Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 8
Hann svarar að þegar ein kvikmynd sé gott listaverk hljóti hún að vekja margvís- legar og sundurleitar meiningar. Allar mein- ingar eru kannski góðar og gildar, segir hann: það er mikils virði að skapa umræður og vekja hugsun manna og tilfinningar. Hefur samstarf yðar við Rossellini ekki haft þýðingu fyrir yðar eigin kvikmynda- sköpun ? Fellini: Áður en ég kynntist Rossellini var mér ekki orðið fullljóst hvert athafnasvið ég myndi helga mér. Hann vakti ást mína á kvik- myndum. Þegar ég vann með honum að Pais- an fór ég að unna kvikmyndalist af ástríðu. Segja má að Rossellini sé minn maestro. Af honum lærði ég að meta og skilja eðli kvik- mynda og gildi, ekki einungis tæknilega held- ur sem leið til að tjá sjálfan mig, túlka huga minn og tilfinningar, sem expression af sjálf- um mér. Ég spurði Fellini hvort það væri ekki of nærgöngult að inna eftir næstu mynd hans. Hann tók þeirri spurningu vel: Hún mun heita Nætur Kalabríu, segir hann. Kalabría, það er nafn lítillar vændiskonu. Það er dálítið sjarmerandi lítil vændiskona og saga hennar. Fellini gengur um gólf þung- stígur og augun horfa yfir svið sem er ekki í þessu herbergi: Hún á mjög illa ævi. En hún á inni í sér mikið af fínum manneskjulegum tilfinningum og býr yfir auðugu ímyndunar- afli sem breytir hverjum illum raunveruleik í annað betra fyrir henni sjálfri þannig að hún heldur hreinleika hjartans þrátt fyrir allt það illa sem dynur á henni. Þetta er kona sem lagar allt fyrir sér og bætir alla hluti. Hið góða hjarta hennar stendur af sér allan sora því hún á sér innra ljós sem ekkert fær byrgt. Því fá hin illu örlög ekki fangstaðar á henni. I þessari mynd er svipað þema og í La Strada. Aðalhlutverkið er líka leikið af konu minni, Giulietta Masina. Kalabría er áþreif- anlegri en Gelsomina, hún stendur dýpri rót- um í lífinu sjálfu, veruleikanum. Hún reynir allt líkt og Zampano: í dag hvítt — á morg- un svart, misjafnt gengi, gott og illt. Fellini sagðist ætla að byrja að kvikmynda níunda júlí, hann spurði hvort myndir hans hefðu verið sýndar á íslandi; en ég varð að svara að sú fyrsta kæmi 1 haust. Ég varð að fara frá Róm áður en kvik- myndunin átti að hefjast; en síðan hef ég frétt af fjárhagsvandræðum sem nú er von- andi lokið, það væri ítölum til mikillar skamm- ar að tef ja þvílíkan listamann um lengri tíma. En Fellini ber nú svo mjög af í sinni grein að hann er rægður og níddur af sérfræðing- um í sínu landi en út um víða veröld er hann talinn meðal fremstu filmara sem nú starfa. La Strada er sígilt listaverk. Vonandi þarf Fellini ekki að gjalda snilli sinnar og sæta sömu örlögum og aðrir afburðamenn kvik- myndanna sem hafa verið hindraðir í list- sköpun langtímum saman. Nánasti samstarfsmaður Fellini er korn- ungur maður franskur: Dominique Delouche, fínlegur og greindarlegur, hefur skrifað bók um kvikmyndun II Bidone síðustu mynd Fell- ini. Sú mynd segir af svikahröppum sem ferðast um með „örgu prettatáli". Myndin vakti deilur, smáborgarar Italíu urðu kvelli- sjúkir og kveinuðu undan svipunni, 1 París hlaut myndin lof og Frakkar eru farnir að nota orðið ,,le bidon“. Delouche sagði mér mikið af því hve stórfenglegt væri að vinna með Fellini, manni fyndist hann væri fremur vinur en húsbóndi, það væri ómetanlegur skóli að starfa hjá slíkum manni. Ef íslendingar vilja ekki sjá La Strada þá eiga þeir ekki skilið að nokkur maður vinni að því að fá hingað góðar kvikmyndir, þá eru þeir villimenn, — en það held ég þeir séu ekki. Það eru þeir áreiðanlega ekki. 6

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.