Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 27
myndir í stöflum, en í einu horninu eru bókaskápur og rúm afgirt, nokkrar hogg- myndir á hillu fyrir ofan rúmið. Ég spyr: Hvert er álit yðar á stöðu ab- strakt-listar í dag? „Ég álít að hin „geometriska abstraktion" hafi tæmt möguleika sína, álít að mála þurfi frjálsar. Hinsvegar finnst mér hinir ungu fylgjendur „tacheismans" ganga skrefi of langt. Það er fullmikið los í myndum þeirra, hávaði og læti sem ekki samrýmist list“. Olli það yður engum þrautum að segja skilið við fígúratíva málverkið, urðuð þér ekki smeykur við þetta nýja ókannaða svið, sem þér stóðuð skyndilega andspænis? „Nei“. „Sjáið þér til“, og nú leitar hann í föggum sínum og dregur fram ljósmynd af málverki frá 1944, „þetta er seinasta fígúratíva mynd- in mín, það er kaffikanna, færð í stílinn auð- vitað. Þegar ég uppgötvaði að fólkið hélt að hún væri fugl, sá ég að það var öldungis ó- þarfi að dragnast með fyrirmyndir í málverk- um mínum, ég hafði enga þörf fyrir þær, form og litur spruttu fyrst og fremst innan úr mínu eigin vitundarlífi, og ég „klippti á þráð- inn“ eins og við segjum hér. Ég hafði ekk- ert hugsað mér að mála abstrakt, það kom af sjálfu sér. Ég hafði að vísu alltaf borið mikla virðingu fyrir tilraunum abstrakt-mál- ara, eins og t.d. Kandinsky o.fl., og mér þótti mjög merkilegt það sem þeir gerðu, en ég sjálfur hafði enga þörf fyrir að mála þann- ig, fyrr en ég gerði áðurnefnda uppgötvun mína“. í því sambandi rifjar hann upp tímabilið, þegar hann var kennari á Academie Mont- martre, árin 1952-53. Þá hitti hann mikið af ungum mönnum, sem stóðu að ýmsu leyti gagnvart sömu vandamálum og hann hafði staðið 1944. Þeir vildu að hann, kennari þeirra, tæki ákvörðun um, hvernig þeir ættu að mála. Þá sagði hann þeim, að lausnirnar væru eins margar og þeir væru margir, það væri ekki hægt að gefa neina reglu fyrir slíku. Hver einstaklingur væri heimur út af fyrir sig, sem lyti sínum lögmálum. Þeir yrðu sjálfir að taka ákvörðun, og umfram allt mættu þeir ekki þvinga sig, heldur yrðu þeir að vinna og starfa í samræmi við þeirra eigin persónu- leika. Ég sé að Deyrolle er mikið niðri fyrir, er hann mælir þessar setningar, og af viðkynn- ingu við hann veit ég, að hann vill að hlut- irnir fái eðlilega útrás, séu óþvingaðir. Þessa afstöðu hans skilur maður bezt á hans eigin myndum, ekkert er eins sjálfsagt og eðlilegt og málverkt eftir Deyrolle. Hvernig komust þér í kynni við félaga yð- ar, sem kenndir eru almennt við Galerie Denise René? Jean Deyrolle: Oiseau cafetiere, 1944 25

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.