Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 19
list innan gæsalappa að mér þykir nokkuð langt gengið að kalla það list. Hins vegar vildi því miður svo illa til, þegar við vorum að skoða Tretjakoffsafnið, að beztu nútíðarmál- verkin höfðu, að því er okkur var sagt, verið send á sýningu í Feneyjum. Það hefði þó átt að vera lán í óláni að svo heppilega vildi til, að um þessar mundir stóð einmitt yfir sýn- ing á nýjum málverkum í borginni. Fórum við nú að skoða þessar myndir. En það kom á daginn að við höfðum farið í geitarhús að leita ullar. Maður óskaði sér að vera kominn aft- ur í Tretjakoffsafnið. Þar er þó alltaf meist- arinn Repin, og af hans myndum verður eng- inn svikinn, hvort það er mannsmynd, atburð- ur, landslag. Allsstaðar er þessi sami höfð- ingsbragur mikils listamanns, sem gefui manni nýja trú á mannlega viðleitni. Það safn er ekki lítils virði, sem geymir myndir eftii slíkan meistara. Við spurðumst fyrir um hinn heimsfræga rússneska málara Kandinski, en safnverðir i Ráðstjórnarríkjunum virðast ekki hafa heyrt mannsins getið. Erenbúrg kannaðist að vísu við Kandinski, en talaði um hann eins og út- lending, fræddi okkur á því að hann hefði aldrei verið í Rússlandi eftir byltinguna og engar myndir væru til eftir hann í Ráðstjórn- arríkjunum. (Þetta mun þó vera misminni hjá Erenbúrg, því Kandinski var í virðingar- stöðum í Sovétríkjunum eftir byltinguna og fór ekki þaðan fyrr en 1921. Fjöldi safna var skipulagður í Ráðstjórnarríkjunum undir hans umsjón. Verður líka að teljast ótrúlegt að hann hafi ekki látið eftir sig neitt af mál- verkum). En snúum okkur nú að bókmenntunum. Erenbúrg er spurður hverju það sæti að ekki skuli vera nein bókabúð í Moskvu, þar sem seldar séu nýjar vesturlandabókmenntir. (Til eru í Moskvu tvær eða þrjár fornsölur, þar sem hægt er að fá gamlar útlendar bækur). Erenbúrg: Það eru mjög fáir rithöfundar í Ráðstjórnarríkjunum, sem geta lesið erlend mál. Svo þarf líka gjaldeyri til að kaupa bæk- ur frá Vestur-Evrópu. (Lengi hef ég velt fyrir mér þessu skemmti- lega svari, og verða menn að virða mér til vorkunnar þó að ég hafi ekki enn komizt að niðurstöðu um, hvernig beri að skilja það). Þá er haft orð á því, að í auðvaldslöndum séu rithöfundar jafnan í andstöðu við stjórn- arvöldin, en svo virðist sem þessu sé öfugt farið í Ráðstjórnarríkjunum, að þar skrifi menn frekar til að örfa valdhafana en gagnrýna þá, séu sama sinnis og valdhafarn- ir. Erenbúrg svarar (eins og hann hafi ekki skilið hvað um var rætt) að rithöfundar eigi ekki að skrifa um Krústjoff og Búlganín eða Eisenhower og Dulles, heldur sannar sögur úr lífinu. Einhver okkar lætur í ljós þá skoðun að svo virðist sem vesturlenzkar bækur séu því aðeins þýddar á rússnesku að í þeim sé póli- tískur tilgangur (tendens). Erenbúrg: Þetta er ekki rétt: Gamli mað- urinn og hafið er mjög vinsæl hér, og ekki er hún skrifuð til að klekkja á auðvaldinu. Hún er bara um ellina og hennar líf. Þá er haft orð á því, að Jean Paul Sartre og Graham Green hafi ekki verið þýddir fyrr en þeir hafi beitt penna sínum gegn auð- valdinu, enda þótt þeir hefðu áður skrifað góðar bækur. Erenbúrg kveður það satt vera, en getur þess, að ástandið hafi verið mjög slæmt í þessu tilliti meðan kalda stríðið var í algleym- ingi eða á árunum 1946-1953, nú sé þetta breytt. Þegar talið berst að William Faulkner, seg- ir Erenbúrg, að almenningur í Ráðstjórnar- ríkjunum mundi ekki skilja þann höfund, þó að hann yrði þýddur á rússnesku. Sjálfur seg- 17

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.