Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 25

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 25
R . H . WILENSKI: Agrip af evrópskri listasögu 3. List Assyriumanna. Á níundu og áttundu öld f. Kr. liyggðu Assyríumenn geysistórar konungshallir og skópu þannig merkilega list. Hvolfþakið, sem Egvptar þekktu ekki, var notað á þcssar hallir, cn ekki er enn vitað hvort það var uppfundið af Assyríumönnum eða Persum, sem bjuggu í námunda við þá. í list Assyríumanna er vængjaður uxi með mannshöfuð látinn tákna vald konungsins — er uxi þessi hliðstæður egypzka sfinxinum. Á máli þeirra nefnast slíkir likamningar „Kerúbar", og í bókmenntum Hebrea var orðið notað um vængjaðar Verur af ýmsu tagi. Sagt er, að Kerúbar hafi verið við hlið aldingarðsins í Eden eftir syndafallið, i tjaldbúðum Gyð- inga og í musteri Salómons konungs, þar sem þeir voru gcrðir af frægasta málmsmið sinnar tíðar, Hiram frá Týru. Eftir frásögnum að dæma liafa Kerúlrar þessir ýmist verið gerðir eftir assyrisku Kerúbunum eða cgypzku ó- freskjumyndunum, sem voru vængjaðir mannslíkamir með skepnuhöfuð. Kerúbarnir í ritum Ezekiels hafa t. d. höfuð af manni, ljóni, uxa og erni. Úr samsteypu þessara vængjuðu mannskepna verður til liinn gríski „nikur", eða „sigurgyðjan", og síðan hinn vængjaði guðsmaður, engillinn, og að lokum það sem kallað er Kerúbi í dag: nakið barn með fiðrildisvængi. Assyríumenn virðast liafa orðið fyrstir til að segja sög- ur sfnar með lágmyndum. Skreyttu þeir hallir sfnar að inn- an með myndum, er sýndu veiðiferðir og sigurvinninga konunganna, hvernig dýrin voru drepin í veiðiferðum, og mennirnir píndir og drepnir í bardögum. Einkennandi fyrir þessa tegund listar er lágmyndin „Ljónaveiðin" gerð um 800 f. Kr. og er nú í British Museum. Myndhöggvarinn gat mótað af miklu náttúruraunsæi, og gerði það er hann fékkst við fallin ljónin, þvi að þann hluta myndarinnar vildi konungurinn hafa eins eðlilegan og mögulegt var, en konunginn sjálfan varð hann að móta þannig, að mönnum sta’ði stuggur af honum, og notaði til þess mjög óraunsæjan og strangan stíl. Af þessu leiðir, að á þessum sama myndfleti getur að líta tvær hinar mestu andstæður í myndlistartækni. LjónaveiOar (7. öld f. It.)

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.