Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 37
Sá eini og sanni Hume. unar, leggjum við öllum ytri veruleika til eiginleikann rúm. Hann telur einnig, að við skynjum rúmið sem heild. Af þessum sökum getum við vitað með öruggri vissu, að allir hlutir, sem við kunnum að kynnast a£ reynslu okkar, hljóta að vera 1 rúmi. E£ Kant heldur því fram, að við höfum hugmyndina rúm „á undan allri reynslu", merkja orðin „á undan" ekki tímaröð, heldur cr átt við rökrænt sam- band hugtakanna „hlutur" og rúm. Rúm „er á undan" hlutunum, sem við höfum reynslu af, að því leyti einu, að það cr rökfræðilega nauðsynlegt skilyrði fyrir þvi, að við getum haft reynslu a£ lilutunum. Sá eiginleiki skynjun ar okkar, að hún setur form sitt rúmið á allan ytri Veru- leika, er að' sjálfsögðu meðfæddur, en þetta merkir ckki, að hörn skynji rúmið frá fæðingu, áður en þau komast í kynni við hluti. Enginn þeirra, sem höfundur tekur til meðferðar fær óverðskuldaðri meðferð en David Hume, sem Frakkar kölluðu le bon David. Fríður var David ckki, feitur, stór, luralcgur, svipurinn sljór og skozki málhreimurinn rusta- legur. Ég varð því meira en lítið hissa, er óg sá myndina, sem höfundur birtir með kaflanum um Hume. Menn geta nú borið saman rétta mynd a£ David við skarpleita glæsi- mennið í bók Gunnars Dal. Er ekki augljóst, að myndin, sem Gunnar birtir, er af manni, sem sennilega liefur lifað um 1830—1840? Ber ekki klæðaburðurinn augljóst vitni því, að myndin gæti ekki verið af David Hume, sem andaðist á árinu 1776? Fróðlegt væri að vita, af hverjum myndin í bók Gunnars er, en ekki tókst mér að grafast fyrir um það á Scottish National Portrait Gallery, stóru safni af skozkum andlitsmyndum, sem hefur húsakynni sín hér i borg. Mistiikin, sem hér um ræðir, eru óafsakanleg, enda hefði höfundur átt að geta þess, hvar frummyndir af myndunum í bókinni séu geymdar, og eftir hvern þær séu. Þótt slæmt sé, að birta ranga mynd af Hume, er ef til vill miklu vcrra að rangfæra skoðanir hans, leggja i þær svo einhliða skilning að einhver stórbrotnasti hugsuður síðari alda er gerður að liálfgerðum aula. Gunnar segir, að Hume hafi neitað orsakalögmálinu. Hvílík fjarstæða. „But allow me to tell you, that I never asserted so absurd a Propos- StaÖgengill Hutne i bók Gunnars Dal. 35

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.