðsamlegt fyrir það. Ég hef blaðað í nokkrum eintökum þessa tíma- rits og komizt að raun um að þar er ekki mikið um vesturlenzkar bókmenntir, enda kvað ritstjór- inn ekki hafa verið mjög góð tengsl við bók- menntamenn Vesturlanda og nær engin við skand- ínavíska. Af íslenzkum rithöfundum þekkja þeir aðeins Laxness. í fimm eða sex heftum fann ég langa sögu, The Quiet American eftir Graham Green, smásögu eftir William Faulknerí kvæði eftir Aragon og grein um Laxness vegna Nóbelsverð- launanna, ef ég man rétt. Skáldsögunni eftir Gra- ham Green var skipt á tvö heftin, svo að segja má' að allmikið rúm hafi verið í þeim tveim heftum fyrir vesturlenzkan rithöfund. Vitanlega getur eitthvað hafa farið fram hjá mér, en varla neitt sem um munar. Dangúloff kvað þá hafa mikinn áhuga á að auka menningartengsl við vesturlandaþjóðir sem og allar þjóðir heims. Kvað hann sér mundi vera það mikill fengur að fá íslenzkt efni í ritið, nefndi þó sér- staklega íslenzkar þjóðvísur og þjóðsögur. Hugði hann að það mundi falla í góðan jarðveg hjá les- endum tímaritsins og sagði, að fólk í Ráðstjórnar- ríkjunum hefði afarmikinn áhuga á íslandi, en mjög lítið væri til af íslenzkum bókmenntum í rússneskri þýðingu. Nokkrar fornsögur hafa þó verið þýddar á rússnesku, E gils saga nú nýlega, en annars ekkert svo vitað sé nema það, sem þýtt hefur verið eftir Laxness. Varð nú að samkomulagi með okkur Dangúloff, að hann sæi svo um að ég fengi sendar bækur handa tímariti því, sem ég væri aðili að, en ég skyldi í staðinn senda honum íslenzkt efni til birt- ingar í tímariti hans. Eins og ég sagði áður er tímarit þetta ekki ein- skorðað við bókmenntir, heldur birtast í því rit- gerðir um myndlist, kvikmyndir, leiklist o.s. frv., sem sé hvaða listgrein sem er. Hafði Dangúloff orð á því að gaman væri að fá sýnishorn af ís- lenzkri myndlist til birtingar í riti hans, en kvað því miður vera erfitt að birta myndir af málverk- um, þar sem þeir prentuðu ekki í litum. Hins vegar gætu þeir prentað teikningar (grafíska list). Tímaritið Inostrannaja Literatúra er gefið út af rithöfundafélaginu í Moskvu, en í því eru reyndar einnig menn, sem stunda aðrar listgreinir, svo sem málara- og höggmyndalist, en Dangúloff sagði að margir myndlistarmenn Sovétríkjanna, leiklist- armenn o. s. frv., væru jafnframt rithöfundar og hefðu sumir skrifað góðar bækur. Dangúloff er mjög vingjarnlegur maður og laus ‘ 37

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.