Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 36
Þeir spáðu í stjörnurnar Gunnar Dal: ÞEIR SPÁÐU í STJÖRNURNAR. Útgefandi: Norðri, 1954. Gunnar Dal er þjóðkunnur orðinn fyrir ljóð sín og skiif um heimspekileg efni. Hér skal hvorki gerð tilraun til að meta hæfileika né heildarframlag þessa unga rithöfundar til íslenzkra bókmennta, en rit hans „Þeir spáðu í stjörn- urnar" er að ýmsu leyti svo sérstætt, að rétt virðist að fara um það nokkrum orðum. Útlit bókarinnar er mjög snyrtilegt, brotið handhægt og prentunin góð, þótt nokkuð sé um prentvillur, sum.tr meinlegar. Á blaðsíðu 98 er til dæmis ritað, að vinir Spin- oza, de Witt bræðurnir, hafi verið myrtir á árinu 1772, en Loðvík 14. hafi sent her manns til Hollands á sama ári. Rétt ártal er auðvitað 1672. Latínuna „de omnibus dubitandum" þýðir Gunnar „að efast um allt“, en betri þýðing virðist „að um allt skuli menn efast". Það er leið inlegt verk að tína til villur af þessu tæi, enda er lélegur prófarkalestur nokkurskonar sóðaskapur, en tæpast höf- uðsynd, ef miðað er við önnur mistök höfundar i þessari bók. Mér skilst, að tilgangur Gunnars sé að kynna íslenzkum lesendum ævir og kenningar merkustu heimspekinga á Vesturlöndum, allt frá heilögum Ágústínusi til Hegels, að báðum meðtöldum. Þetta er verðugt markmið, en hvernig dettur Gunnari i hug, að hann geti á átta blaðsíðum gefið sanna mynd af kenningum stórbrotins hugsuðar? Þar eð gera verður ráð fyrir, að hann hafi lesið og reynt að skilja helztu verk þeirra, sem bókin fjallar um, hefði hann átt að sjá, að slíkt hlýtur að verða tómt kák. Sumir kaflarnir í bókinni eru líka dálítið furðulegir. Hugrenningarnar sem eignaðar eru Bruno á dauðastundinni virðast t.d. illa fallnar til að réttlæta þá skoðun, að Bruno hafi verið merki- legur heimspekingur. Vel hefði mátt gera grein fyrir efnis- vali í inngangsorðum, og að sjálfsögðu er bagalegt, að bókinni skuli ekki fylgja skrá yfir helztu heimildarrit, sem höfundur hefur haft sér til aðstoðar. Ónákvæmni Gunnars er vítaverð, enda virðist skiln- ingur hans á viðfangsefninu sums staðar grunnur. Á blað- síðu 194 er þess getið, að F. A. Schultz, rektor Collegium Fredericianum, hafi tekið við Kant í skóla sinn, er sá síðar- nefndi var átta ára að aldri. Schulz varð þó ekki rektor við skólann, fyrr en ári eftir, að Kant hóf jrar nám. Á blaðsíð um 198-199 má lesa eftirfarandi: „f fornöld var heimspek- in andleg eign líkt og skáldgáfan. Hcimspekingar 16. og 17. aldar, eins og Descartes, Spinoza, Leibniz, Locke og Hume, litu á heimspeki sem andlega íþrótt, sem ögraði getu mannsins til að ráða gátuna miklu um manninn og tilveruna. Háskólahcimspeki álitu þcir, yrði of hefðhund- in og bókstafleg, dræpi niður skapandi hugsun og gcrði heimspekinginn steinrunninn í fornum jarðlögum andans. Kant er fyrsti forystumaður hcimspekinnar, sem gerist prófcssor við háskóla, og með honum heldur heimspekin innreið sfna í háskólana og verður að atvinnu". Þessi stutta málsgrein er morandi í vitleysum. 1) Heimspeki hef- ur að sjálfsögðu aldrei verið gáfa, þótt menn hafi mismun- andi góðar gáfur til heimspekilegrar hugsunar. 2) Hume var uppi á 18. öld. 3) Hume sótti tvisvar um prófessors- stöðu við háskóla, og er því ástæðan fyrir því, að liann gerðist ekki háskólakennari ekki sú, að liann óttaðist að verða „stcinrunninn í fornum jarðlögum andans". 4) Plato og Aristoteles kenndu báðir heimspeki, og Sófistarnir voru atvinnukennarar, en sumir þeirra voru ekki ómerkir heim- spekingar. ICant var því ekki fyrsti atvinnuheimspekingur- inn. Mér þykir sennilegt, að viðhorfið til „háskólaheim- speki“, sem höf. eignar löngu liðnum hugsuðum, sé einung- is persónuleg skoðun hans sjálfs. Hume var að minnsta kosti ekki á sama máli, enda mat hann mikils og varð fyrir sterkum áhrifum frá Francis Hutcheson, sem var prófessor í Glasgow. Vafasamt er, hvort Gunnar skilur kenningu Immanuels Kants um huglægi rúms og tíma. Kant heldur því ekki fram, að tími og rúm séu til „sem eiginleikar skynseminn- ar á undan skynjun og reynslu". (G. D. bls. 213). Það er skynjunin, en ekki skynsemin, sem gefur okkur þessar hug- myndir, því hér er um að ræða form skynjunarinnar. Á blaðsfðu 216 er þessa réttilega getið, en tæpast er hægt að ætlast til, að lesandinn viti, hvor staðhæfingin er rétt. Á blaðsíðu 313 er þvi haldið fram, að Kant hafi stutt þá skoðun sína, að rúmið sé meðfætt, á eftirfarandi hátt: „Kornabarnið veit án reynslu, að til cr eitthvað fyrir aftan, fyrir framan og til hliðar. Það hefur meðfædda hug- mynd um rúmið". Hér er um að ræða nýstárlegan skiln- ing á kenningu Kants, og af þeim sökum hefði verið æski- legt að vitna í verk Kants sjálfs til að réttlæta þessa túlk un á skoðunum hans. Vel má vera, að hér rugli höfund- ur saman hugtökunum „a priori" og „meðfæddur". Kant tclur, að geometría Euklids veiti okkur raunverulega þekkingu á þeim eiginleika náttúrunnar, sem við köll- um rúm, en á sama tíma eru niðurstöður hennar algildar, við getum vitað fyrirfram, að engin reynsla gæti hnekkt þeim. Geometria veitir okkur þá synthetiska, a priori þekkingu, á þeim eiginleika náttúrunnar, sem við köllum rúm, en á sama tíma eru niðurstöður hennar algildar, við getum vitað fyrirfram, að engin reynsla gæti hnekkt þeim. Vandi Kants er að skýra, hvernig slík þekking er möguleg. Lausn hans er sú, að sem verur gícddar hæfilcika til skynj- 34

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.