Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 11
hann viti um galla sína, heldur af sakleysi sínu. Hann er utangátta við okkar tíma eins og hann tilheyri að vísu minni fjölskyldu, en auk þess einhverri annarri, sem honum sé að eilífu glötuð. Hann er oft dapur í bragði og ekkert getur komið honum í gott skap. Fjórði sonur minn er kannski geðþekkast- ur þeirra allra. Hann er barn síns tíma, auð- skilinn hverjum manni, lifir og hrærist í því sem flestum er sameiginlegt, og allir hafa löngun til að kinka til hans kolli. Það er ef til vill að þakka þessari almennu viðurkenn- ingu að svo létt er yfir honum. Hann er frjáls- mannlegur í fasi og óháður í dómum. Oft hyllast menn til að vitna í einstök ummæli hans, að vísu aðeins einstök þeirra, því að í heild sinni eru skoðanir hans alltof grunn- færnislegar. Hann er einn þeirra er hefja sig glæsilega til flugs, en daprast brátt flugið og hrapa til jarðar. Þannig er hugur minn til þessa sonar míns nokkurri beiskju bland- inn. Fimmti sonur minn er ljúfur og góður. Hann lofaði miklu minna en hann efndi. Það fór svo lítið fyrir honum, að maður varð varla var við návist hans. Hann hefur samt komizt til nokkurs vegs og virðingar. Ef ég væri spurður, hvernig það hefði gerzt, yrði mér svarafátt. Hinum saklausu tekst kannski bezt að verjast áföllum í brimróti þessa lífs, og saklaus er hann, ef til vill alltof saklaus. Hann er vingjarnlegur við alla, ef til vill alltof vingjarnlegur. Ég játa að mér er lítið um það gefið, að menn hrósi honum í mín eyru. Það er að bera í bakkafullan lækinn að hrósa þeim sem er eins augljóslega lofs- verður og sonur minn vissulega er. Sjötti sonur minn virðist að minnsta kosti við fyrstu sýn allra manna djúphugulastur. Hann er óhreinskilinn, en samt mesta skraf- skjóða, og þessvegna er ekki gott að vita hvar maður hefur hann. Bíði hann lægri hlut tekur hann það mjög nærri sér, en nái hann aftur á móti yfirhöndinni, fylgir hann því eftir með málæði. Samt vil ég ekki neita því að hann sé haldinn vissri ómeðvitaðri ástríðu. Stundum um hábjartan daginn eru umbrot hugsana hans líkt og hann ættierfiðandraum. Þó að hann sé stálhraustur, verður honum oft fótaskortur, einkum í rökkrinu, en dettur samt ekki, og þarfnast engrar hjálpar. Ef til vill er hér um að kenna álappalegum vexti hans, en hann er alltof stór eftir aldri. Þetta gerir hann óásjálegan þegar á heildina er litið, enda þótt einstakir líkamshlutar séu óvenju fallegir, þannig hefur hann t. d. ó- venju fagrar hendur og fætur. Hinsvegar hefur hann ófrítt enni og er heldur pervisa- legur álitum. Sjöundi sonur minn er mér kannski ná- komnari en nokkur hinna. Fólk kann ekki að meta hann. Það skilur ekki hina sérkennilegu fyndni hans. Ég ofmet hann ekki. Mér er fullljóst að ekki er mikið í hann spunnið, og ég vildi óska að ekki væri annað að fólki að finna en það, að það kynni ekki að meta hann. En ég mætti ekki til þess hugsa að eiga á bak honum að sjá. Hann er gæddur uppreisn- aranda, en jafnframt vekur hann hjá mönn- um lotningu fyrir gömlum og góðum siðum. Þetta hvortveggja er samtvinnað í órofa heild. Samt leiðir þessi heilsteypta afstaða hans ekki til neinna dáða. Hann mun ekki eiga frum- kvæði að neinu sem markar djúp spor. En þessi eiginleiki hans er ákaflega örvandi og heillavænlegur. Eg vildi að hann eignaðist börn og barnabörn. En því miður virðist þessi ósk mín ekki ætla að rætast. Hann er hald- inn sjálfsánægju, sem að vísu er skiljanleg en afar óæskileg og fer raunar mjög í bág við álit umheimsins. Hann lætur sér einlífið vel lynda og gefur ekki gaum að konum. Samt er hann alltaf í sólskinsskapi. Áttundi sonur minn er óheillakrákur, og 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.