Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 24
eftir þessu taki, þegar þau lágu svona þögul í myrkri nóttanna, en alltaf sleppt því aftur snögglega. Nú þrýsti hann æ fastara, svo henni var orðið erfitt um öndun og blóðið þaut til höfuðsins. Hún vildi rífa sig lausa frá þessu taki, án þess hann yrði þess var að hún væri hrædd, en hún gat naumast hreyft sig neitt, nema beita til þess kröftum, því fótur hans hélt henni fastri. Reyna að velta sér framúr og látast gera gaman úr þessu. Eða kannski henni tækist að seilast í símann á borðinu við rúmið. En það gæti verið hættulegt að hringja og nú mundi hún að síminn var lok- aður. Enginn gæti heyrt þótt hún kallaði á hjálp, hún myndi aðeins koma upp um ótta sinn. En að æpa, gera honum hverft við, trufla hann ef hann kæmi þá til sjálfs sín aftur? Gera eitthvað áður en það væri um seinan. En sér til undrunar gerði hún ekki neitt af þessu, og óskaði ekki að gera neitt af því. Þó var hún orðin viss um að þetta var ekki leikur, hann hafði aldrei áður haldið þessu taki svo lengi að hana kenndi til. Hann þyngdi enn takið hægt og jafnt og ástríðulaust eins og í leiðslu. Blóðið þaut fyr- ir eynim hennar með dimmum niði. Hún greindi aðeins andlit hans en sá ekki í augu honum. Tak hans hélt líkama hennar niðri, án ofbeldis, aðeins máttleysislegur þungi, og nú ýtti hann höfði hennar framaf koddanum, fylgdi sjálfur eftir þegar hann sveigði höfuð hennar útfyrir stokkinn, leit ekki á hana fremur en hún væri ekki þarna, sagði ekki neitt. Og nú var orðið of seint fyrir hana að gera nokkuð. Andlit hans nam næstum við andlit henn- ar og hún fann andardrátt hans rólegan og eðlilegan eins og ekkert væri um að vera. Ef hann aðeins liti í augu hennar eða segði eitt- hvað myndi hann átta sig og sleppa þessu vonda taki. En hann leit ekki í augu hennar, sagði ekki neitt, horfði áhugalaust á sama blettinn á rökkvuðum voggnum. Óþolandi kvölin nísti hana, en hún óskaði ekki að gera neitt til að sleppa, fannst sem hún væri dá- leidd til að vilja þetta sem var að ske. Höf- uð hennar var að springa og hávaði þagnar- innar mundi æra hana á næsta augnabliki. Hún hékk máttlaus framaf stokknum, sá ekki lengur né heyrði og kvöl hennar færðist út- fyrir hana sjálfa og þessi kvöl var í öllu og nísti allt sem var meðan hún hugsaði langt inní rauðri móðu sína síðustu hugsun: Hvað verður nú um Grím? LEIÐRÉTTING Sá ruglingur varð á undirskrift mynda á bls. 15 í síðasta hcfti, að þar sem átti að standa „Schneider: Málverk 1954" stóð „Bissióre: Grátt og rautt" — og öfugt. l>á stendur undir mynd á hls 17 f 1. hefti 1956 „Léger: Rósir og átta- viti (1926)", en á að vera „Léger: Rósir og sírkill (1926)". Eru lesendur beðnir velvirðingar á þesum mistökum. 22

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.