Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 31
LEIFUR ÞÓRARINSSON: Frá tónlistarhátíð í Stokkhólmi Á tónlistarhátíð International Society for Contemporary Music í Stokkhólmi í júnímán- uði síðastliðnum kenndi skiljanlega margra grasa. Pélagsskapur þessi (ISCM) var stofnaður fyrir þrjátíu og f jórum árum af tónskáldum, útgefendum og öðrum áhugamönnum og hef- ur það á stefnuskrá sinni að útbreiða og styrkja nútímatónlist á allan mögulegan hátt. En þrjátíu og fjögur ár eru langur tími, lík- lega of langur fyrir stofnun sem þessa. Að minnsta kosti sá maður að það var síður en svo, að öfl þau sem mest eru einkennandi fyrir nútímann réðu nokkru um skipulagn- ingu þessarar hátíðar. Það er máski deilu- atriði hvað teljast megi nútímatónlist. Kann- ski er það allt sem skrifað hefur verið eftir aldamótin, kannski aðeins það sem gert var í gær og dag. Nei, þetta er alrangt. Aðeins það sem höfðar beint til tímans sem við lifum á, til hinnar djöfullegu atómorku, til vélamennsk- unnar, getur talizt skilgetið afkvæmi hans. Því er það, að nítjándualdarlegasta náttúru- og hetjurómantík (sem ég fyrir mitt leyti hélt sovéttónskáld hafa einkarétt á) kemur anzi flatt uppá mann á samkomu sem þessari. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar hófust að vísu með verki eftir eitt mikilhæfasta tónskáld aldarinnar, hinn nýlátna Honegger, sem var Iengi mikill stuðningsmaður ISCM og heið- ursfélagi þess. Hitt að velja eitt tilþrifa- minnsta verk hans (Conserto da camera) og flytja sem „typiskasta“ verk hans, gengur hneyksli næst. Annað á efnisskránni var ekki merkilegt, þó nefna megi júgóslavann Dusan Raric og svíann Sven Erik Báck góða handverksmenn. Og Niels Viggo Bentzon, daninn sem svo margir hafa gert sér vonir um, átti þar verk (Konsert fyrir obo, klarinett, fagott og hljóm- sveit) sem varla er umtalsvert. Sumir gagn- rýnendur sögðu að vísu, að þarna væri komið hans bezta verk, því nú væri hann kominn inná gömlu góðu Carl Nielsen línuna, nú væri hann semsagt loksins búinn að taka sönsum. Já yfirleitt var flest á hátíðinni í þessum dúr. Það er að segja: gamlir menn koma sam- an og hlusta hver á annan og hugga sig við að blöðin segja þá unga. Og fúnir heilar þeirra og bein taka ofurlitla fjörkippi, það er svo- lítill endurómur lönguliðinnar æsku (og því skyldi þeim ekki leyfast það, köllonum). Á öllum sex tónleikum hátíðarinnar voru aðeins tvö verulega athyglisverð verk. Þau voru bæði eftir þjóðverja, þá Gisheler Klebe og Karlheinz Stockhausen og voru þeir hinir einu sem talizt gátu boðlegir fulltrúar þess, Gislielcr Klebe

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.