Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 33

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 33
EMIL H . EYJÓLFSSON: Leiklist Tvö undanfarin sumur hafa starfað leikhús hér í Reyjavík: Leikhús Heimdallar og Sumarleikhús- ið. Þetta er þörf nýbreytni, en að sjálfsögðu verð- skuldar fyrirhöfnin og erfiðið aðeins samúð, ár- angurinn einn skiptir máli. Það sem hér fer á eft- ir er ekki leikdómur, heldur þankar um leiklist í Reykjavík, þar sem vitnað verður til sýninga áð- urnefndra leikhúsa. Leikritaval. Ég hef á tilf nningunni, að til þess sé ekki nóg vandað, það sé allt of handahófskennt. íslenzk leikmenning á enn langt í land, unz hún verður sambærileg við það sem bezt er með öðr-, um Evrópuþjóðum og óvíst, að veruleg framför verði fyrr en frambærileg, íslenzk leikrit mynda kjarna í leikstarfseminni. Þangað til verðum við að styðjast aðallega við þýdd leikrit, og því er lífsnauðsyn, að val þeirra sé markvíst, ekkert átak sé til ónýtis. Þetta er þeim mun mikilvægara sem hér í Reykjavík eru aðeins tvö leikhús, sem starfa reglulega, og tiltölulega fáir leikendur. í stórum borgum, þar sem eru tugir leikhúsa, eru aðeins örfá sem miða að því að skapa list; hin eru aðeins gróðafyrirtaeki og sýningar eftir atvikum lélegar, góðar, ágætar. Hér, þar sem eru tvö leik- hús, höfum við ekki efni á því að láta fjárhagsleg sjónarmið ráða. (Ég miða auðvitað við, að allir séu sammála um markmiðið: frambærileg, íslenzk leiklist). Leikendur eru ekki fleiri en svo, að all- ir mynda þeir ekki nema meðalstóran leikflokk. í þessu eru einmitt möguleikar okkar fólgnir; með nákvæmu leikritavali og réttri skipan í hlut- verk má þróa einkenni leikenda. Að vísu yrði fjöl- breyttni fyrst í stað mmni en nú er, en sýningar yrðu smám saman heilsteyptari og við gætum átt von á alhliða góðum sýningum í stað þeirra hálf heppnuðu eða misheppnuðu, sem nú þykja sjálf- sagðar. Leikstjórn, tjöld o. fl. Þessum þáttum er einna mest ábótavant. Yfirleitt eru tjöld hér hversdags- leg og gerð af lítilli hugkvæmni. Dirfska og nýunga- girni eru óþekkt fyrirbæri. Sífellt hjakkað í sama fari. Ljósa- og litaeffektar aldrei nýttir til hlítar. Engum leikstjóra okkar tekst að setja sterkan svip á sýningar sínar, þannig að ekki verði um villzt, hver hafi verið að verki. Hvað veldur, veit ég ekki, en ég hef grun um, að það stafi að ein- hverju leyti af því, að þeir hafi ekki hönd í bagga með vali þeirra leikrita, sem þeir setja á svið. Leikur. Hann er jafnan það sem er langbezt við sýningar hér. Við eigum marga góða leikara, nokkra ágæta. En það er margtuggin staðreynd, að afbragðsframmistaða tveggja eða þriggja leik- ara breytir engu um listgildi sýningar. Heildin ein skiptir máli. Hitt er önnur saga, að það er gaman að horfa á góðan leik og „spennandi“ að fylgjast með ferli einstakra leikara. Sýningar. Þó að ég sé allur af vilja gerður, get ég engan veginn séð, hvaða erindi „Meðan sólin skín“ og „Neiið“ eiga hingað. Því er stundum borið við, að þetta sé það sem áhorfendur vilji sjá. Hvaða áhorfendur? Þeir sem fara í leikhús með sama hugarfari og á kabarett blaðamanna? Hlutverk leikhúsa (enn einu sinni: þeirra sem er umhugað að skapa iist) er ekki að eltast við smekkleysi almennings, heldur ala þennan al- menning upp, kenna honum að gera greinarmun á lélegu og góðu. Hin leikritin, „Lykill að leynd- armáli" og Napoleonsleikrit Shaws, eru betri. Tjöld Magnúsar Pálssonar við hið síðarnefnda eru þau beztu sem ég hef séð hérlendis. Leikendur voru æði misjafnir. Lárus Pálsson er alltaf skemmtilegur leikari, en túlkun hans á Napoleon finnst mér fráleit. Guðbjörg Þorbjarnardóttir er afar geðþekk leikkona, það er eins og aldrei skorti nema herzlumuninn til þess maður hrífist allur með. I Ne'inu bar Haraldur Björnsson af, var eini leikandinn, sem ljóst var, að þar var stíllinn aðal- atriðið. Á sýningum Sumarleikhússins mæddi mest á þeim Gísla Halldórssyni og Jóni Sigurbjörnssyni. Báðir eru ágætum hæfileikum gæddir; Gísli virð- ist gáfaður leikari, en nokkuð þungur, Jón er af- ar eðlilegur, tilgerðarlaus og hefur ágætar hreyf- ingar. Yfir leik Helgu Valtýsdóttur er mikill þokki og lífsreynsla. Hins vegar þótti mér jafnágætum leikurum og Baldvin Halldórssyni og Róbert Arn- finnssyni verða furðulítið úr hlutverkum sínum, þótt þeir „léku“ ekki illa. Heildaráhrif. Eitt fannst mér furðulegt: óeðli- 31

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.