Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 30
hann sé fæddur, og helztu þróunaráfanga. Hann er fæddur í Nogent-sur-Marne 1911. Kemur ungur til Parísar og gengur á auglýs- ingaskóla Art et Publicite. Að því námi loknu skelfist hann við þá tilhugsun að stunda auglýsingagerð, og hann flýr París. Fyrst til Spánar, síðan til Marokkó, þar sem hann dvelst í fleiri ár og lifir af því að mála snotrar landslagsmyndir. 1938 kemur hann aftur til Parísar, og þá sækja vandamálin á hann og hann fer að hugsa alvarlega. Hann kynnist verkum og kenningum Serusier sem hafa mikla þýðingu fyrir hann. Hann þróast síðan á sama hátt og aðrir ungir listamenn 1 dag, frá impressionisma og gegnum fauv- isma, kúbisma að abstraktion. Þá uppgötvar hann Braque, og hafði það úrslitaþýðingu fyr- ir hann. Skyldleiki þeirra er mjög greinileg- ur. Báðir hafa hinn hárfína franska lita- smekk, og látleysið einkennir myndir þeirra. Hvað segið þér um hina tæknilegu hlið abstrakt-málverksins ? „Þessi spurning hefur verið lögð fyrir mig oft áður og hef ég svarað henni í bókinni „Temoignage de la peinture abstraite" á þessa leið: „Ég álít að umfram allt beri að forðast ákveðna kerf isbindingu. Til dæmis þurf a form- in í abstrakt mynd ekki að vera öll í einum fleti, hvers vegna ætti pensilstrik endilega að vera tengt fígúratívu málverki? Á hinn bóg- inn má líta á abstrakt mynd frá mörgum hlið- um. Listamaður málar mynd í einum fleti, en það hindrar ekki skoðandann að setja form- in hvert fram fyrir annað. Eitt formið er ým- ist fyrir framan eða aftan hin. Litur getur t.d. komið til móts við áhorfandann, en hörf- að aftur miðað við annan lit. Það er nauðsyn- legt að sá sem skoðar geti skeytt einu formi við hlið annars að eigin vild. Þannig má leika með formin á ótal vegu. Ég efast um að hægt sé að skilgreina ab- strakt list á þá leið að hún sé óþekkt mynd- 28 Jean Deyrolle: Málverk, 1950 form 1 einum fleti. Ég fyrir mitt leyti sé á bak við myndir Mondrians síki og akra Hol- lands, án þess að það trufli mig“. Haldið þér að abstrakt list sé að greina list- ina frá náttúrunni? Það kann að vera. Hins vegar sé ég oft mannveru í þrem formum og get ekki losað mig við þá sýn. Við getum sagt að fígúra- tív málaralist leiti eftir tákni, merkinu steinn, maður eða skógur. 1 abstrakt list er hins veg- ar einungis um form að ræða sem birtast í ákveðinni heild eða gagnverkan. Sú tegund málaralistar er engu minni náttúra fyrir þvi. Ég hef til dæmis næma tilfinningu fyrir hin- um eðlisfræðilega þætti hennar. Ég skynja hana eins og hún komi frá mér öllum. Ég finn þetta sérstaklega þegar ég mála. Strik sem ég dreg með hendinni hefur ekki sama flug og það sem ég dreg með handleggnum eða jafn- vel með öllum líkamanum. Það má segja að hér fæðist myndleg munaðarkennd sem ekki má hafna í absrakt list.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.