Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 15
koma eftir því sem tímar líða. Með þeim hætti einum getur nemandinn öðlazt þann tónlistarþroska, sem þarf til raunhæfs skiln- ings á formi og harmonískri byggingu nú- tímaverka. Margur áttar sig ekki á þessu, en hefur í heiðri hraða nútímans og vill gerast tónskáld undir eins. Eitt sinn heyrði ég mjög þekktan kennara segja frá því, að það eina, sem yllislíkumnem- endum heilabrotum, væri að ákveða, hvaða aðferð bæri að nota við samningu verka, hvort heppilegra væri að notfæra sér teoríu Hinde- miths eða Schönbergs o. s. frv. Þessháttar hugmynd um tónskáldskap er gersamlega ó- nothæf. Auðvitað er ekkert sjálfsagðara en að tón- skáld verði fyrir áhrifum hvert af öðru, ef áhrifin eru góð. Merkustu tónskáld notuðu meira að segja hugmyndir úr verkum sam- tímamanna sinna. Snillingar leitast ekki við að vera frumlegir, þeir eru það. Ef einhver vill endilega skrifa nútímalega tónlist eingöngu til að vera undarlegur, þá ætti sá hinn sami að hætta við það hið bráð' asta, því að slíkt er ekki eðli tónlistarinnar. Aðalatriðið er að skrifa góða tónlist, en hitt skiptir ekki eins miklu máli, hvaða kerfi er notað. Annars finnst mér satt að segja eitt- hvað bogið við þann unga mann, sem aðhyll- ist ekki stefnur í nútímatónlist. Með framgangi nútímatónlistar hefur dúr- og mollkerfinu verið rutt úr vegi og ný grund- vallaratriði tekið við. Það eru nú kannski meira en hundrað ár síðan fyrsta hreyfingin í áttina til nútímatónlistar gerði greinilega vart við sig. Fram komu tilhneigingar til að draga úr hinum ákveðna lit tóntegundar- innar. Víst er um það, að tímabil tónlistarinnar standa í nánu sambandi hvert við annað. Við hefðum ekki eignazt Bartók, hefði Haydns ekki notið við, og þannig mætti lengi telja. Það er eftirtektarvert, hversu tilfinningin fyrir ákveðinni tóntegund dofnar smám sam- an, eftir því sem líður á síðari hluta 19. aldar- innar. 1 byrjun 20. aldarinnar er tóntegund- arhugtakið orðið næsta óþekkjanlegt. Arnold Schönberg ríður loks á vaðið og útilokar alla tilfinningu fyrir tóntegund — ekki í þeim til- gangi að rjúfa öll tengsl við fortíðina, heldur til að skapa nýja möguleika samkvæmt kröfu nútímans. Upp hófst hið svonefnda tólftónakerfi, sem Schönberg byggði á reynslu sinni í tónskáld- skap. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram, að til sé kerfi, er líta megi á sem ákveðið svar við öllum vandamálum nútímatónsmíða. Allt, sem víkkar athafnasvið lista, er mikils virði. 1 erlendum skrifum um tónlistarmál hef ég oft rekizt á ef tirf arandi: „1 dag er ekkert eins hættulegt og að koma nútímaverki fyrir á áberandi stað í hljómleikaskránni, því þá dregur mjög úr aðsókn“. Þetta er hinn dag- legi boðskapur og er því miður byggður á margfenginni reynslu. Þeir, sem tilheyra flóttamannaflokknum, sækja annaðhvort ekki slíka tónleika eða yfirgefa hljómleikasalinn, áður en nútímaverk er leikið. En hvað gerir það til? Fólk vill helzt hlusta á tónverk, sem láta kunnuglega í eyrum, og vafalaust gildir þetta sama um flesta hér heima. Oft hef ég heyrt minnzt á það vandamál, hve erfitt sé, jafnvel fyrir efnilegt tónskáld, að fá endurtekin verk sín •— helzt þurfi að semja nýtt verk,ef tónskáldsinseigiframarað verða getið. Ennfremur verður tónskáldið oft fyrir ósanngjarnri gagnrýni þeirra, sem bera tónverk þess saman við þrekvirki mestu snill- inga liðins tíma. Sumirm finnst tónlist sam- tíðarinnar njóta sín bezt, þegar hún er flutt eingöngu, og tónlist fyrri tima kemur hvergi nærri. Mér finnst góð tónlist sóma sér vel, 13

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.