Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 32
sem er að gerast í tónlistarmálum dagsins í dag. Þeir tilheyra báðir flokki tónskálda, sem sumir nefna í storkunarskyni „púnktmúsík- era“ og „músikalskir“ nefna svindlara. Hæfi- leikar þeirra til að raða saman losaralegu efni í heillega mynd eru með fádæmum, og vönduð tónal vinna, samfara hnitmiðaðri rythmiskri byggingu, er þeirra sterkasta hlið. En hvar voru allir hinir? Hvar voru Messia- en, Boulez, Henze, Eimert omfl? Allir elekt- ronistarnir, „músic concret“ fólkið allt, ásamt svo mörgum öðrum framsæknum tónskáld- um? „Fólkið vill ekki hlusta á þá“ er kannski svarið, „fólkið verður þó þrátt fyrir allt að fá það sem það vill“. En er ekki félagsskapur einsog ISCM til að neyða fólk að ljá því nýja eyra? Það hefur alltaf orðið að þröngva nýj- ungum í listum uppá fólk. Að þess dómi hef- ur alltaf vantað hjartað (sem ég þori að veðja er ekki annað en vibrato á G-streng hjá Tjæ- kovski) í tónlist unglinganna á hvaða tíma sem er. Að sumu leyti var þó hátíðin mjög ánægju- leg. T. d. var allur flutningur verkanna með hinum mestu ágætum, og minnist ég helzt kölnaranna tíu, sem fluttu verk Stockhausens Karlheinz Stockhausen (Kontrapunkte), og Max Rostal sem lék fiðlu- konsert Benjamíns Frankels. Öll ytri skipulagning var að auki í miklu prýðis lagi, enda eru svíar þekktir að þvíum- líku. 30.-8.-56. /--------------------------------------------V BIRTINGUR Ritstjórn: Einar Bragi (áb.), Hjarðarhaga 38, Hörður Ágústsson, Laugavegi 135, Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thor Vilhjálmsson, Karfavogi 40 - sími 3760. AfgreiÖslumaÖur: Hörður Ágústsson, Laugavegi 135. Kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangur til áskrif- enda kr. 80.00. Lausasöluverð kr. 25.00 heftið. Efni í ritið sendist einhverjum úr ritnefndinni. Hörðtir Agústsson gerði kápuna. — Birgir Eydal prentaði ritið. — Myndamót: Litróf h.f. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. 30

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.