Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 9
Um Franz Kafka Franz Kafka er fæddur 3. júlí 1893. Foreldrar hans voru auðugir Gyðingar í Prag. Faðir hans, Hermann Kafka, hafði hafizt af sjálfum sér og var velefnaður stórkaupmaður í Prag. Hann var strang- ur heimilisfaðir og rétttrúaður Gyðingur. Tilveran olli honum engum heilabrotum, hann hafði komizt að óhagganlegum niðurstöðum um hvað eina. En sonur hans var íhugull og efaðist um margt, sem föður hans þótti sjálfsagt. Faðir hans gerði meiri kröfur til hans en hann treysti sér til að uppfylla, og hafði Franz Kafka ekki sem hezta samvizku gagnvart föður sínum, sem hann dáði mjög. Þess vegna hefur honum verið svo hugleikið að brjóta til mergjar viðhorf föður til sona sinna. Þetta endurspeglast ljóslega í eftirfarandi frásögn. Hann ólst upp á tímum þegar stoðirnar hrundu undan rótgrónum hugsjónum manna og trú, án þess þeir fengju nokkuð í staðinn til að halla sér að. Hann ólst að mestu upp undir umsjá franskrar stúlku. Hann lauk stúdentsprófi og hóf síðan laga- nám, sem hann lauk með doktorsprófi. En bók- menntir áttu snemma hug hans allan. Tók hann virkan þátt í hinum frjálslynda bókmenntaklúbb, „Lese- und Redehalle der Deutschen Studenten“, þar sem hann gerði m.a. harða hríð að hinni innan- tómu tízkustefnu þeirra Óskars Wildes og Franz Wedekinds, sem þá var ofarlega á baugi. Það fyrsta sem Franz Kafka birti, var smásaga, sem bar sigur af hólmi í verðlaunasamkeppni, sem tímaritið „Die Zeit“ efndi t'l. Að loknu námi, 1906, hóf hann starf hjá ítölsku tryggingarfélagi, en árið 1908 varð hann embætt- ismaður við slysatryggingastofnun verkamanna. Það var vel launað starf og vinnutíminn stuttur. Fljótt fór að bera á heilsuleysi hans. Hann var taugaslappur og þjáðist af höfuðverk. Og í örvænt- ingu sinni gerðist hann grænmetisæta. Hann hneigðist mjög til dulspeki. Vinskapur hans við zíonistann Max Brod og Franz Werfel sem og lestur rita Kierkegaards og Pascals gaf þeirri hneigð hans byr undir báða vængi. Þótt undarlegt megi virðast, lagði hann einnig stund á íþróttir sér til mikillar áhægju, einkum sund og skemmti- siglingu. Það var ekki fyrr en árið 1912, að Kafka kom fram sem fullþroskaður rithöfundur. Fyrir áeggjan vinar síns, Max Brod, lét hann til leiðast að gefa út bókarkorn, Betrachtung (Athuganir). Das Urteil (Dómurinn) birtist í árbók Brods, „Archadia". Einn- ig birtist 1913 fyrsti kafli skáldsögunnar, America (Der Heizer: Kyndarinn), sem hann hafði þá í smíðum. Um líkt leyti vann hann af miklu kappi að smásögunni Die Vervandlung (Myndbreytingin), sem mjög er rómuð að verðleikum. Das Urteil er til- einkuð ungfrú F. B. Hafði Kafka hitt hana sumarið 1812 og orðið mjög ástfanginn. Samband þeirra stóð í fimm ár og varð Kafka mikil hvöt til dáða. Því lauk með því að ungfrú F.B. giftist öðrum, en Kafka veiktist af berklum þrátt fyrir mikla útiveru og ástundun íþrótta. Þar sem Kafka var embættismaður ríkisins, var hann undanþeginn herþjónustu. Árið 1915 hlaut hann bókmenntaverðlaun þau, sem kennd eru við þýzka rithöfundinn Theodor Fontane. Næstu árin vann hann að skáldsögu sinni Der Prozess (Mála- ferlin), en heilsu hans fór stöðugt hrakandi. Hon- um var ráðlagt að fara á heilsuhæli. Hann lét til- leiðast að dveljast sér til hvíldar og hressingar á sveitasetrinu Zurau, sem systir hans veitti forstöðu. Um þetta leyti ritaði hann skáldsöguna Das Schloss (Höllin). Sumarið 1918 hvarf hann þó aftur til starfs síns í Prag. Ýmiss konar skortur, sem sigldi í kjölfar stríðs- ins, var þá farinn að segja mjög til sín í Prag. Reyndist þetta ofraun heilsu skáldsins, sem gegndi enn embætti sínu samvizkusamlega og lagði hart að sér við ritstörf. Hann fór af einu heilsuhælinu á annað, ef takast mætti að fresta óumflýjanlegum dauða fyrir aldur fram. Sumarið 1923 bar fundum hans og pólsku gyð- ingastúlkunnar Dona Dyment saman. Hún var á tvítugsaldri en hann fertugur, og tókust með þeim góðar ástir. Settust þau að í Prag, og skrifaði Kafka þar smásöguna Eine kleine Frau, sem er eina saga hans, sem rituð er í léttum dúr. En Kafka var dæmdur til að bíða ósigur í baráttunni við hvíta dauðann. Hann andaðist á Kierling-heilsuhæli 3. júlí 1924. Á rithöfundarferli sínum, sem stóð aðeins 10 ár, birti Kafka aðeins fáeinar smásögur. Áður en hann dó, bað hann vin s'nn, Max Brod, að brenna öll handrit, sem hann lét eftir sig. Max Brod treysti sér sem betur fér ekki til að uppfylla þá ósk hans, og því höfum við rit hans, sem eru sex bindi að vöxtum. 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.