Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 21
listarinnar, leikrit séu slæm í Ráðstjórnar- ríkjunum. Hann kannast ekki við Tennessee Willi- ams, en þekkir Deigluna eftir Miller. Þegar sú spurning er borin upp, hvort rit- höfundar í Sovétríkjunum séu ekki of líkir hver öðrum, svarar Erenbúrg, að við mun- um hafa lesið slæmar bækur og við skul- um fyrst lesa góðar bækur eftir sovéthöfunda, og svo getum við talað við hann. Er þá ekki minnzt frekar á sovéthöfunda, en fleiri vestræna rithöfunda ber á góma, þeirra á meðal Marcel Proust. Segir Eren- búrg að verk hans hafi verið þýdd á rúss- nesku, en hætt útgáfu þeirra af því að þau seldust ekki. Þá er spurt: Hver á að ráða í bókmennt- um, fólkið eða rithöfundarnir? Erenbúrg: Ég skil ekki. Túlkurinn, sem talar norsku, er þýfgaður um hvort hann hafi þýtt spurninguna rétt. Hann endurtekur spurninguna, en allt fer á sömu leið. Erenbúrg skilur ekki. Nú mundu flestir hérlendir rithöfundar skilja slíka spurningu, enda þótt vafalaust mætti orða hana betur. Við getum tekið til dæmis íslenzka ríkisútvarpið. Ef almenning- ur, þ. e. meiri hluti þjóðarinnar, væri látinn ráða, mundu aldrei vera flutt sígild tónverk í íslenzka útvarpið, sinfóníur Beethovens mundu aldrei hljóma þaðan, engar prelúdíur eftir Bach, engar ballöður eftir Chopin, í hæsta lagi Ástardraumur eftir Liszt eða Stándchen eftir Schubert. Sama gildir auð- vitað um bókmenntir: ef ekki væri gefið út nema það, sem vel gengur að selja, mundum við nú á tímum ekkert fá að lesa nema glæpa- rit og sögur eftir Slaugther. Ég vil þó ekki halda því fram, að Erenbúrg hafi þótzt skilningsdaufari en hann var. I rauninni eru orð hans, „ég skil ekki“, tákn- ræn. Hver vestrænn rithöfundur, sem talar við sovétrithöfund, hlýtur að verða þess var, að stundum er eins og hvorugur viti raunveru- lega hvað hinn er að fara. Á þessu er engin furða. Rithöfundar þar eystra deila innbyrð- is um sósíalrealisma, en þeir virðast löngu hættir að hugsa um þau vandamál, sem við erum sí og æ að velta fyrir okkur og deila um, eins og til dæmis frelsi listamanna og tæki- færi til að koma verkum sínum á framfæri. Við erum vanir því að standa í stöðugum kappræðum um nýjar stefnur 1 bókmennt- um og listum. Ef hins vegar spurt er um höfund í Ráðstjórnarríkjunum, hvort hann sé sósíalrealisti, er jafnan svarað: Að sjálf- sögðu. Og ef spurt er hvort rithöfundur, sem ekki fær náð fyrir augum útgefenda, geti kostað sjálfur prentun á verkum sínum, virð- ist það láta í eyrum rithöfunda þar austur frá eins og ef spurt væri hvort menn gætu selt konur sínar. Við erum sem sé ólíkir í hugsun, glímum við ólík vandamál og skiljum illa hverjir aðra. Þetta lagast sjálfsagt eftir því sem menning- artengsl aukast milli ráðstjórnarþjóða og vestrænna þjóða. Síðan heimsókn sú, sem hér er frá skýrt, átti sér stað, hefur hinn frægi gestgjafi okkar látið svo ummælt við íslenzka konu, að við höfum verið dómharðir um bækur hans án þess að hafa lesið þær, sömuleiðis að hann hafi aldrei heyrt annað eins níð um sovétbók- menntir og við létum okkur um munn fara, og ennfremur að við höfum ekki getað kennt honum að búa til hangikjöt. Sökum þessara ummæla vil ég taka fram, að varla var minnzt á bækur Erenbúrgs sjálf s, og þó fremur til lofs en lasts, það litla sem það var. Við spurðum hvort satt væri að síðasta bók hans „Bráðaþeyr" hefði verið rangfærð í danskri þýðingu, og staðfesti hann að svo væri. Einn okkar hafði lesið hana í enskri þýðingu og lauk á hana lofs- 19

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.