Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 6
afburðaverk kvikmynda á seinni árum, ég hef ekki haft öllu meiri ánægju af að mæla með kvikmynd sem hingað hefur komið. Kona Fellini: Giulietta Masina leikur aðalhlutverk- ið svo yndislega að henni hefur verið líkt við Chaplin, lengra kemst kvikmyndaleikari tæp- ast. Þegar ég hitti Fellini stóð hann í ströngu að leysa þessi leiðinlegu fjárhagsvandamál, síðan hef ég heyrt hann hafi fjórum sinnum orðið að skipta um f jármálastjóra (producer), þegar allt virtist strandað kom franskt kvik- myndafélag til bjargar og hefur nú samvinnu við hinn stórtæka ítalska framleiðanda De Laurentis (soffíumannlórenar ef ekki gínu- bóndalollóbrígídu). Fellini er f remur feitlaginn maður og þung- lamalegur í hreyfingum dökkur að yfirbragði og þótt hann sé ekki beinlínis fríður stafar birtu af manninum, augun eru stór og dökk og djúp, gáfuð, og horfa inn 1 manneskjurn- ar að leita að gildi þeirra í djúpunum. Mað- urinn er svo fullkomlega yfirlætislaus að það er eins og að koma inn á skósmíðaverkstæði til lífsspekings sem aldrei hefur hvarflað að sá hégómi að sækjast eftir mannvirðingum. 1 skrifstofu hans eru allir veggir þaktir myndum af ieikurum. Hann hefur þann sið að festa á vegg mynd af leikara sem hann er að hugsa um að ráða í kvikmynd, hann hefur myndina fyrir augunum þangað til hann segir allt í einu upp úr eins manns hljóði: Jæja ætli við ráðum hann ekki, — ef hann segir ekki: Nei takk. Hann hefur lítinn glergrís á skrifborðinu. Fellini sat á horninu á skrifborðinu og sagði mér frá vandræðum kvikmyndagerðarinnar á Italíu: Það er ekki aðeins fjárhagslegt vandamál heldur stafar öngþveitið miklu fremur af því hve fjármálastjórarnir, pródúsentarnir okk- ar eru lítt hæfir til síns hlutverks. Þá skortir persónuleika, segir Fellini: Við eigum ekki einu sinni tíu góða f jármálastjóra. Þeir kæra sig flestir kollótta um listræn verðmæti, þeir vita sjaldnast nokkuð að ráði um list, þeir eru fyrst og fremst að hugsa um ábatasöm verzlunarviðskipti, græða peninga. Okkur vantar framleiðendur sem kunna að meta hæfileika og gáfur stjórnanda og þeir mættu líka hafa vit á því hvað er saga sem hentar að kvikmynda. Líklega væri bezt að allt færi um koll, segir Fellini enn, það er kannski bezt að allt fari í rúst, segir hann beisklega, allt sé eyðilagt. Því hinir sönnu listamenn, þeir verða eftir, hinir gefast upp og hætta, síast frá. Nei, segir hann og strýkur borðbrúnina þykkri hendi: Við eigum svona 10 góða stjórnendur í kvikmyndunum, þetta fimm góða leikara, fimm góða handritahöfunda, — en við eigum ekki einu sinni fimm góða framleiðendur. Þeir eru alltof margir sem hugsa bara um að græða peninga, ekkert annað. Hann skýtur fram neðri vörinni og heldur áf ram: Og svo er eins og allir geti verið kvik- myndaframleiðendur. Ef ég tæki upp á því að fara inn á einhvern spítala og heimta að fá að gera uppskurð, þá yrði ég eflaust hand- tekinn og fluttur á vitfirringahæli. Hinsveg- ar geta allir menn sem ekkert vita né vilja vita um kvikmyndalist fengið bæði fé og við- urkenningu hjá ríkinu og bönkiun sem kvik- myndaframleiðendur. Það er mjög slæmt. Ég spurði Fellini hvaða möguleika hann sæi fram á til lausnar kvikmyndakreppunni. Hann sagði að ríkið þyrfti að vanda miklu meira til manna sem trúað væri fyrir fjár- munum til kvikmyndagerðar og látnir hafa örlög listarinnar í hendi sér. Annars væri líklega bezt að kreppan héldi áfram. Samn- ingar á þessu stigi hlytu að byggjast á var- 4

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.