Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 38
ition, as that any thing might arise without a cause". (M.i ég taka það £rain, að ég hef aldrei gerzt sekur um þá fjarstæðukenndu staðhæfingu að eitthvað gæti orðið til án orsakar). Þannig fórust David orð í hréfi dagsettu þriðju- dagsmorgun einn i fehrúarmánuði á árinu 1754. Bréfið var ritað til John Stewart, prófessors ( náttúrufræði við há- skólann í Edinborg, en hann hafði gerzt sekur um að mis- skilja Hume í grein, sem birtist í ritgerðasafni, sem kom út á sama ári. Stewart var nokkur vorkunn, því enginn samtímamaður Humes virtist skilja hann til fulls, enda var hann langt á undan samtíð sinni að ýmsu leyti. Gunnar Dal ritar á 20. öld og getur stuðzt við fjölrrtörg ágæt fræðirit um Hume, sem hefðu átt að sannfæra hann um, að skiln- ingur hans á kenningum Skotans var rangur. Hume leiðir sterk rök að því, að við getum ekki gefið rökfræðilega gilda sönnun fyrir því, að allir hlutir hljóti að eiga sér orsakir. Ennfremur hendir hann á, að við höfum ekki innsýn i cðli veruleikans, sem réttlætt gæti þá skoðun, að það sé augljóst, að allir hlutir hljóti að eiga sér orsök. Við þykj- umst þó viss um, að svo sé. Hvers vcgna? Vegna þess, að við erum þannig gerð, að við hljótum að gera ráð fyrir því, að hlutirnir eigi sér tilvist óháða skynjun okkar og séu tengdir orsakatengslum. Þetta er aðeins trú okk.tr, cn við getum ekki á ncinn hátt sannað, að svo sé. Einmitt vegna þess, að vissa okkar um tilvist óháðs veruleika, sem hrcytist á reglubundinn hátt, byggist ekki á röksemda- færslum heldur á trú, fá engin rök afsannað, að hlutirnir eigi sér ætíð orsakir og tilvist óháða reynslu okkar. Við sjáum því, að það er gagnstætt öllum anda Humes að ncita því, að hlutirnir eigi sér orsakir, þar eð engin rök gætu réttlætt slíka skoðun, ef kenning hans er rétt. Kant reynir að svara Hume með því að finna upp nýja tegund af sönu- un. Allir lilutir í tíma og rúmi hljóta að eiga sér orsakir, annars gætu þeir ekki orðið hluti af reynslu okkar. Við gctum vitað að öll náttúran hlýtur að standa í orsaka- tengslum, vegna þess, að skilningur okkar setur reynslunni þetta form. Náttúran er að sumu leyti „gerð" af okkur sjálfum, en við getum einungis öðlazt örugga ótvíræða, algilda vitneskju um þá eiginleika hennar, sem við leggj- um sjálf til. Sönnun Kants er dýrkeypt, því hún gildir að- eins um veruleikann að svo miklu leyti, sem liann er háður skynjun okkar og skynsemi. Við getum ekki lært að þekkja hlutina í sjálfum sér. Ágreiningurinn milli Kants og Hum- es er ekki um það, hvort allt, sem gerist, eigi sér orsakir, heldur á hverju réttur okkar til að trúa þessu byggist. Báðir eru sammála um, að reynslan ein geti veitt okkur vitneskju um, hver orsakalögmálin séu, hverjar séu orsakir ákveðinna hluta cða fyrirbæra. Nafnið, sem Gunnar velur bók sinni, er kynlegt. Hvers vegna líkir hann vestrænum heimspekingum við stjörnu- spámenn? Lokaorð bókarinnar, „enn spá heimspekingar vorir í stjörnurnar", virðast benda til þess, að höfundur sé lítið hrifinn af heimspekiarfleifð Vesturlanda, telji niður- stöður vestrænna hugsuða á borð við stjörnuspádóma. Eng- in rök færir hann máli sínu til sluðnings, enda fjallar bókin ekki um hugsuði, sem uppi hafa verið, sfðan Hegel féll í valinn. Margir munu sammála honum um, að Hegel hafi vaðið villu og reyk, en ekki er heimspekilegt að draga af því þá ályktun, að heimspekingar „spái enn í stjörn- urnar". Hræddur er ég um, að Marxistar, Existentialistar og fylgjendur Witgensteins taki það óstinnt upp, að þcim sé líkt við stjörnuspámenn, án þess að rök séu færð fyrir því, að samlíkingin sé réttmæt. Ef til vill misskil ég höfund bókarinnar. Vel má vera, að hann telji stjörnu- spádóma merk vísindi og sé því að hæla vestrænum heim- spekingum með samlíkingunni. Hefur hann sjálfur Iesið úr stjörnunum fróðleikinn, sem liann flytur íslenzkum lesendum? Edinborg, 20. ágúst 195i>. Páll S. Árdal. Frá ritstjórninni Fæsta grunar hvílíkt feikna starf þaö kostar að gefa út tímarit eins og Birting, og þvi munu þeir naumast geta gert sér í hugarlund hve lýjandi og erfitt er að vinna allt það verk endur- gjaldslaust í tómstundum. — Kaupendur gætu létt mikið undir með útgefendum, ef þeir greiddu árgjaldið án þess að eftir því væri gengið, því það er nær óvinnandi verk að inn- heimta gjöldin hjá jafn stórum lesendahópi án bess að hafa fastan starfsmann. Á hinn bóg- inn eru árgjöldin aðal tekjulind ritsins, og án þeirra getur Birtingur ekki lifað. Þcss vegna eru það eindregin tilmæli ritstjórnarinnar, að kaupendur sýni hug sinn til Birtings með því að bregðast skjótt og vel við og greiða áskriftargjald sitt f Bókabúð Braga Brynjólfssonar einhvern næstu daga. — Ennfremur þyrfti að auka fjölda áskrifenda til muna. Birtingur heitir á velunnara sína til liðveizlu. Útgáfan er æði kostnaðarsöm orðin enda þótt útgef- cndur vinni allt kauplaust áfram. Símanúmer Thcrs Vilhjálmsonar er misritað framar í heftinu: Það er 81560. 36

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.