Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 34
Tvær sýningar í Listvi nasalnum Hjörleifur Sigurðsson hélt sýningu í Listvinasalnum fyrir skömmu. Það var ánægjulegt að fá loks að sjá sýningu á málverkum eftir þennan hæverska listamann, sömuleiðis ber að fagna því að Listvinasalurinn skuli nú aftur hafa verið tekinn í þjónustu myndlistarinnar. Hjörleifur er heilsteyptastur persónuleiki þeirra, sem heyra til yngstu kynslóð íslenzkra málara. Það sannar þessi sýning hans. Hann er traustur málari, sem veit hvað hann er að gera. í myndum Hjörleifs er hljóðlát, yfirlætislaus fegurð, hinsvegar ekki sérstök tilþrif, engar hamfarir, engin gos. Það er fremur sönglag en kvartett, fremur kvartett en sinfónía, ef hægt er að fara út á þann hála ís. Á sýningunni mátti greina þrjú stig i þróun lista- mannsins. Á fyrsta stiginu er aðeins ein mynd til sýnis. Hann segir skilið við gamla stílinn, stíl fyrirmyndanna, en tækni þess gamla stíls er þó enn greinileg i myndunum. Á öðru stiginu hefur hann algerlega horfið frá Iiinum þokukenndu þáttum fyrsta stigsins, skilin milli flaianna eru orðin hrein og ákveðin. Sterkasta myndin á því stigi var Bikarbygging (í grænu, dökkbláu og rauðu). Á seinasta stiginu er komin línugrind, sem afmarkar fletina i myndinni, litirnir verða hreinni og bjartari. Það er eins og nýtt myndrúm hafi skapazt, auðugra og dýpra. Langbezt þessara mynda þykir mér myndin Litvefur að sumri. í myndum Hjörleifs er engin bogin lína, allar Jínur eru beinar og gefa myndunum rólegan og stilltan blæ. Sama er um litina, þeir eru oft ljósbrúnir eða gulbrúnir og fara ekki með háreisti. Allt ber að sama brunni: feg- urð kyrrðarinnar. Ég hef ekki í annan tíma séð heilsteyptari sýningu. Guðmunda Andrésdóttir kemur á óvart. Að vísu hafa sézt eftir hana á samsýningum myndir, sem lofuðu góðu, en á þessari sýningu kemur hún fram fullmótaður per- sónuleiki með ákveðið andlit, ákveðinn svip. Ternað í myndum hennar er ólíkt því sem er í mynd- um Hjörleifs, ekki jafn kyrrt. Þrihyrningar eru algengir í myndum hennar, hvöss horn, sem stinga, en til mótvægis er liturinn kvenlega mildur, fínlegur, nálgast það að vera skreytilitur (dekóratívur). Beztu myndirnar á sýningunni finnst mér þær, sem málaðar eru í ljósum blæ, ljóst í ljósu. X>ar nýtur sín bezt persónuleiki Guðmundu. í öðrum myndum hennar virðast koma fram meiri áhrif frá öðrum málurum, hún hcfur tileinkað sér smekkvísi þeirra, en segir ekki nógu mikið sjálf. Ég óska listakonunni til hamingju með góðan árangur. H. Á. leg sjálfsmeðvitund og skortur á sambandi milli leikaranna. Þeir eru ekki enn „frelsaðir". Að ó- sekju mætti gæta meiri fantasíu, hreinni stíls. Og hvenær fáum við að sjá sýningar, sem gæddar eru tveimur höfuðkostum góðra leiksýninga, þ.e. hrynj- andi: innbyrðis samræmi allra þátta sýningarinn- ar og heildarsvip: samfelldu yfirbragði, sem hvert smáatriði á þátt í að mynda. 32

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.