Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 20
ist hann ekki hafa neinn ímugust á Faulkner og kveðst mundi fagna því, ef hann yrði þýdd- ur. (Ég rakst raunar á smásögu eftir hann í Inostrannaja Literatúra.) Fólk í Sovétríkj- unum mundi ekki skilja Norman Mailer, seg- ir Erenbúrg. Enginn mundi lesa Kafka. Sjálf- ur kveðst hann ekki hafa áhuga á Kafka. En þegar minnzt er á Pár Lagerkvist, verður Erenbúrg hvumsa við. Hver er þessi Lagerkvist? Hann hefur fengið Nóbelsverðlaun, segjum við. Já, margur miðlungshöfundur hefur nú fengið Nóbelsverðlaun, segir Erenbúrg. Við reynum að hressa upp á minni hans, því að okkur þykir einkennilegt að hann skuli ekki kannast við þennan höfund, sem er fræg- ur um Norðurlönd og hefur jafnvel verið þýdd- ur á íslenzku. En allt kemur fyrir ekki Þá hefur einhver orð á því, að Erenbúrg muni ekki hafa áhuga á sálfræðilegum bók- menntum. Erenbúrg: Annaðhvort er ég fullur í dag eða túlkurinn er ekki góður eða þið hafið mis- skilið mig. Síðan hefur hann upp útskýringu á því, hvað séu góðar sálfræðilegar bókmenntir, að hans dómi, en nokkuð erfitt var að henda reiður á því hvað hann var að fara og ekk- ert líklegra en það komi á daginn, að þá fyrst höfum við misskilið hann, þegar hann tók að útskýra skoðanir sínar. Hann kallar Gamla manninn og hafið raun- sæislega sálfræðilegt verk (realistisk psyko- logi). Hann vill ekki fallast á að það sé tákn- rænt verk, finnst þá lítið orðið úr listinni, ef svo væri. Hann sagði beinlínis: Ef það væri táknrænt (allegori), væri það ekki listaverk. Hemingway hefði ekki getað skrifað þá bók fyrir 20 ánrni. Væri það hinsvegar táknrænt verk, hefði hann getað skrifað hana hvenær sem var. Erenbúrg lætur þess getið að það séu mjög skiptar skoðanir um þessi atriði (sálfræðileg- ar bókmenntir) í Ráðstjómarríkjunum, og ef við töluðum við aðra rithöfunda, mundum við ef til vill fá að heyra allt aðrar skoðanir. Þá berst talið að sósíalrealisma. En hvern- ig sem þæft er fram og aftur um real- isma og sósíalrealisma, verður að kannast við það, að engin leið virðist enn sem komið er að skilia hvað rithöfundar þar austurfrá eiga við með orðunum. Til dæmis kallar Eren- búrg Faust eftir Goethe raunsæisbókmenntir. Sömuleiðis Don Quixote eftir Cervantes. Hann kveðst ekki vita hvort hann sé sjálfur sósíal- realisti eða ekki, segist einungis vera rithöf- undur. Það er ekki mikill munur á sósíal- realisma og realisma yfirleitt, segir hann. Munurinn er ekki annar en sá, að bækurnar eru skrifaðar í sósíalistísku landi. Þá er spurt: Er æskilegt að hafa áróður í bókmenntum? Erenbúrg: Nei. Það eru slæmar bókmennt- ir og slæmar bókmenntir geta ekki verið góð- ur áróður. Þið hafið séð slæm málverk (í Tretjakoffsafninu), en það voru málverk and- stæð sósíalismanum, því að áróður í list er í andstöðu við sósíalisma. Hvort er meiri áróður fyrir lífinu, blóm, nature morte, eftir Gonsalevski, eða illa gert málverk af lífi verkamanna? Það er blómið, sem er meiri áróður fyrir lífinu. Hann kveðst álíta að orðið áróður sé misnotað bæði af þeim og okkur. Öll list, segir hann, getur verið áróð- ur, til dæmis ef maður yrkir ástarljóð til stúlku. Þar er áróðurinn fyrir fegurð hennar. Þá er hann spurður hvort hann álíti nauð- synlegt að höfundar komist að niðurstöðum í bókum sínum. Hann kveðst ekki álíta það nauðsynlegt. Það er ekki það, sem skiptir máli, segir hann. Þegar talið berst að leikritum, segir Eren- búrg, að þar séu þeir verst staddir á sviði 18

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.