Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 12
veit ég þó ekki hvers vegna. Hann er mér fráhverfur, en samt el ég föðurlega önn fyrir honum. Þetta hefur annars lagazt mikið með tímanum, en oft áður setti að mér hroll, ef mér varð hugsað til hans. Hann fer sínar eigin götur og hefur slitið öllu sambandi við mig. Hann er harðfengur og knálega vaxinn — að því undanskildu að fæturnir voru veik- byggðir þegar hann var bam, en það getur hafa jafnað sig síðan — og mun hann áreið- anlega koma sér vel áfram, hvar sem honum bezt líkar. Oft hefur mig langað til að kalla hann heim og spyrja hann, hvernig ástatt sé fyrir honum, hví hann hafi snúið baki við föður sínum og hvað hann ætlist fyrir. En hann er svo langt í burtu og svo langt um liðið að við svo búið verður að sitja sem kom- ið er. Mér er tjáð að hann sé sá eini sona minna, sem hafi látið sér vaxa alskegg, þótt það geti auðvitað ekki farið svo smávöxnum manni vel. Níundi sonur minn er mesta glæsimenni og hann gengur mjög í augun á konum. Hann heillar jafnvel mig, þótt ég viti vel að ekki þurfi mikið til að skafa af honum hátignar- braginn. En hið skrýtna við þennan mann er, að það freistar hans ekki að draga konur á tálar. Honum væri nóg að liggja ævilangt aftur á bak á legubekk og góna upp í loftið, þó mundi það eiga betur við hann að hafa augun aftur. Sé hann í þessari kærkomnu stellingu, er hann ræðinn og mælist oft vel. Hann er stuttorður og myndríkur í máli, en heldur sig þó innan þröngra takmarka. Fari hann út fyrir þau, sem ekki er gott að kom- ast hjá, verður tal hans innantómt. Menn mundu veifa til hans í styttingi, ef þeir ættu von á að svefndrukkin augu hans tækju eftir því. Tíundi sonur minn er álitinn óhreinlyndur maður. Ég vil hvorki þvertaka fyrir það né heldur vil ég viðurkenna það. Víst er um það, að sá sem sér hann koma álengdar, há- • tíðlegan í fasi, í aðhnepptum kjólfötum, með gamlan svartan hatt, svipbrigðalausan, með framstæða höku, þung augnalokin hvelfd yfir augun, en öðru hverju ber hann tvo fingur að munni sér, — sá, sem sér hann þannig hugsar: Þetta er nú meiri hræsnarinn. En menn ættu að heyra hann tala af skilningi og gætni; gagnorðan; ræða vandamálin af tungulipurð undirhyggjumannsins í undraverðu og far- sælu samræmi við alheiminn, samræmi, sem óhjákvæmilega gerir hann reigðan og hnar- reistan. Margan mann, sem heldur sig vitran og einmitt af þeirri ástæðu fannst útlit hans fráhrindandi, hefur hann töfrað með orðum sínum. Hins vegar eru líka til menn, sem láta sig útlit hans einu gilda, en finnst orð hans full af hræsni og yfirdrepsskap. Ég, faðir hans, get ekki skorið úr um þetta, en þó verð ég að játa að mér finnst hinir síðari hafa meira til síns máls en hinir fyrri. Ellefti sonur minn er þróttminnstur allra sona minna, en þróttleysi hans villir manni sýn. Hann getur nefnilega, þegar svo ber und- ir, verið þrekmikill og ákveðinn, en jafnvel þá er eins og þróttleysi hans sé undirrót alls. Þetta er alls ekki þrekleysi, sem vansæmd er að, heldur eitthvað sem okkur hér á jörð virðist vera þrekleysi. Sýnist til dæmis ekki fuglinn þróttlaus, þegar hann er að hefja sig til flugs með óstyrku vængjataki. Á líkan hátt er því farið um son minn. Faðir hans er nátt- úrlega ekki hrifinn af slíkum eiginleikum, því að þeir stuðla síður en svo að vexti og við- gangi ættarinnar. Oft lítur hann á mig eins og hann vilji segja: Ég ætla að taka þig með mér, faðir minn. Þá hugsa ég: Þú yrðir sá síðasti sem ég þyrði að setja traust mitt á. Og svipur hans virðist aftur segja: Má ég að minnsta kosti vera sá síðasti? Þetta eru hinir ellefu synir mínir. Jón Eiriksson þýddi. 10

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.