Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 18
JÓN ÓSKAR: I heimsókn hjá llja Erenbúrg Fjórir Islendingar áttu þess kost í sumar að fara saman á fund rússneska rithöfundar- ins Ilja Erenbúrgs og spjalla við hann á heim- ili hans í Moskvu. Tók hann og kona hans einkarvel á móti okkur og sátum við þar góða stund og spjölluðum saman í vistlegri stofu. Þar var mikið af listaverkum, allir veggir þaktir málverkum. Einkum bar á myndum eftir Picasso og Léger. Það var auðséð á öllu, að húsbóndinn hafði haft náin kynni af Vesturlöndum og menningu þeirra. Og þegar Erenbúrg upphefur raust sína á frönsku, þá liggur við að manni finnist ástæða að spyrja í hljóði: Er þetta ekki einhver misskilningur? Erum við ekki í París ? En það kemur á dag- inn að Erenbúrg þarf ekki að segja mörg orð til þess að engum detti lengur í hug að hann sé annars staðar en hann er, enda jafn- an gott að ruglast ekki í því hvar maður er staddur á hnettinum. (Held ég að flestum mundi þykja nóg um, ef þeir gengju út úr húsi í Parísarborg, en yrðu þess varir þar sem þeir stæðu á götunni, að þeir væru staddir ekki ýkjalangt frá Rauðatorginu í Moskvu). Nú hefst samtal um myndlist. Það kemur upp úr dúrnum að við höfum séð eitthvert slangur af sovétlist og erum ekki mjög hrifnir, flestir okkar. Þá segir Erenbúrg: Það eru aðeins opin- berir málarar í Ráðstjórnarríkjunum, sem eru slæmir. Málverk beztu málaranna eru ekki til á söfnum, en þeir halda sjálfstæðar sýn- ingar. 16 Hann bendir á mynd á veggnum: Hvernig finnst yður þessi mynd? segir hann og snýr máli sínu til mín. Er þetta list? Þar hangir mynd á vegg, hreint ekki illa máluð. Mér sýnist hún gæti verið eftir gaml- an franskan málara eða einhvern af impressj- ónistunum, þó að ég komi engum fyrir mig, sem ég gæti eignað hana. Það er yfir henni einhver blær, sem skipar henni utan við þann impressjónisma sem ég þekki. Nú skil ég raunar ekki vel til hvers er ver- ið að spyrja mig, hvort það er til að leita álits manns, sem hefur séð mikið af góðri mynd- list, eða hvort Erenbúrg hefur í hyggju að gefa mér myndina, nema ég svara því til, að mér lítist vel á myndina. En þá bendir hann á aðra mynd og spyr hins sama, og enn bendir hann á þriðju myndina og alltaf svara ég á sömu leið. En þegar búast hefði mátt við, að Ereinbúrg segði að hætti fornra nor- rænna höfðingja: Veljið þá myndina, er yð- ur bezt líkar, og hafið með yður til íslands, — þá sagði hann einungis: Þessar myndir eru eftir rússneska málarann Gonsalevski. Gonsalevski, sem ég hafði aldrei heyrt get- ið um fyrr, mundi vissulega þykja gamaldags í París nú, ef dæma má eftir þessum þremur myndum. Hann tilheyrir horfnum kynslóð- um og er ekki neinn brautryðjandi í málara- list, eins og t.d. Kandinski. Við höfðum átt þess kost að sjá allmar’gar myndir eftir sov- ézka málara. I Tretjakoffsafninu er geymt töluvert af nútíma- „myndlist“, málverkum, höggmyndum o.fl., en því set ég orðið mynd-

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.