Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 41
beztu menn við þína ráðagerð. Hlýð ekki á hvik- sögur þeirra manna, er tvítyngdir eru og hafa í sínum hvoftinum hvora tunguna. Engi skal þá menn hátt setja, er náttúran vill að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorð- unum sem lítill lsekur af miklu regni, það er og órunum næst, er veslu batnar. Eigi let eg þig þó að auka þeirra manna nafnbætur, þótt smábornir séu, er hæversklega siðu og sæmilegan manndóm hafa fram að leggja móti ætt og peningum. Gott siðferði skaltu virða gulli betra, og því skaltu eigi láta peninginn ráða nafnbótunum, að við hon- um selja margir svívirðilega sína dáð og dreng- skap. Ef þú skalt dæma milli manna, þá lát hvorki ráða manna mun né auðæfi halla þér frá réttum dómi. Fégirndinni verður þér þó mest af kennt rangdæminu, því að hún blindar oftlega rétt- sýnisaugu, og ef fégirnin sú, er að réttu má kallast lastanna móðir, fær ofmikinn gang í konungshöll- inni, þá fyrirkemur hún öllum siðunum og lætur mútugjarnan mann afrækjast lögunum." Vinstri stjómin kveðst í stefnuskrá vilja vinna að gagngerum úrbótum í atvinnu-, efnahags- og húsnæðismálum með fulltingi fólksins í landiriu eða vinnustéttanna, svo maður noti nýjasta kansellístíl. Ekki veit ég hvort listamenn eru taldir til fólksins í landinu, en hitt er mér kunn- ugt að hjá þeim mörgum er atvinna stopul, efna- hagurinn eftir því og húsnæði lélegt eða ekkert. Mætti því ætla að stjórnarvöldin hefðu sérstakan áhuga á samstarfi við þá um aukið atvinnuöryggi, traustari efnahagsgrundvöll og bættan húsakost listamanna. En þyki stjórninni það litlu varða. hvort hún hafi svo fámenna stétt með sér eða móti, mundi ég enn vilja vitna í Brand ábóta til staðfestingar á hvílík skammsýni það er. Achilles fær þetta eftirmæli hjá Alexandro: „En það þykir mér honum þó mestur sæmdarauki verið hafa, að svo góður klerkur sem Hómerus var gerði bók um hans stórvirki, þá er allan aldur mun uppi vera, og þess vildi eg æskja, að nokkur maður væri mér slíkur eftir líflát mitt sem Hómerus var Achilli, ef vér fáum nokkuð þess gjört, er loflegrar um- ræðu þyki vert.“ Á flakki mínu erlendis í sumar leið rétti ungur leikhúsmaður við kjallaraleikhús í Stokkhólmi að mér óvenju fallega leikskrá; og það er ekki að því að spyrja, að sjái maður fagran grip, kemur manni andstæða hans ósjálfrátt í hug: ég fór að hugsa um leikskrár þjóðleikhússins, hvort þær mundu ekki ve'ra hinar kauðalegustu í heimi, en mundi þá eftir leikskránum í Iðnó og sá, að áhöld gætu orðið um hvorar væru ósmekklegri. — Leikskrár seljast efalaust í stærri upplögum en nokkur prent- listarverk önnur sem út eru gefin á íslandi, og mjög margir halda þeim til haga. Er því ekki lítils um vert að vandað sé til þeirra eftir föngum yzt sem innst: kápan sé falleg, titilsíðan stílhrein, efni og myndum skipulega raðað á síður, letur og myndir vel valin, vandaður pappír, prentun í góðu lagi, auglýsingar smekklega upp settar (og ættu auglýsendur að krefjast þess), brotið skemmtilegt, skurður og hefting snyrtileg og síðast en ekki sízt: greinar sem í skránum birtast vel ritaðar um þarf- leg efni (og ekki morandi í prentvillum). •— Það er ekkert dýrara að gera hluti vel úr garði en illa, öðru nær: slóðaskapur er lasta fjárfrekastur, ef langt er skyggnzt. Þess vegna skal því fastlega treyst að stjórnendur leikhúsanna firtist ekki við réttmæta gagnrýni einsog fákænna manna er sið- ur, heldur láti af dæmalausu hirðuleysi sínu um leikskrárnar og leiti samstarfs við myndlistarmenn, prentverk og prentmyndagerðir, sem eru verki sínu vaxin, um að koma sönnum menningarbrag á þessi vinsælu kver. Skemmtilegast væri að skipta um kápu 1 hvert sinn, sem nýtt leikrit er frumsýnt. og kveðja sinn myndlistarmanninn til verka hverju sinni. Gætu leikskrárnar þá orðið verulega eigu- legir gripir. Steinn Steinarr skáld brá sér til Ráðstjórnar- ríkja á síðastliðnu sumri, og birtist viðtal við hann fyrir nokkrum vikum í Alþýðublaðinu um reisuna. Skáidið lætur vaða á súðum eins og það væri að halda skálaræðu í vodkapartíi hjá Krústjoff og vildi reyna að þóknast gestgjafanum með því að þylja glefsur úr ræðu hans á 20. þinginu. Viðtalið er ekki annað en stundarfjórðungs innsýn í aldarfjórðungs hversdagsiðju Steins Steinarr: að draga dár að pólitískum skrafskjóðum og Helga Sæmundssyni sérstaklega, síðan fundum þeirra bar fyrst saman. Steini brást ekki bogalistin: töluverður úlfaþytur varð i dagblöðunum og manna á meðal út af við- talinu. Ráðstjórnarvinir ýmsir brugðust ókvæða við, en hinn andinn kunni sér ekki læti. Viðbrögð beggja einkenndust eins og fyrri daginn af full- komnu húmorleysi, og má mikið vera ef lífsalvar- an á ekki eftir að koma báðum í koll, því margt 39

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.