Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 7
hugaverðri málamiðlun, þannig að kvik- myndahöfundarnir yrðu að slá af. Ef bank- ar og kvikmyndahöfundar semdu nú hlytu höfundarnir að semja æði mikið af sér. Það væri skárra að þetta sjúklega ástand héldi áfram. Ég spurði Fellini hvort ritskoðun á kvik' myndum væri ekki mjög hættuleg, spillti ekki kvikmyndunum oft. Ritskoðunin heftir stundum ýmsar góðar hugmyndir en meira tjóni veldur þó óttinn hjá ýmsum við ritskoðunina. Það sem er veru- lega gott er oftast utan við seilingu ritskoð- aranna, þeir ná ekki til að skaða það né skerða. Ég sagði: Kannski mætti ég spyrja hverja þér álítið bezta af yðar eigin myndum ? Hvernig þá? segir Fellini. Ja, segi ég og vefst hálfpartinn tunga um tönn: hvaða mynd yðar, segi ég vandræða- lega því mér er ljóst hve hæpnar svona spurn- ingar eru: hvaða mynd yðar finnst yður hafa tekizt bezt, túlki bezt það sem vakti fyrir yður. Allar myndir mínar, segir Fellini, hafa heppnazt samkvæmt því sem ég ætlaði mér. Ég hef ævinlega getað gert það sem mér sýndist. Ég læt aldrei segja mér fyrir verk- um. Ég vel söguna sjálfur til að kvikmynda eftir og handritinu ræð ég sjálfur. (Fellini semur það oftast sjálfur). Svo kvikmynda ég eins og mér þykir sjálfum bezt henta. Ég þarf alltaf að berjast við framleiðanda minn og kostnaðarmennina en ég geri aldrei ann- að en það sem mér sýnist sjálfum. Svo þegir hann stundarkorn og horfir á mig sínum djúpu gáfuðu augum, svo segir hann: Mér þykir vænst um La Strada. Ég var nýlega að lesa um ýmsar kenning- ar um merkingar persónanna í La Strada, þær séu persónugervingar hinna og þessara eiginleika: Zampano tákni t. d. eðlishvatirn- ar, Gelsomina tilfinningarnar, II Matto ímynd- unaraflið, segi ég. 5

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.